Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Bandaríski leikarinn Armie Hammer, sem lét sig hverfa fyrir þremur árum eftir ásakanir um nauðgun og mannátsóra, er snúinn aftur í sviðsljósið. Hammer greindi frá því í nýju hlaðvarpi sínu að hann hefði fengið ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá móður sinni. Lífið 12. nóvember 2024 22:22
Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt. Menning 12. nóvember 2024 19:50
Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Stikla fyrir fjórðu kvikmyndina um Bridget Jones var að birtast á YouTube. Lífið 12. nóvember 2024 18:01
Allt fyrir listina Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Skoðun 12. nóvember 2024 16:33
Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. Bíó og sjónvarp 12. nóvember 2024 16:01
Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Birgitta Haukdal ásamt Ljónsa frá Þjóðleikhúsinu, Sylvíu systur sinni og Sögu Júlíu dóttur sinni, fylltu Smáralindina af gestum um helgina þegar þau tróðu þar upp með skemmtidagskrá og kynningu á nýjum bókum. Lífið samstarf 12. nóvember 2024 14:03
„Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ „Fólk er búið að taka mjög vel í þetta,“ segir rapparinn og listamaðurinn Brynjar Logi, betur þekktur sem Yung Nigo Drippin. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og hefur heldur betur verið virkur í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Blaðamaður ræddi við Brynjar um nýja EP plötu og stór framtíðarplön. Tónlist 12. nóvember 2024 13:03
Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Það var líf og fjör síðastliðið laugardagskvöld á Roof barnum á hótelinu Reykjavik Edition þegar breska danstónlistartvíeykið Joy Anonymous tróð upp. Margt var um manninn og samkvæmt fréttatilkynningu var kvöldið magnað í alla staði. Lífið 12. nóvember 2024 11:33
Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Tónleikar Emilíönu Torrini í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið byrjuðu ekki vel. Upphitunin var í höndunum á finnska raftónlistarmanninum Jakko Eino Halevi; afhverju veit ég ekki. Kannski var það vegna þess að tónleikarnir voru svokallaðir „IA 24 partner event“, þ.e. tengdir Iceland Airwaves. Allir vita að það eru ekki alltaf jólin þar á bæ. Gagnrýni 12. nóvember 2024 07:01
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin. Lífið 11. nóvember 2024 23:52
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Paul Simon og Art Garfunkel sem saman mynda þjóðlagadúettinn ódauðlega Simon og Garfunkel hafa náð sáttum. Lífið 11. nóvember 2024 22:36
Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Leikfangaframleiðandinn Mattel hefur beðist afsökunar á að hafa sett hlekk að klámsíðu á umbúðir á nýjum dúkkum fyrirtækins. Lífið 11. nóvember 2024 19:34
„Gæsahúð, án gríns“ Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Innlent 11. nóvember 2024 19:02
Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Skáldsagan Múffa eftir Jónas Reyni Gunnarsson er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka Sif Stefánsdóttir segir þetta um bókina. Lífið samstarf 11. nóvember 2024 13:52
Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar tónlistarkonan ástsæla Emilíana Torrini hélt tvenna tónleika við mikinn fögnuð. Fólk kepptist um að næla sér í miða en það varð fljótt uppselt. Tónlist 11. nóvember 2024 12:32
Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Stórstjarnan Laufey Lín átti viðburðaríkan sunnudag. Hún skellti sér á körfuboltaleik með Los Angeles Lakers, fór á forsýningu á kvikmyndinni Wicked og hékk með Ariönu Grande. Tónlist 11. nóvember 2024 09:32
Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Konur klæddar gömlum flugfreyjubúningum Loftleiða tóku á móti gestum útgáfuhófs ljósmyndabókar um Loftleiðasöguna, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson gefur út í samvinnu við Sögufélag Loftleiða. Útkomu bókarinnar var fagnað síðdegis í gær, sunnudag, og að sjálfsögðu á Loftleiðahótelinu. Lífið 11. nóvember 2024 09:02
Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið lagt niður. Ýmsir erfiðleikar höfðu áhrif á starfsemina. Flestir meðlimir félagsins hafa gengið í raðir annarra leikfélaga. Menning 10. nóvember 2024 18:42
Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson og kvikmyndaframleiðandinn Heather Millard voru verðlaunuð á Norrænum kvikmyndadögum í þýsku borginni Lübeck fyrir kvikmyndina Ljósbrot og stuttmyndina O (Hringur). Lífið 10. nóvember 2024 07:54
Nammimaðurinn er allur Bandaríski leikarinn Tony Todd er látinn, 69 ára að aldri. Todd er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Nammimaðurinn í hryllingsmyndunum Candyman. Lífið 9. nóvember 2024 15:02
Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar „Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima,“ segir ævintýrakonan og listakonan Vigdís Erla Guttormsdóttir. Vigdís hefur verið búsett í Berlín síðastliðin ellefu ár og fluttist fyrst erlendis ein síns liðs sextán ára gömul. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti, hvatvísi, ástarsorg og sköpunargleði og margt fleira. Lífið 9. nóvember 2024 07:01
Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Tilnefningar fyrir Grammy-verðlaunin árið 2025 liggja fyrir. Beyoncé er fær 11 tilnefningar fyrir plötuna Cowboy Carter og er þar með sá tónlistarmaður sem hefur fengið flest Grammy-verðlaun, eða 99 samtals. Lífið 8. nóvember 2024 18:00
Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna sem er enn ein rósin í hnappagat píanistans margverðlaunaða sem þekkir þó vel tilfinninguna að henda tilbúinni sigurræðu í ruslið. Menning 8. nóvember 2024 17:14
Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson. Menning 8. nóvember 2024 14:01
Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Aldrei aftur vinnukona er þriðja bókin þar sem Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir fylgir eftir sögu formæðra sinna fyrr á öldum. Jana Hjörvar fjallar um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn og hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 8. nóvember 2024 10:19
Villi Valli fallinn frá Villi Valli – Vilberg Valdal Vilbergsson, nikkari og rakari er fallinn frá. Hann náði 94 ára aldri. Villi Valli var alla sína tíð mikilvægur þáttur í tónlistarlífi Vestfjarða. Innlent 8. nóvember 2024 10:18
Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir, Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali. Lífið 8. nóvember 2024 08:01
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. Lífið 7. nóvember 2024 20:03
Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Margrét Arnar harmonikkuspilari með meiru hefur sett af stað söfnun svo hún geti keypt sér harmonikku sem hún fann eftir rúmlega tíu ára leit í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi á Ítalíu í fyrra. Margrét hefur spilað á harmonikku síðan hún var sjö ára og segir hljóðfærið algjörlega einstakt. Tónlist 7. nóvember 2024 16:02
Höfundar lesa upp í beinni Verið velkomin á fyrsta Bókakonfekt ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39. Hægt er að fylgjast með upplestrinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Lífið samstarf 7. nóvember 2024 13:00