Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Innlent 10. apríl 2021 10:10
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. Innlent 10. apríl 2021 08:57
Enn ein sprungan opnaðist í nótt Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags. Innlent 10. apríl 2021 07:13
Nýjar sprungur gætu opnast án fyrirvara Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 9. apríl 2021 21:12
Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. Innlent 9. apríl 2021 20:30
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. Innlent 9. apríl 2021 12:54
Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. Innlent 9. apríl 2021 12:35
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Innlent 9. apríl 2021 11:40
Svona var upplýsingafundurinn um eldgosið Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga. Innlent 9. apríl 2021 10:14
Göngumennirnir komnir í leitirnar Göngumennirnir tveir sem týndust við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í kvöld eru komnir í leitirnar. Mennirnir komust af sjálfsdáðum niður af fjallinu og mættu þar björgunarsveitarfólki sem hafði verið að leita að þeim. Innlent 8. apríl 2021 23:35
Björgunarsveitir leita að tveimur göngumönnum við gosstöðvarnar Allar björgunarsveitir á suðvesturhorninu og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna tveggja göngumanna sem eru týndir á gossvæðinu við Geldingadali. Hjálparbeiðni barst frá göngumönnunum sjálfum rétt fyrir klukkan tíu og leit er hafin. Innlent 8. apríl 2021 22:12
Möguleiki á að sprunga opnist á gönguleiðinni Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun. Innlent 8. apríl 2021 21:03
„Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. Innlent 8. apríl 2021 17:49
Ískalt á gosstöðvunum og ekki í sóttkví Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins. Innlent 8. apríl 2021 17:31
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Innlent 8. apríl 2021 14:27
„Jökulkalt þarna upp frá og engar aðstæður til að stoppa“ Opnað var á aðgengi almennings að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í morgun en leiðindaveður hefur gert það að verkum að fáir hafa lagt í gönguna. Innlent 8. apríl 2021 13:09
Handóðu prjónararnir illa sviknir þegar Freysteinn birtist í skyrtunni einni á skjánum Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er heitasta prjónapeysumódel landsins. Lífið 8. apríl 2021 12:04
Opið en mikilvægt að fólk mæti vel búið til göngunnar Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga eru nú opnar almenningi að nýju en þar var opnað fyrir umferð klukkan sex í morgun eins og reynt er að gera alla jafna. Innlent 8. apríl 2021 06:37
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. Innlent 8. apríl 2021 06:20
Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. Innlent 7. apríl 2021 23:37
Rýma gossvæðið vegna gasmengunar Lögreglan á Suðurnesjum rýmir nú gossvæðið í Geldingadölum og nágrenni vegna mikillar gasmengunar. Allir þeir sem eru á svæðinu eru beðnir um að yfirgefa það sem fyrst. Innlent 7. apríl 2021 20:01
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Innlent 7. apríl 2021 14:41
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Innlent 7. apríl 2021 12:04
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Innlent 7. apríl 2021 11:19
500 milljónir í gosslóðir Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Skoðun 7. apríl 2021 10:01
Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. Innlent 7. apríl 2021 06:38
„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. Innlent 7. apríl 2021 01:06
Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Innlent 7. apríl 2021 00:43
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. Innlent 6. apríl 2021 22:19
Horfði á sprunguna opnast í Geldingadölum Hinn níu ára gamli Hugi Þór Snorrason var á göngu með afa sínum, Kristjáni Kristjánssyni, á gossvæðinu í gær þegar þeir heyrðu drunur og sáu skyndilega mikinn reyk koma upp úr jörðinni. Innlent 6. apríl 2021 20:01