Mourinho fær bann og sekt Jose Mourinho hefur verið fundinn sekur um lygar af evrópska knattspyrnusambandinu og fær fyrir vikið tveggja leikja bann og tæplega 9000 punda sekt. Sport 31. mars 2005 00:01
Oliver Kahn vill ná þrennunni Oliver Kahn, landsliðsmarkvörður Þjóðverja, er sannfærður um að lið sitt, Bayern Munchen, muni vinna þrjá titla á tímabilinu. Sport 30. mars 2005 00:01
Mourinho dregur orð sín til baka Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sem hefur verið ákærður fyrir munnsöfnuð og dylgjur í garð Anders Frisks, dómara frá Svíþjóð, eftir leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni í knattspyrnu, hefur dregið orð sín til baka og segist ekki hafa séð Frisk dómara ræða við Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, í leikhléi í fyrri viðureign liðanna. Sport 29. mars 2005 00:01
Komu óorði á knattspyrnuna Knattspyrnusamband Evrópu hefur kúvent í afstöðu til Chelsea og ákveðið að ákæra Jose Mourinho, stjóra félagsins, Steven Clarke aðstoðarstjóra og Les Miles, yfirmann öryggismála hjá Chelsea, fyrir að koma „óorði á knattspyrnuna“, eins og það er orðað. Sport 21. mars 2005 00:01
Adriano ekki með gegn AC Milan? Ólíkegt þykir að brasilíski sóknarmaðurinn Adriano getir leikið með liði sínu, Inter Milan er það mætir nágrannaliðinu AC Milan í 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sport 21. mars 2005 00:01
Seldist upp á 90 mínútum 59 þúsund aðgöngumiðar á leik Bayern Munchen og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 12. apríl nk. seldust upp á 90 mínútum. Þá hurfu 3000 aðgöngumiðar á fyrri leik liðanna á Stamford Bridge, sem stuðningsmenn Bæjara höfðu aðgang að, eins og dögg fyrir sólu. Sport 21. mars 2005 00:01
Eiður Smári mætir Bæjurum Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Sport 18. mars 2005 00:01
Liverpool tekst á við Juventus Liverpool mætir Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss í morgun. Þá mætir Chelsea Bayern München og Mílanóliðin AC Milan og Inter berjast um sæti í undanúrslitum. Loks mætir franska liðið Lyon hollenska liðinu PSV Einhoven. Fyrri leikir liðanna fara fram 5. og 6. apríl en þeir síðari viku síðar. Sport 18. mars 2005 00:01
Ronaldo og Tacchinardi dæmdir Miðjumaðurinn sterki hjá Juventus, Alessio Tacchinardi, og Ronaldo hjá Real Madrid voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann af Uefa fyrir rauðu spjöldin sem þeir fengu í viðureignum liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku. Sport 17. mars 2005 00:01
Dregið í Meistaradeildinni í dag Dregið verður í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag en athygli vakti að Arsenal og Manchester United duttu út í 16-liða úrslitum á meðan Chelsea og Liverpool tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt í keppninni. Sport 17. mars 2005 00:01
Inter yfir gegn Evrópumeisturunum Inter Milan frá Ítalíu er komið yfir gegn Evrópumeisturum Porto, 1-0, í síðari leik liðann í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 19.45. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Adriano strax á 6. mínútu með skoti innan úr vítateig en boltinn hafði viðkomu af Ricardo Costa í vörn gestanna. Sport 15. mars 2005 00:01
Inter og Porto eigast við í kvöld Í kvöld mætast Inter Milan og Porto í síðari leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn en hann hefst klukkan 19.45. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal 23. febrúar. Sport 15. mars 2005 00:01
Adriano með þrennu og Inter áfram Inter Milan frá Ítalíu er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Evrópumeisturum Porto í síðari leik liðann í 16 liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn Adriano skoraði öll mörk heimamanna. Sport 15. mars 2005 00:01
Beckham veðjar á Chelsea David Beckham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins hallast að því að Chelsea vinni meistaradeildina í ár. Hann segir að liðinu hafi tekist að slípast fyrr saman en nokkur átti von á og hrósar Jose Mourinho öðrum fremur fyrir velgengni liðsins í tímabilinu. Sport 15. mars 2005 00:01
Inter 2-1 yfir gegn Porto Inter Milan frá Ítalíu er 2-1 yfir gegn Evrópumeisturum Porto í síðari leik liðann í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 19.45. Brasilíumaðurinn Adriano hefur skorað bæði mörk heimamanna. Sport 15. mars 2005 00:01
Mourinho er óvinur fótboltans Formaður dómaranefndar UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, Volker Roth, segir að það sé þjálfurum óbeint um að kenna þegar upp koma mál eins og það sem þvingaði Anders Frisk til að hætta dæmgæslu alfarið. Roth skellir skuldinni alfarið á Jose Mourinho þjálfara Chelsea og kallar hann "óvin fótboltans". Sport 13. mars 2005 00:01
Pizarro vill ekki mæta Chelsea Landsliðsmaður Perú og framherji Bayern Munchen, Claudio Pizarro, sagði í dag að hann vildi ekki mæta Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en dregið verður á föstudaginn eftir viku. Sport 12. mars 2005 00:01
Makalele með fæturna á jörðinni Claude Makalele, miðjumaður Chelsea, er með fæturna á jörðinni þrátt fyrir að liðið hafi yfirstigið þá hindrun sem Barcelona var í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Sport 11. mars 2005 00:01
Menn eru hræddir, segir Garcia Luis Garcia, sóknarmaður Liverpool, segir að andstæðingar þeirra séu hræddir við liðið úr Bítlaborginni eftir vasklega framgöngu þess í Meistaradeildinni í vikunni. Sport 11. mars 2005 00:01
Crespo fékk símtal frá Mourinho Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er á lánssamningi hjá AC Milan frá Chelsea, staðfesti í gær að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefði hringt í sig og óskað honum til hamingju með mörkin gegn Manchester United en Crespo tryggði Milan sigur með marki í báðum leikjum gegn United og tryggði liðinu þar með sæti í 8-liða úrslitum. Sport 10. mars 2005 00:01
Gott fyrir stuðningsmennina Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður að leikslokum er lið hans lagði Leverkusen að velli í annað sinn og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Sport 10. mars 2005 00:01
Börsungar tapsárir Leikmenn Barcelona eru í sárum eftir tapið á Stanford Bridge í gær og Samuel Eto´o fór fyrir sínum mönnum í yfirlýsingunum eftir leikinn sem áður. Sport 9. mars 2005 00:01
Heitt í kolunum á Stamford Bridge Nokkur hiti var í mönnum eftir leik Chelsea og Barcelona í gær. Sport 9. mars 2005 00:01
Framlengt hjá Juve og Real Nú er framlenging í leik Juventus og Real Madrid, en staðan eftir 90 mínútur er 1-0 Juve í vil og 1-1 samanlagt úr leikunum tveimur. Það var Frakkinn David Trezeguet sem skoraði mark Juve fimmtán mínútum fyrir leikslok. Sport 9. mars 2005 00:01
Liverpool fór létt með Leverkusen Enska stórliðið Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Bayer Leverkusen á BayArena í kvöld og sigruðu mjög verðskuldað 1-3 og 6-2 samanlagt. Luis Garcia kom gestunum í 2-0 í fyrri hálfleik og Milan Baros skoraði þriðja markið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og leikurinn í raun búinn. Sport 9. mars 2005 00:01
Henry afsalar sér ábyrgð Franski snillingurinn Thierry Henry hefur gefið það út að það séu fleiri menn en hann í Arsenal liðinu og að hann verði ekki einn dreginn til ábyrgðar ef illa fer gegn Leverkusen í kvöld. Sport 9. mars 2005 00:01
Ferguson hrósar Milan Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var auðmjúkur eftir tap sinna manna fyrir AC Milan á Ítalíu í gær. Sport 9. mars 2005 00:01
Dudek og Hamann byrja Rafael Benitez hefur gert þrjár breytingar á liði sínu, sem mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í kvöld, frá því í tapleiknum gegn Newcastle á laugardaginn. Sport 9. mars 2005 00:01
Mourinho fagnaði Jose Mourinho fagnaði sigri Chelsea á Barcelona í gær með meiri tilþrifum en þegar hann vann sjálfan úrslitaleikinn með Porto í fyrra Sport 9. mars 2005 00:01
Owen á bekknum hjá Real gegn Juve Michael Owen er á varamannabekknum í kvöld er Real Madrid sækir Juventus heim á Stadio Delle Alpi í Meistaradeild Evrópu í kvöld.Thomas Gravesen og David Beckham eru í byrjunarliðinu ásamt snillingum eins og Luis Figo og Zinedine Zidane. Sport 9. mars 2005 00:01