Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp

Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum

Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum.

Innlent
Fréttamynd

Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Bretar viður­kenna Holodomor sem þjóðar­morð

Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu

Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sér­hags­munir í land­búnaði“

Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni

Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa tekið rúss­neskan bæ undir sína stjórn

Sam­tök hópa sem and­snúnir eru rúss­neskum yfir­völdum full­yrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rúss­neska bænum Kozinka sem stað­settur er í Bel­gor­od héraði skammt frá landa­mærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Gray­vor­on.

Erlent
Fréttamynd

Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök.

Erlent
Fréttamynd

Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur

Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí kominn til Japans

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Erlent