Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. desember 2024 07:02 Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun