Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 09:15 Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Börn og uppeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun