Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu á við alla íbúa Króatíu Í dag náði fjöldi flóttamanna frá Úkraínu að fara yfir fjórar milljónir eða sem samsvarar öllum íbúum Króatíu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag treystir ekki yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir ganga vel að afvopna Rússa. Erlent 30. mars 2022 19:21
Flugu vísvitandi inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn Rússneskar orrustuþotur sem flogið var inn í lofthelgi Svíþjóðar í byrjun mánaðarins báru kjarnorkuvopn. Með þessu eru Rússar sagðir hafa viljað ógna Svíum en um þetta leyti var verið að tala um aukinn áhuga á NATO-aðild í Svíþjóð og Finnlandi. Erlent 30. mars 2022 16:49
Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Erlent 30. mars 2022 16:25
Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Erlent 30. mars 2022 15:47
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. Innlent 30. mars 2022 15:35
Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. Erlent 30. mars 2022 11:51
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. Erlent 30. mars 2022 11:40
Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Erlent 30. mars 2022 11:03
Helmingur allra þungana án ásetnings Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur. Heimsmarkmiðin 30. mars 2022 10:56
Ólafur Ragnar á hrós skilið Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Skoðun 30. mars 2022 09:00
Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. Erlent 30. mars 2022 08:55
Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Erlent 30. mars 2022 07:37
Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Erlent 29. mars 2022 23:31
Fyrstu raunhæfu skrefin stigin í átt til friðar í Úkraínu Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist. Erlent 29. mars 2022 20:01
Segir skoðun Steinunnar Ólínu um flóttafólk byggða á forréttindum Jasmina Vajzovic Crnac, yfirmaður alþjóðateymis velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir yfirlýsingar Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu um dvöl úkraínskra flóttamanna á Bifröst byggðar á forréttindablindu. Jasmina kom sjálf til Íslands sem flóttamaður þegar hún var barn og segir flóttamenn ekki hugsa um að komast á kaffihús þegar þeir flýja stríð. Innlent 29. mars 2022 16:48
Vaktin: Allt að 75 prósent herafla Rússlands sagður taka þátt í innrásinni Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Atlantshafsbandalagið hafa ýtt Rússlandi út í horn með þenslustefnu sinni. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda væru á við stríðsyfirlýsingu gegn Rússum. Erlent 29. mars 2022 15:30
Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. Erlent 29. mars 2022 13:14
Friðarviðræður báru engan árangur og óljóst hvort haldið verði áfram á morgun Friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi stóðu stutt í morgun. Þar var möguleikinn á vopnahléi ræddur og öryggistryggingar Úkraínu ræddar. Ekkert kom út úr fundinum og er óljóst hvort sendinefndir landanna haldi áfram að funda á morgun. Erlent 29. mars 2022 12:00
Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. Viðskipti innlent 29. mars 2022 11:45
Um stríð og frið Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis? Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við vorum eina ríkið (sér í lagi innan NATO) , sem andmæltum afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu þeirra. Skoðun 29. mars 2022 11:01
UN Women styður jaðarsettustu hópa Úkraínu Úkraínsku félagasamtökin Club Eney eru meðal þeirra sem hlotið hafa fjárstuðning frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women). Heimsmarkmiðin 29. mars 2022 10:10
„Það er enginn að hugsa um að nota... um, einu sinni hugmyndina um að nota kjarnorkuvopn“ Það er enginn að hugsa um að beita kjarnorkuvopnum, sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, í viðtali við PBS í gær. Stjórnvöld hefðu aðeins viljað vara önnur ríki við afskiptum af átökunum í Úkraínu. Erlent 29. mars 2022 06:19
Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. Erlent 28. mars 2022 23:17
Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín. Erlent 28. mars 2022 21:52
Tekur ummælin um Pútín ekki til baka Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda. Erlent 28. mars 2022 20:30
Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Erlent 28. mars 2022 17:00
Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna. Erlent 28. mars 2022 16:52
Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. Innlent 28. mars 2022 15:35
Sameinuðu þjóðirnar kanna alvarleg mannréttindabrot og stríðsglæpi í Úkraínu Fimmtíu manna mannréttindasveit Sameinuðu þjóðanna safnar nú upplýsingum um mannréttindabrot í átökum í Úkraínu. Heimsmarkmiðin 28. mars 2022 14:00
Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Erlent 28. mars 2022 11:54