Körfubolti

Kol­brún: Ég var ekki að fara að tapa í dag

Árni Jóhannsson skrifar
Kolbrún María Ármannsdóttir var frábær í kvöld. Lék á annarri löppinni í lok leiksins en lét það ekki á sig fá.
Kolbrún María Ármannsdóttir var frábær í kvöld. Lék á annarri löppinni í lok leiksins en lét það ekki á sig fá. Vísir / Pawel Cieslikiewicz

Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá var Kolbrún María Ármannsdóttir maður leiksins í sigri Stjörnunnar á Grindavík í kvöld. Hún böðlaðist áfram á annarri löppinni í lok leiksins og dró liðið sitt til sigurs.

Hvað skapaði sigurinn helst að hennar mati?

„Við héldum bara áfram. Vorum að fá mikið frá mörgum leikmönnum í kvöld og bara geggjaður liðssigur“

Stjarnan hefur fengið mörg stig á sig í vetur og var Kolbrún spurð að því hvort þetta hafi verið besti varnarleikur liðsins í vetur.

„Vörnin í fyrri hálfleik var ekki nógu góð og við rifum okkur upp í seinni hálfleik og þá varð vörnin mikið betri en í seinni hálfleik. Þannig að svarið er já og nei bara“, sagði Kolbrún og hló við.

Kolbrún hefur verið að glíma við beinmar í hnéi síðan í landsleikjahléinu og lenti hún ansi illa þegar hún lenti og sneri upp á hnéið þegar um fimm mínútur voru eftir og staðan 60-61 fyrir Stjörnuna. Hún kom þó aftur inn á en blaðamaður hélt að leik hennar væri lokið í kvöld. Hvar fann hún kraftinn til að draga liðið sitt áfram eins og hún gerði?

„Við verðum bara að vinna. Við höfum verið að tapa jöfnum leikjum í vetur og okkur vantaði sigur. Ég hugsaði bara að ég er ekki að fara að tapa þessum leik í dag.“

Hvað gefur svona sigur Stjörnunni?

„Hann gefur okkur virkilega mikið. Hann gefur okkur sjálfstraust. Við höfum verið að tapa jöfnum leikjum undanfarið þannig að þetta gefur okkur gífurlega mikið sjálfstraust.“


Tengdar fréttir

Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum

Stjarnan náði í sigur gegn Grindavík í mjög svo kaflaskiptum en æsispennandi leik. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska en á móti var leikurinn jafn og spennandi fram á lokamínútuna. Lokatölur 63-65 í leik sem hefði getað dottið hvoru megin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×