Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:31 Pavel Ermolinskij ætlar að gaza í kvöld á Stöð 2 BD. Stöð 2 Sport „Maður er ekkert vanur að vera með svona mikla pressu á sér í fjórða leik á Íslandsmótinu,“ segir Helgi Már Magnússon um Gaz-leik kvöldsins, þar sem stigalausir Álftnesingar sækja KR heim í Bónus-deildinni í körfubolta. Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira