Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun