Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 26. nóvember 2024 12:43 Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun