Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Haustinu fagnað með tón­leikum á Kaffi Flóru

Önnur tónleikaröð Kaffi Flóru í Laugardalnum í tilefni haustsins hefst í dag þegar Hipsumhaps stígur á svið. Eigandi kaffihússins segir Kaffi Flóru bjóða upp á einstaka stemningu þar sem blóm umlykja tónleikagesti á meðan tónleikum stendur.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta var full­komið og auð­vitað sagði ég já“

Alexandra Friðfinnsdóttir átti ógleymanlega stund á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest þegar kærastinn hennar Magnús Jóhann fór á skeljarnar. Hjúin eru miklir tónlistarunnendur og fékk Magnús eina af þeirra uppáhalds hljómsveitum í lið með honum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa einstöku trúlofun.

Lífið
Fréttamynd

Ný­dönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar

Fimmtudaginn 15. ágúst hélt Tónlistarmiðstöð athöfn til að heiðra styrkhafa seinni úthlutunar Tónlistarsjóðs 2024 en þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr öllum deildum nýs Tónlistarsjóðs. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig.

Tónlist
Fréttamynd

For­stöðu­maðurinn fannst í Salnum

Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann hefur starfað hjá Salnum frá árinu 2022. Tæpt ár er síðan forstöðumaður Salarins til tólf ára lét af störfum og gagnrýndi áhugaleysi meirihlutans í bæjarfélaginu á starfseminni.

Menning
Fréttamynd

„Ég á mjög auð­velt með að standa með þessu öllu saman“

„Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að fá að upplifa allt það sem ég er búin að upplifa,“ segir tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir, jafnan tengd við hljómsveitirnar Reykjavíkurdætur og Amabadama. Hún er að vinna að sólóplötu og fagnar því að áratugur sé liðinn frá því að fyrsti smellur Amabadama fór út.

Tónlist
Fréttamynd

Pétur Jökull er Pj Glaze

Pétur Jökull Jónasson sem ákærður er fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni og réttað hefur verið yfir síðustu daga í Héraðsdómi Reykjavíkur er líka tónlistarmaður. Hann hefur gefið út raftónlist undir listamannsnafninu Pj Glaze. Þá spilaði hann líka á hljómborð í rafhljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome.

Tónlist
Fréttamynd

Hall­dór Braga­son lést í elds­voðanum

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason lést þegar eldur kom upp á heimili hans við Amtmannsstíg í Reykjavík í gær. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var meðal lykilmanna í blústónlistarsenunni hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Gísla Pálma refsað fyrir akstur undir á­hrifum

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson hefur verið dæmdur til að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir að aka án ökuleyfis og undir áhrifum. Þetta er í annað sinn sem Gísli Pálmi er gripinn við akstur undir áhrifum á hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Bene­dikts og Evu kominn með nafn

Sonur Benedikts Brynleifssonar trommuleikara og Evu Brink fjármálastjóra var skírður við hátíðlega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn, sem komin í heiminn 4. júní síðastliðinn, fékk nafnið Frosti Brink. Eva deildi gleðifréttunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Adele trú­lofuð

Breska tónlistarkonan Adele er trúlofuð. Hún greindi sjálf frá þessu á tónleikum í Munchen í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar streyma á Sól­heima

Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki.

Lífið
Fréttamynd

Til­einkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“

„Þetta lag skiptir mig svo miklu máli því það er svo persónulegt, þannig ég hlakka til að frumflytja það í kvöld en ég er líka smá stressuð,“ segir Helga Margrét Clarke söngkona. Helga samdi lag um nána manneskju í hennar lífi sem kom út sem trans fyrir tæplega ári síðan en lagið verður frumflutt í Gamla bíó í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Ætluðu að drepa eins marga og þeir gætu

„Ástandið var alvarlegt og ástandið er alvarlegt, en við getum líka fullyrt að við komum í veg fyrir harmleik,“ segir Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis um hryðjuverkaárás sem tveir táningar eru grunaðir um að hafa áætlað að fremja í Vín, í kringum tónleika poppstjörnunnar Taylor Swift í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Stemning og gott veður á Akur­eyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“

Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð.

Lífið
Fréttamynd

Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu

Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Ný­dönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goð­sagna

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum.

Tónlist