„Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:23 Allir framboðslistar Sósíalistaflokksins voru samþykktir í öllum kjördæmum. Vilhelm/Golli Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira