Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2024 07:31 Martin í landsleik með Íslandi gegn Tyrklandi Vísir/Getty Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld. Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld.
Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira