„Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2024 08:01 Einar Örn og Erin Boggs sem standa að sýningunni. Á myndina vantar Kaktus Einarsson. vísir/vilhelm Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. Einar Örn stendur, ásamt með þeim Erin Boggs og Kaktusi Einarssyni, fyrir sýningu í Listamönnum Skúlagötu 32 sem opnar nú á laugardaginn. Þetta er sýning þar sem saman þættast ljóð, myndlist og tónlist. „Ég hef verið undanfarin tíu ár að virkja myndlistina hjá mér og unnið markvisst í myndlist. Þetta hefur blundað í mér og er að vakna.“ Frá upphafi hugsað sem ein heild Í þessu tiltekna verkefni er Einar að teikna við ljóð sem Erin skrifar. „Já, í staðinn fyrir að skálda upp eitthvað sjálfur. Ég nota sem útgangspunkt hennar ljóð. Hún er útlendingur sem sér Ísland með útlenskum augum, gests augum og athyglisvert fyrir mig að lesa ljóðin hennar. Og sjá hvað gerist hjá mér þegar ég teikna við. Mínar teikningar eru í raun og veru svar við því sem hún sér. Af því að ég er innfæddur,“ útskýrir Einar Örn. Hann fæddist reyndar í Danmörku en það skiptir ekki máli. Bókin er hin veglegasta og hér getur að líta dæmi úr henni. „Það sem hún sér er ég vanur að sjá. Hún sér Norðurljós, ég er því vanur, hún er ekki vön því að sjá tuttugu tíma af dagsbirtu á sólarhring, ég er vanur því…“ Einar þylur upp eitt og annað sem Erin upplifir en honum sjálfum og okkur Íslendingum hættir til að taka sem gefnum hlut. „Hún er útgangspunktur, svo kem ég með annað innlegg og þá myndast eitthvað. Svo kemur þriðja innleggið sem er hljóðmynd sem Kaktus Einarsson semur og þar með erum við komin með hringekju af orðum, mynd og hljóði sem myndar eina heild sem er ferðalag um Ísland.“ Kaktus? „Kaktus er íslenskur tónlistarmaður sem er … reyndar sonur minn. Það er bara staðreynd,“ segir Einar Örn. Gagnvirk sýning Bókin heitir Ferðalag um Ísland – Úr myrkri til birtu. Smekkleysa gefur út en það er Magnea Matthíasdóttir sem þýðir ljóðin yfir á íslensku úr ensku. Bókin er tvöföld, bæði á ensku og íslensku. Og vilji menn njóta hljóðheimsins einnig samhliða því sem bókinni er flett og hún lesin er hægt að skanna strikamerki og kalla fram tónlistina. Svo það sé sagt þá er þetta alveg hreint magnað dæmi. Einari Erni vefst tunga um tönn þegar hann er spurður ofureinlægrar spurningar: Er gaman að vera myndlistarmaður? Og svarið var óvænt, útúrspeisað og staðlað: Jú. vísir/vilhelm „Bókin er ekki listaverkabók, hún er verkefni,“ segir Einar Örn. Hann segir um konsept að ræða sem hafi ávallt verið hugsað sem heild. „Þetta var alltaf hugsað sem sýning sem er annað hvort túlkun á ljóðunum og svo geturðu tekið bókina með heim og þá stendur hún sér, þar eru sömu þættir og voru í sýningunni, eitthvað sem maður getur haldið áfram með í sínu tómi að njóta.“ Einar Örn segir þetta gagnvirka sýningu þar sem þau þræða sig í gegnum fyrirbæri eins og veður, landslag, menning og það sem hulið er. „Þessi fjögur element erum við að leika okkur með. Fyrir mig að vinna með kol er nýtt.“ Fara með sýninguna til Bandaríkjanna á næsta ári Einar Örn segir það nýtt fyrir sér að vinna með kolateikningar en hann hefur áður unnið með blek. „Það kemur öðruvísi myndlist frá mér en þegar ég vinn með eitthvað sem ég þekki alltof vel.“ Einar segir að Erin hafi haft frumkvæði að þessu verkefni. „Hún kom hingað til lands 2022 en hún hafði haft samband við mig í gegnum Instagram og spurt mig hvort ég væri að fara að sýna? Já. Þetta var á sama tíma og Damon Albarn var að spila í Hörpu. Hún hafði þetta sem átyllu að koma. Hún kom til landsins og sá sýninguna mína. Annað sýnishorn úr bókinni góðu sem er býsna mikill pakki. Og varð svona líka upprifin af Íslandi. Hún kemur frá Bandaríkjunum og kom svo aftur og nokkrum sinnum síðar. Hún hélt dagbók og var farin að skrifa ljóð um þessa upplifun sína að vera á Íslandi. Og spurði hvort ég væri til í að taka þátt í svona verkefni? Hún skrifaði þessi ljóð, sendi mér og ég byrjaði síðan að teikna.“ Þannig var þetta til komið og lá beint við að klára verkefnið með sýningu. „Svo erum við með þessa sýningu skipulagða í Columbus Ohio á næsta ári, í mars. Þá dettum við í sýningagírinn þar. Við getum sýnt sýninguna bæði á ensku og íslensku.“ Einari Erni finnst gaman að vera myndlistarmaður Erfitt getur reynst að flokka Einar Örn. Eins og áður sagði er hann einskonar holdtekja eða posterboy pönksins og á síðasta ári kom hljómsveit hans Purrkur Pillnikk saman og gerði allt brjálað? „Já. Sko, myndlistin er það sem ég geri. Það er minn starfi. Svo höfum við öll nokkra drauga að glíma við og það vildi svo til að Purrkur Pillnikk vaknaði upp en okkur tókst að kveða hann niður með tveimur tónleikum. Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá en í dag er ég myndlistarmaður.“ Einar Örn lætur ekki á neinu bera, eða reynir það þegar ofureinlægri spurningu er smellt í eyra hans: Er gaman að vera myndlistarmaður? „Já. Mér finnst voða gaman að teikna og vera að búa til myndlist. Þannig að það er … gaman.“ Einari vefst tunga um tönn. „Mér finnst ekkert gaman … jú, mér finnst þetta bara gaman. En ég hef alltaf verið svolítið á jaðrinum og þar líður mér vel. Ef fólki finnst gaman að myndlistinni þá er gaman hjá mér. Hingað til hef ég fengið góð viðbrögð við því sem ég er að gera og ég reyni að vera eins heiðarlegur og ég get í minni myndlist, ég er svona og reyni ekki að vera neitt öðruvísi.“ Kannski förum við bara að gefa út bækur. Einar Örn og Erin Boggs.vísir/vilhelm Þetta er varla sölusýning, þar sem til stendur að setja hana upp í Bandaríkjunum? „Jú. Þetta er sölusýning. Þeim sem kaupa myndir býðst að fá þær afhentar í apríl á næsta ári. Ef þeir vilja það ekki búum við til einhverja brú á milli. Sem skaðar ekki heildarupplifunina.“ Gerðu það sjálfur! Það verður að segjast eins og er að þetta er flottur pakki. Blaðamaður spyr enn eins og barn, hvort Smekkleysa hafi verið mikið í að gefa út bækur? Einar Örn heldur það nú. „Jájájá, við höfum gefið út bækur frá upphafi. Fyrstu ljóðabók Braga Ólafssonar, Miðnætursólborgina eftir Jóhamar, Völundarhúsið eftir Octavio Paz…“ Einar Örn þylur upp margar bækur sem Smekkleysa hefur gefið út. „Svo er Bragi að gefa út Innanríkið Alexíus, sem er fyrsta bindi æviminninga hans, sem er samt ekki æviminningar hans. Við erum að vekja upp eitthvað sem við höfum áður sinnt. Kannski viljum við bara vera í því að gefa út bækur.“ Endurvekja súrrealismann sem þið voruð tengdir við í upphafi? „Já, og bara – gerðu það sjálfur!“ Sem er einhvers konar tilbrigði við - það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir? „Já, og lætur mann ekki fá nokkurn frið.“ Tónlist Myndlist Ljóðlist Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Höfundatal Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Einar Örn stendur, ásamt með þeim Erin Boggs og Kaktusi Einarssyni, fyrir sýningu í Listamönnum Skúlagötu 32 sem opnar nú á laugardaginn. Þetta er sýning þar sem saman þættast ljóð, myndlist og tónlist. „Ég hef verið undanfarin tíu ár að virkja myndlistina hjá mér og unnið markvisst í myndlist. Þetta hefur blundað í mér og er að vakna.“ Frá upphafi hugsað sem ein heild Í þessu tiltekna verkefni er Einar að teikna við ljóð sem Erin skrifar. „Já, í staðinn fyrir að skálda upp eitthvað sjálfur. Ég nota sem útgangspunkt hennar ljóð. Hún er útlendingur sem sér Ísland með útlenskum augum, gests augum og athyglisvert fyrir mig að lesa ljóðin hennar. Og sjá hvað gerist hjá mér þegar ég teikna við. Mínar teikningar eru í raun og veru svar við því sem hún sér. Af því að ég er innfæddur,“ útskýrir Einar Örn. Hann fæddist reyndar í Danmörku en það skiptir ekki máli. Bókin er hin veglegasta og hér getur að líta dæmi úr henni. „Það sem hún sér er ég vanur að sjá. Hún sér Norðurljós, ég er því vanur, hún er ekki vön því að sjá tuttugu tíma af dagsbirtu á sólarhring, ég er vanur því…“ Einar þylur upp eitt og annað sem Erin upplifir en honum sjálfum og okkur Íslendingum hættir til að taka sem gefnum hlut. „Hún er útgangspunktur, svo kem ég með annað innlegg og þá myndast eitthvað. Svo kemur þriðja innleggið sem er hljóðmynd sem Kaktus Einarsson semur og þar með erum við komin með hringekju af orðum, mynd og hljóði sem myndar eina heild sem er ferðalag um Ísland.“ Kaktus? „Kaktus er íslenskur tónlistarmaður sem er … reyndar sonur minn. Það er bara staðreynd,“ segir Einar Örn. Gagnvirk sýning Bókin heitir Ferðalag um Ísland – Úr myrkri til birtu. Smekkleysa gefur út en það er Magnea Matthíasdóttir sem þýðir ljóðin yfir á íslensku úr ensku. Bókin er tvöföld, bæði á ensku og íslensku. Og vilji menn njóta hljóðheimsins einnig samhliða því sem bókinni er flett og hún lesin er hægt að skanna strikamerki og kalla fram tónlistina. Svo það sé sagt þá er þetta alveg hreint magnað dæmi. Einari Erni vefst tunga um tönn þegar hann er spurður ofureinlægrar spurningar: Er gaman að vera myndlistarmaður? Og svarið var óvænt, útúrspeisað og staðlað: Jú. vísir/vilhelm „Bókin er ekki listaverkabók, hún er verkefni,“ segir Einar Örn. Hann segir um konsept að ræða sem hafi ávallt verið hugsað sem heild. „Þetta var alltaf hugsað sem sýning sem er annað hvort túlkun á ljóðunum og svo geturðu tekið bókina með heim og þá stendur hún sér, þar eru sömu þættir og voru í sýningunni, eitthvað sem maður getur haldið áfram með í sínu tómi að njóta.“ Einar Örn segir þetta gagnvirka sýningu þar sem þau þræða sig í gegnum fyrirbæri eins og veður, landslag, menning og það sem hulið er. „Þessi fjögur element erum við að leika okkur með. Fyrir mig að vinna með kol er nýtt.“ Fara með sýninguna til Bandaríkjanna á næsta ári Einar Örn segir það nýtt fyrir sér að vinna með kolateikningar en hann hefur áður unnið með blek. „Það kemur öðruvísi myndlist frá mér en þegar ég vinn með eitthvað sem ég þekki alltof vel.“ Einar segir að Erin hafi haft frumkvæði að þessu verkefni. „Hún kom hingað til lands 2022 en hún hafði haft samband við mig í gegnum Instagram og spurt mig hvort ég væri að fara að sýna? Já. Þetta var á sama tíma og Damon Albarn var að spila í Hörpu. Hún hafði þetta sem átyllu að koma. Hún kom til landsins og sá sýninguna mína. Annað sýnishorn úr bókinni góðu sem er býsna mikill pakki. Og varð svona líka upprifin af Íslandi. Hún kemur frá Bandaríkjunum og kom svo aftur og nokkrum sinnum síðar. Hún hélt dagbók og var farin að skrifa ljóð um þessa upplifun sína að vera á Íslandi. Og spurði hvort ég væri til í að taka þátt í svona verkefni? Hún skrifaði þessi ljóð, sendi mér og ég byrjaði síðan að teikna.“ Þannig var þetta til komið og lá beint við að klára verkefnið með sýningu. „Svo erum við með þessa sýningu skipulagða í Columbus Ohio á næsta ári, í mars. Þá dettum við í sýningagírinn þar. Við getum sýnt sýninguna bæði á ensku og íslensku.“ Einari Erni finnst gaman að vera myndlistarmaður Erfitt getur reynst að flokka Einar Örn. Eins og áður sagði er hann einskonar holdtekja eða posterboy pönksins og á síðasta ári kom hljómsveit hans Purrkur Pillnikk saman og gerði allt brjálað? „Já. Sko, myndlistin er það sem ég geri. Það er minn starfi. Svo höfum við öll nokkra drauga að glíma við og það vildi svo til að Purrkur Pillnikk vaknaði upp en okkur tókst að kveða hann niður með tveimur tónleikum. Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá en í dag er ég myndlistarmaður.“ Einar Örn lætur ekki á neinu bera, eða reynir það þegar ofureinlægri spurningu er smellt í eyra hans: Er gaman að vera myndlistarmaður? „Já. Mér finnst voða gaman að teikna og vera að búa til myndlist. Þannig að það er … gaman.“ Einari vefst tunga um tönn. „Mér finnst ekkert gaman … jú, mér finnst þetta bara gaman. En ég hef alltaf verið svolítið á jaðrinum og þar líður mér vel. Ef fólki finnst gaman að myndlistinni þá er gaman hjá mér. Hingað til hef ég fengið góð viðbrögð við því sem ég er að gera og ég reyni að vera eins heiðarlegur og ég get í minni myndlist, ég er svona og reyni ekki að vera neitt öðruvísi.“ Kannski förum við bara að gefa út bækur. Einar Örn og Erin Boggs.vísir/vilhelm Þetta er varla sölusýning, þar sem til stendur að setja hana upp í Bandaríkjunum? „Jú. Þetta er sölusýning. Þeim sem kaupa myndir býðst að fá þær afhentar í apríl á næsta ári. Ef þeir vilja það ekki búum við til einhverja brú á milli. Sem skaðar ekki heildarupplifunina.“ Gerðu það sjálfur! Það verður að segjast eins og er að þetta er flottur pakki. Blaðamaður spyr enn eins og barn, hvort Smekkleysa hafi verið mikið í að gefa út bækur? Einar Örn heldur það nú. „Jájájá, við höfum gefið út bækur frá upphafi. Fyrstu ljóðabók Braga Ólafssonar, Miðnætursólborgina eftir Jóhamar, Völundarhúsið eftir Octavio Paz…“ Einar Örn þylur upp margar bækur sem Smekkleysa hefur gefið út. „Svo er Bragi að gefa út Innanríkið Alexíus, sem er fyrsta bindi æviminninga hans, sem er samt ekki æviminningar hans. Við erum að vekja upp eitthvað sem við höfum áður sinnt. Kannski viljum við bara vera í því að gefa út bækur.“ Endurvekja súrrealismann sem þið voruð tengdir við í upphafi? „Já, og bara – gerðu það sjálfur!“ Sem er einhvers konar tilbrigði við - það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir? „Já, og lætur mann ekki fá nokkurn frið.“
Tónlist Myndlist Ljóðlist Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Höfundatal Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira