Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar 2. nóvember 2024 13:33 Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Innflytjendamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun