Hitamet féll Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2024 19:01 Hlýnandi loftslag hefur áhrif á jökla landsins en Virkisjökull er einn þeirra en hann er skriðjökull í Vatnajökulsþjóðgarðinum. Vísir/Vilhelm Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum. Flestar hafa aurskriðurnar fallið á Vestfjörðum. Þó nokkrar á veginn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Vegurinn lokaðist um tíma eftir að stór skriða féll á hann á þriðjudaginn og hefur Vegagerðin staðið í ströngu við að hreinsa hann. Mikil hlýindi og úrkoma, sem hafa verið síðustu daga, eru nokkuð óvenjuleg á þessum árstíma. Það ásamt snjónum sem féll í október á norðanverðum Vestfjörðum á stóran þátt í skriðuföllunum þar sem leysingar ásamt úrkomu ýta undir skriðuföll. „Hitinn er alveg langt yfir meðallagi. Fjögur til fimm stig yfir meðallagi víðast hvar. Hlýjast á Norðurlandi og svo höfum verið að slá alveg fjölda hitameta, nóvemberhitameta, og núna síðast vorum við að slá sem sagt nóvemberhitametið fyrir landið allt núna í hádeginu þegar að hitinn mældist 23,8 stig á Kvískerjum. Þannig það er óvenjulegt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands. Kristín segir landsmenn geta búið sig undir að hitamet falli oftar yfir vetrartímann. „Fyrra hitametið frá nóvember var frá 1999. Þá fór hitinn yfir tuttugu stig í fyrsta skipti í nóvember og síðan þá, síðan 1999, hefur það gerst margoft yfir vetrartímann. Þannig að það náttúrulega er vísbending um að við ættum að eiga von á þessu oftar og oftar með hlýnandi loftslagi. Með hlýnandi veðurfari þá náttúrulega eykst hlutfall úrkomu sem fellur sem rigning en ekki snjór. Þá mættum við alveg búast við því að skriðuföll gætu aukist þá en snjóflóðunum myndi þá líklega fækka á móti.“ Áfram er skriðuhætta á vestanverðu landinu, sér í lagi Vestfjörðum. Draga á úr hættunni í nótt og á morgun. „Það á að kólna núna strax á morgun og spáir köldu í næstu viku áfram. Þannig að við erum að fara að sjá breytingar núna.“ Veður Ísafjarðarbær Bolungarvík Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 18:07 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. 7. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Innlent Fleiri fréttir Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Sjá meira
Flestar hafa aurskriðurnar fallið á Vestfjörðum. Þó nokkrar á veginn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Vegurinn lokaðist um tíma eftir að stór skriða féll á hann á þriðjudaginn og hefur Vegagerðin staðið í ströngu við að hreinsa hann. Mikil hlýindi og úrkoma, sem hafa verið síðustu daga, eru nokkuð óvenjuleg á þessum árstíma. Það ásamt snjónum sem féll í október á norðanverðum Vestfjörðum á stóran þátt í skriðuföllunum þar sem leysingar ásamt úrkomu ýta undir skriðuföll. „Hitinn er alveg langt yfir meðallagi. Fjögur til fimm stig yfir meðallagi víðast hvar. Hlýjast á Norðurlandi og svo höfum verið að slá alveg fjölda hitameta, nóvemberhitameta, og núna síðast vorum við að slá sem sagt nóvemberhitametið fyrir landið allt núna í hádeginu þegar að hitinn mældist 23,8 stig á Kvískerjum. Þannig það er óvenjulegt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands. Kristín segir landsmenn geta búið sig undir að hitamet falli oftar yfir vetrartímann. „Fyrra hitametið frá nóvember var frá 1999. Þá fór hitinn yfir tuttugu stig í fyrsta skipti í nóvember og síðan þá, síðan 1999, hefur það gerst margoft yfir vetrartímann. Þannig að það náttúrulega er vísbending um að við ættum að eiga von á þessu oftar og oftar með hlýnandi loftslagi. Með hlýnandi veðurfari þá náttúrulega eykst hlutfall úrkomu sem fellur sem rigning en ekki snjór. Þá mættum við alveg búast við því að skriðuföll gætu aukist þá en snjóflóðunum myndi þá líklega fækka á móti.“ Áfram er skriðuhætta á vestanverðu landinu, sér í lagi Vestfjörðum. Draga á úr hættunni í nótt og á morgun. „Það á að kólna núna strax á morgun og spáir köldu í næstu viku áfram. Þannig að við erum að fara að sjá breytingar núna.“
Veður Ísafjarðarbær Bolungarvík Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 18:07 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. 7. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Innlent Fleiri fréttir Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Sjá meira
„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46
Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 18:07
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40
Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. 7. nóvember 2024 15:13