Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Umhverfismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun