Brenna líkin á nóttunni Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2024 10:44 Starfsemi bástofunnar í Öskjuhlíð hefur mikið verið til umræðu síðustu dagana. Aðsend Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“ Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar til fulltrúa foreldrafélags leikskólans Sólborgar sem fréttastofa hefur undir höndum. Segir að eftirlitið hafi samþykkt þá tilhögun til reynslu á meðan endurskoðunin stendur yfir. Foreldrar barna á leikskólanum, sem staðsettur er nærri bálstofunni, hafa síðustu misserin harðlega mótmælt starfsemi bálstofunnar vegna mengunarinnar sem af henni hlýst. Þegar líkbrennsla fer fram leggur svartan reyk frá bálstofunni, oft yfir leikskólalóðina þar sem börn eru að leik. Að neðan má sjá viðtal við Matthías Kormáksson, formann Foreldrafélags Sólborgar síðastliðinn föstudag, þar sem hann ræddi við fréttamann um starfsemi bálstofunnar. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafi einnig óskað eftir dagbrennslu þegar þeir þurfi á að halda, meðal annars þegar álag sé mikið. Heilbrigðiseftirlitið hafi samþykkt það að því tilkyldu að bálstofan leiti samþykkis hjá heilbrigðiseftirlitinu í hverju tilfelli fyrir sig og að þá yrði meðal annars tekið mið af veðuraðstæðum og vindátt hverju sinni. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að umrædd breyting á starfsháttum bálstofunnar hefjist sem fyrst. Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudaginn að endurskoðun myndi fara fram á starfsleyfi bálstofunnar þar sem að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Í frétt Vísis fyrr í vikunni sagði að slík endurskoðun gæti tekið margar vikur, en í bréfi heilbrigðiseftirlitsins segir að endurskoðun standi enn yfir og að stefnt væri að því að ljúka henni sem fyrst. Foreldrar með augun á strompinum Inntur eftir viðbrögðum foreldra segir Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags Sólborgar: „Við fögnum þessum áfanga en leggjum áherslu á að enn vantar tímalínu á innleiðingu næturbrennslunnar. Á meðan verða augu okkar foreldra á strompinum.“
Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Leikskólar Skóla- og menntamál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01 Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. 13. nóvember 2024 10:01
Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8. nóvember 2024 14:55