Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, gosið og grín

Gleðigangan fyllti samfélagsmiðla af ást, gleði og fjölbreytileika um helgina. Gosið sýndi sínar bestu hliðar og virtust margir leggja leið sína að því þrátt fyrir orð Víðis um að æða ekki upp á fjall. Grínið var líka áberandi þar sem Ari Eldjárn fór aftur af stað með uppistandið sitt í Edinborg og einnig fjölgaði í grínistum landsins.  

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Þjóðhátíð, ástin og brjóstagjöf

Stjörnulífið þessa vikuna náði hápunkti um helgina þar sem Íslendingar skemmtu sér um land allt á fjölbreyttan hátt í tilefni Verslunarmannahelgarinnar. Klara Elias samdi og flutti Þjóðhátíðarlagið í ár sem hefur slegið í gegn og Magnús Kjartan Eyjólfsson kom sá og sigraði í brekkusöngnum. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Brúðkaup, boltinn og folar

Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna en brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái ásamt „babymoon“ á Spáni, folum í sveitinni og listafólk landsins í skemmtilegum ferðum. Þar að auki eru stelpurnar okkar sáttar eftir að hafa gefið sig allar í EM keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum

Þó svo að sólin hafi kannski ekki látið fara mikið fyrir sér í síðustu viku skinu stjörnurnar skært enda nóg um að vera. Sumarið er tími allskyns fögnuða og ferðalaga og má segja að ástin og ævintýrin hafi svo sannarlega svifið yfir vötnum þessa vikuna.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Hégóminn er harður húsbóndi“

Vikan var full af útihátíðum, ferðalögum og notalegum stundum en innihélt einnig dass af hégóma frá kónginum sjálfum. Dómararnir fyrir Idolið eru á fullu að undirbúa sig fyrir haustið og stelpurnar okkar eru á vellinum að hita upp fyrir EM.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Löng helgi, trúlofanir og allir að njóta

Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Bubbi fagnaði afmælinu sínu, listamenn héldu tónleika, margir skelltu sér í hlaup, börnin völdu sitt uppáhalds fólk og Íslendingarnir voru líka duglegir að ferðast.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Kosningar, Eurovision og tónleikahald

Það var nóg um að vera þessa helgina þar sem sveitarstjórnarkosningar og Eurovision börðust um athygli landsmanna. Það var samt sem áður mikið um annarskonar skemmtanahald í gangi eins og tónleika, leikhússýningar og útlandaferðir.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Súkkulaði, sól og frumsýningar

Páskahelgin var yfirfull af súkkulaði og góðum samverustundum með fjölskyldu og vinum. Einhverjir skelltu sér í bústað eða jafnvel út fyrir landsteinana og flestir landsmenn fengu gott veður líka sem er einstaklega gott fyrir geðheilsuna.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Tenerife, Barbie og veisluhöld

Bleikt Barbie afmæli, tónleikar um land allt og Tenerife, ásamt fleiri skemmtilegum viðburðum, tóku yfir samfélagsmiðlana síðustu daga. Hér er farið yfir það helsta af miðlum þekktra Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Kúbulífið: Bónorð, bleikir bílar og sól

Fyrr í vikunni fór í loftið full vél frá Icelandair af Íslendingum sem héldu til Kúbu að fagna fimmtugs afmæli Guðjóns Más Guðjónssonar, eiganda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins OZ. Meðal gesta eru nokkrar af stærstu samfélagmiðlastjörnum Íslands sem hafa verið duglegar að deila myndum úr ferðinni.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Óvænt gæsun, Afríkuferð og rauð viðvörun

Febrúar er farinn af stað með hvelli, lægð gekk yfir landið og metfjöldi í smittölunum í þessari viku. Þetta var stór vika hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, en hún afhjúpaði leyniverkefnið sitt í vikunni, sem er þáttaröðin Fávitar sem fara í sýningu hjá okkur á Stöð 2+ þann 16. febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Ég tek hatt minn ofan og nær öll föt líka“

Breytingar á samkomutakmörkunum glöddu marga um helgina og iðaði miðbærinn af lífi. Bankastræti Club var til dæmis troðfullur af fólki og er ljóst að margir hafa saknað djammsins. Birgitta Líf eigandi staðarins var auðvitað sjálf á staðnum, nýkominn úr skíðaferð í Ölpunum. 

Lífið