Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir, Magnús Hilmar Helgason og Vignir Steinþór Halldórsson skrifa 25. nóvember 2024 11:22 Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun