Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2024 07:03 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Ökumenn þurfa í sumum tilfellum að greiða hátt í helmingi hærra gjald en ella ef þeir vilja fá ökuskírteini sitt á plasti eftir áramót. Gjald á útgáfu stafrænna ökuskírteina verður aftur á móti óbreytt. Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október. Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október.
Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira