Flótti frá Kænugarði fyrir þjóðhátíðardaginn: „Bregðumst kröftuglega við hverri árás“ Margir flýja nú frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, vegna ótta við árás á borgina á þjóðhátíðardegi Úkraínu sem verður á morgun, 24 ágúst. Þann dag árið 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fjórum mánuðum fyrir fall Sovíetríkjanna. Erlent 23. ágúst 2022 16:41
Úkraínska fótboltadeildin snýr aftur í miðju stríði Allar keppnisíþróttir stöðvuðust í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar og þar á meðal fótboltadeildin. Úkraínustríðið stendur enn en Úkraínumenn ætla engu að síður að hefja nýtt fótboltatímabil í dag. Fótbolti 23. ágúst 2022 09:30
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. Erlent 22. ágúst 2022 22:00
Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. Erlent 22. ágúst 2022 12:18
Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Erlent 21. ágúst 2022 21:06
„Ég veit það hljómar fáránlega en mér finnst betra að vera í Kyiv en á Íslandi“ Listamaðurinn Óskar Hallgrímsson er kominn aftur heim til Kænugarðs í Úkraínu eftir að hafa verið á Íslandi í nokkrar vikur. Hann segir ferðalagið hafa verið langt en hann sé feginn að vera kominn aftur heim, þrátt fyrir stríð í landinu. Innlent 21. ágúst 2022 07:12
Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Erlent 20. ágúst 2022 23:53
Rússar og Úkraínumaður reyndu að brjótast inn í vopnaverksmiðju í Albaníu Tveir rússneskir ríkisborgarar og einn Úkraínumaður voru handteknir í vopnaverksmiðju í Gramsh í Albaníu í kvöld eftir að hafa reynt að brjótast þangað inn. Erlent 20. ágúst 2022 21:41
Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. Erlent 20. ágúst 2022 18:49
Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. Erlent 19. ágúst 2022 21:47
Indónesar staðfesta að hafa boðið bæði Pútín og Xi á fund G20 Ráðgjafi forseta Indónesíu segir Xi Jinping, forseta Kína, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta munu sækja ráðstefnu G20 ríkjanna á Bali í nóvember. Erlent 19. ágúst 2022 07:18
Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands. Erlent 18. ágúst 2022 21:04
Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu. Erlent 16. ágúst 2022 12:56
Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Erlent 16. ágúst 2022 11:17
Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Erlent 15. ágúst 2022 22:14
Úkraínumönnum hér á landi fjölgað um 564 prósent Alls voru 60.171 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 8. ágúst síðastliðinn. Þeim hefur fjölgað um 5.192 frá 1. desember síðastliðnum. Þar munar mestu um 1.588 úkraínumenn sem hér búa en það er fjölgun um 1.349 prósent frá 1. desember. Innlent 15. ágúst 2022 20:36
Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. Erlent 12. ágúst 2022 10:00
Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. Erlent 12. ágúst 2022 07:51
Tölvuárás á Fréttablaðið litin alvarlegum augum Blaðamannafélaga Íslands fordæmir tölvuárás sem gerð var á Fréttablaðið í morgun sem og tilraunir rússneska sendiráðsins til að hafa áhrif á fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af stríðinu í Úkraínu. Innlent 11. ágúst 2022 15:46
Netárás á vef Fréttablaðsins Netárás var gerð í morgun á vef Fréttablaðsins. Hótun barst ritstjórn blaðsins um að vefnum yrði lokað í kvöld verði hún ekki við beiðni um opinbera afsökun vegna myndar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Innlent 11. ágúst 2022 12:02
Segja Rússland vera hryðjuverkaríki Þingmenn Lettlands samþykktu í morgun ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og aðgerðir Rússa í Úkraínu væru tilraunir til þjóðarmorðs á úkraínsku þjóðinni. Þingmennirnir kölluðu eftir því að önnur ríki lýsi því einnig yfir að Rússland sé hryðjuverkaríki. Erlent 11. ágúst 2022 11:29
Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. Innlent 11. ágúst 2022 11:19
Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Að minnsta kosti átta rússneskar herflugvélar virðast hafa skemmst eða eyðilagst í sprengingum sem urðu á Saky herstöðinni á Krímskaga á þriðjudag, ef marka má nýjar gervihnattamyndir af herstöðinni. Erlent 11. ágúst 2022 07:23
Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. Innlent 10. ágúst 2022 20:05
Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. Erlent 10. ágúst 2022 18:02
Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. Viðskipti erlent 10. ágúst 2022 14:34
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. Erlent 10. ágúst 2022 13:23
Kænugarður vígður við rússneska sendiráðið Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu. Innlent 10. ágúst 2022 12:05
Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. Erlent 10. ágúst 2022 07:50
Allt að áttatíu þúsund hermenn sagðir fallnir eða særðir Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í innrás Rússa í Úkraínu. Innrásin hófst þann 24. febrúar en Bandaríkjamenn lýsa átökunum sem þeim erfiðustu fyrir Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 9. ágúst 2022 14:55