Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar 15. nóvember 2024 15:01 Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun