Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun