Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 21:28 Jóhannes Berg Andrason átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Olís-deild karla í handbolta. FH pakkaði ÍR saman á útivelli, lokatölur 24-41. Þá vann KA heimasigur á Fjölni, HK lagði ÍBV í Kópavogi og Afturelding vann Gróttu á heimavelli. Valur gerði svo góða ferð í Hafnafjörð og vann góðan sigur á Haukum. FH lenti í engum vandræðum gegn ÍR og var sóknarleikur liðsins í öðrum gæðaflokki en hjá liði heimamanna. Birgir Már Birgisson fór fyrir gestunum og skoraði 9 af 41 marki FH-liðsins. Jóhannes Berg Andrason kom þar á eftir með 6 mörk. Í markinu vörðu þeir Daníel Freyr Andrésson (16) og Birkir Fannar Bragason (5) samtals 21 skot. Jökull Blöndal Björnsson skoraði 5 mörk í liði ÍR á meðan Ólafur Rafn Gíslason (13) og Alexander Ásgrímsson (5) vörðu 18 skot í markinu. Á Akureyru vann KA fjögurra marka sigur á Fjölni, lokatölur 27-23. Ott Varik var markahæstur hjá KA með 7 mörk. Þar á eftir kom Einar Rafn Eiðsson með 6 mörk. Í markinu varði Nicolai Horntvedt Kristensen 20 skot og var með 49 prósent markvörslu. Í liði Fjölnis skoraði Björgvin Páll Rúnarsson 7 mörk á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 15 skot í markinu. Í Kópavogi voru Eyjamenn í heimsókn. Voru gestirnir sendir stigalausir heim, lokatölur 32-24. Andri Þór Helgason og Ágúst Guðmundsson voru markahæstir hjá HK með 7 mörk hvor á meðan Jovan Kukobat varði 13 skot í markinu. Hjá Eyjamönnum voru Sigtryggur Daði Rúnarsson og Andri Erlingsson markahæstir með 6 mörk hvor. Í markinu vörðu Pavel Miskevich (9) og Petar Jokanovic (3) samtals 12 skot. Í Mosfellsbæ var Grótta í heimsókn og voru gestirnir þar einnig sendir stigalausir heim, lokatölur 32-28. Blær Hinriksson var markahæstur með 9 mörk í liði Aftureldingar á meðan Einar Baldvin Baldvinsson (11) og Brynjar Vignir Sigurjónsson (3) vörðu 14 skot í markinu. Gunnar Hrafn Pálsson var markahæstur hjá Gróttu með 7 mörk á meðan Hannes Pétur Hauksson varði 12 skot í markinu. Stöðuna í Olís-deild karla má finna á vef HSÍ. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
FH lenti í engum vandræðum gegn ÍR og var sóknarleikur liðsins í öðrum gæðaflokki en hjá liði heimamanna. Birgir Már Birgisson fór fyrir gestunum og skoraði 9 af 41 marki FH-liðsins. Jóhannes Berg Andrason kom þar á eftir með 6 mörk. Í markinu vörðu þeir Daníel Freyr Andrésson (16) og Birkir Fannar Bragason (5) samtals 21 skot. Jökull Blöndal Björnsson skoraði 5 mörk í liði ÍR á meðan Ólafur Rafn Gíslason (13) og Alexander Ásgrímsson (5) vörðu 18 skot í markinu. Á Akureyru vann KA fjögurra marka sigur á Fjölni, lokatölur 27-23. Ott Varik var markahæstur hjá KA með 7 mörk. Þar á eftir kom Einar Rafn Eiðsson með 6 mörk. Í markinu varði Nicolai Horntvedt Kristensen 20 skot og var með 49 prósent markvörslu. Í liði Fjölnis skoraði Björgvin Páll Rúnarsson 7 mörk á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 15 skot í markinu. Í Kópavogi voru Eyjamenn í heimsókn. Voru gestirnir sendir stigalausir heim, lokatölur 32-24. Andri Þór Helgason og Ágúst Guðmundsson voru markahæstir hjá HK með 7 mörk hvor á meðan Jovan Kukobat varði 13 skot í markinu. Hjá Eyjamönnum voru Sigtryggur Daði Rúnarsson og Andri Erlingsson markahæstir með 6 mörk hvor. Í markinu vörðu Pavel Miskevich (9) og Petar Jokanovic (3) samtals 12 skot. Í Mosfellsbæ var Grótta í heimsókn og voru gestirnir þar einnig sendir stigalausir heim, lokatölur 32-28. Blær Hinriksson var markahæstur með 9 mörk í liði Aftureldingar á meðan Einar Baldvin Baldvinsson (11) og Brynjar Vignir Sigurjónsson (3) vörðu 14 skot í markinu. Gunnar Hrafn Pálsson var markahæstur hjá Gróttu með 7 mörk á meðan Hannes Pétur Hauksson varði 12 skot í markinu. Stöðuna í Olís-deild karla má finna á vef HSÍ.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira