Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Rússar áfrýja keppnisbanni FIFA og UEFA

Rússneska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja ákvörðun FIFA og UEFA um að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í keppnum á vegum sambandanna til gerðardóms íþróttamála.

Fótbolti
Fréttamynd

Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr

Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankastjóri: Ekki ólíklegt að stríðið hafi dómínóáhrif eins og farsóttin

Ísland verður ekki fyrir jafn beinum efnahagsáhrifum af Úkraínustríðinu og aðrar Evrópuþjóðir að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Hann óttast þó áhrif olíuverðshækkana á íslenska ferðaþjónustu og ófyrirséð dómínóáhrif sem stríðið gæti hrundið af stað. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóri á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa

Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða

Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hafa náð Kherson á sitt vald

Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir.

Erlent
Fréttamynd

Syngja fyrir Úkraínu

Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti

Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar.

Innlent
Fréttamynd

Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni

Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks

Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 

Innlent
Fréttamynd

Versti dagur stríðsins hingað til

Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 

Erlent