Leggja til neyðaraðgerðir til að bregðast við „ófremdarástandi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 21:37 Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu sem verður tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar eftir tvær vikur sem varðar neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar þar sem banaslys varð um helgina. Þetta staðfesta Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Marta segir mikilvægt að bregðast við því ófremdarástandi sem ríkir í öryggismálum við gatnamótin og segist skilja áhyggjur foreldra á svæðinu vel. Leggja til að gatnamótin verði snjallvædd „Í fyrsta lagi er lagt til að sérstakri snjallgangbraut verði komið fyrir á gatnamótunum. Snjallgangbrautir virka þannig að þær skynja þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbrautina. Þá kviknar LED göngulýsing sem lýsir upp gangbrautina og vegfarendur á meðan gengið er yfir götuna. Í annan stað er lagt til að gatnamót þessi verði snjallvædd með nýjustu tækni í snjallljósastýringum, en umferðarljósin á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar sýna svo ekki verði um villst, að þeim er stýrt með klukku þar sem græna ljósið varir aðeins í 15 sekúndur þegar gengið er yfir götuna og er þar af leiðandi ekki snjallvætt. Snjallljós skynja umferð og eykur til muna öryggi allra vegfarenda,“ segir í tillögunni. Óskað var eftir að tillagan yrði tekin fyrir í kvöld með afbrigðum á fundi borgarstjórnar en ekki gafst tími til að ræða hana og verður hún því tekin fyrir á næsta fundi. Kallar eftir tafarlausum aðgerðum „Tillagan hljóðar upp á það að það verði brugðist við því neyðarástandi og ófremdarástandi sem er þarna í umferðaröryggismálum við umrædd gatnamót,“ segir Marta og bætir við að brýnt sé að ráðast í tafarlausar aðgerðir í samráði við Vegagerðina. Hún ítrekar að umferðaröryggi ætti að vera forgangsverkefni allra sveitarfélaga. „Við Björn fórum og hittum foreldra í gær, fórum á vettvang. Íbúarnir hafa verið að kalla eftir aðgerðum þarna til úrbóta síðustu tvö ár, án þess að það hafi verið brugðist við því. Þessi hluti gatnamótanna er hluti af aðal gönguleið barnanna í Vogabyggð til og frá skóla. Það er áætluð göngubrú yfir Sæbraut en hún kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi í apríl,“ segir Marta sem bendir á að það dugi skammt nú þegar skólastarf er hafið og skammdegið að bresta á. Mikilvægt sé að bregðast við sem allra fyrst í stað þess að bíða eftir lausn. Hún segir umrædda lausn henta vel þar sem ekki þurfi að ráðast í skipulagsbreytingu til að framkvæma hana. Lausnin sé jafnframt ódýr og fljótleg. Íbúar daprir og vonlausir „Við leggjum til að það verði farið í snjallljósastýringu á þessum gatnamótum. Þetta snýst um það að það er miðlæg tölva í kerfinu og þá er umferðin lesin. Það er myndavél sem gerir það og tölvan greinir þetta og hún getur greint hvort það komi gangandi eða hjólandi að gatnamótunum og passar upp á það að þeir komist yfir á grænu ljósi,“ segir Björn. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir því hve skammur tími gefst á gatnamótunum til að komast yfir götuna en á gatnamótunum er notast við klukku sem gefur fimmtán sekúndur til að komast yfir. Nær ómögulegt sé að komast yfir með börn meðferðis í tæka tíð að sögn foreldra. „Íbúar eru frekar daprir yfir þessu öllu saman og mjög vonlausir. Þeir eru búnir að senda inn ábendingar og fá engin svör frá borgarstjórn,“ segir Björn. Marta bætir við að það sé sláandi að sjá það ófremdarástand sem ríkir við þessi gatnamót og í hverfinu þegar það kemur að umferðaröryggi. Þau vonast til þess að meirihluti borgarstjórnar taki tillöguna til greina og bregðist við ástandinu. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þetta staðfesta Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Marta segir mikilvægt að bregðast við því ófremdarástandi sem ríkir í öryggismálum við gatnamótin og segist skilja áhyggjur foreldra á svæðinu vel. Leggja til að gatnamótin verði snjallvædd „Í fyrsta lagi er lagt til að sérstakri snjallgangbraut verði komið fyrir á gatnamótunum. Snjallgangbrautir virka þannig að þær skynja þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbrautina. Þá kviknar LED göngulýsing sem lýsir upp gangbrautina og vegfarendur á meðan gengið er yfir götuna. Í annan stað er lagt til að gatnamót þessi verði snjallvædd með nýjustu tækni í snjallljósastýringum, en umferðarljósin á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar sýna svo ekki verði um villst, að þeim er stýrt með klukku þar sem græna ljósið varir aðeins í 15 sekúndur þegar gengið er yfir götuna og er þar af leiðandi ekki snjallvætt. Snjallljós skynja umferð og eykur til muna öryggi allra vegfarenda,“ segir í tillögunni. Óskað var eftir að tillagan yrði tekin fyrir í kvöld með afbrigðum á fundi borgarstjórnar en ekki gafst tími til að ræða hana og verður hún því tekin fyrir á næsta fundi. Kallar eftir tafarlausum aðgerðum „Tillagan hljóðar upp á það að það verði brugðist við því neyðarástandi og ófremdarástandi sem er þarna í umferðaröryggismálum við umrædd gatnamót,“ segir Marta og bætir við að brýnt sé að ráðast í tafarlausar aðgerðir í samráði við Vegagerðina. Hún ítrekar að umferðaröryggi ætti að vera forgangsverkefni allra sveitarfélaga. „Við Björn fórum og hittum foreldra í gær, fórum á vettvang. Íbúarnir hafa verið að kalla eftir aðgerðum þarna til úrbóta síðustu tvö ár, án þess að það hafi verið brugðist við því. Þessi hluti gatnamótanna er hluti af aðal gönguleið barnanna í Vogabyggð til og frá skóla. Það er áætluð göngubrú yfir Sæbraut en hún kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi í apríl,“ segir Marta sem bendir á að það dugi skammt nú þegar skólastarf er hafið og skammdegið að bresta á. Mikilvægt sé að bregðast við sem allra fyrst í stað þess að bíða eftir lausn. Hún segir umrædda lausn henta vel þar sem ekki þurfi að ráðast í skipulagsbreytingu til að framkvæma hana. Lausnin sé jafnframt ódýr og fljótleg. Íbúar daprir og vonlausir „Við leggjum til að það verði farið í snjallljósastýringu á þessum gatnamótum. Þetta snýst um það að það er miðlæg tölva í kerfinu og þá er umferðin lesin. Það er myndavél sem gerir það og tölvan greinir þetta og hún getur greint hvort það komi gangandi eða hjólandi að gatnamótunum og passar upp á það að þeir komist yfir á grænu ljósi,“ segir Björn. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir því hve skammur tími gefst á gatnamótunum til að komast yfir götuna en á gatnamótunum er notast við klukku sem gefur fimmtán sekúndur til að komast yfir. Nær ómögulegt sé að komast yfir með börn meðferðis í tæka tíð að sögn foreldra. „Íbúar eru frekar daprir yfir þessu öllu saman og mjög vonlausir. Þeir eru búnir að senda inn ábendingar og fá engin svör frá borgarstjórn,“ segir Björn. Marta bætir við að það sé sláandi að sjá það ófremdarástand sem ríkir við þessi gatnamót og í hverfinu þegar það kemur að umferðaröryggi. Þau vonast til þess að meirihluti borgarstjórnar taki tillöguna til greina og bregðist við ástandinu.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira