Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn er með 20,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi þegar 5.719 atkvæði hafa verið talin. Nú eru fyrstu tölur komnar í öllum kjördæmum. 1.12.2024 01:20
Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður með 28 prósent fylgi. Viðreisn tvöfaldar fylgi sitt. 1.12.2024 00:58
Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Samfylkingin bætir við sig tíu prósentum í Reykjavík suður, samkvæmt fyrstu tölum og mælist með rúmlega 23 prósent í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og mælist aðeins með tvo menn inni. Framsókn missir sína þingmenn í kjördæminu og mælist með 4,7 prósent. 1.12.2024 00:45
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Sjálfstæðisflokkurinn tapar aðeins tveimur prósentum í Suðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum þaðan og heldur sínum fjórum mönnum inni á þingi. Samfylkingin stóreykur fylgið og nær sömuleiðis fjórum mönnum inn. Rúmlega sex prósent atkvæða detta niður dauð. 1.12.2024 00:00
Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Samfylkingin mælist með 23 prósent atkvæði samkvæmt fyrstu tölum kvöldsins sem komu úr Norðausturkjördæmi. Flokkur fólksins er næststærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi og fengi 19,7 prósent. 30.11.2024 23:17
Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 „Þvílíkur fjöldi, þvílík stemning!“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína sem saman eru komnir í Valsheimilinu. Hann gekk inn við lag úr áramótaskaupinu árið 2013. 30.11.2024 22:49
Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Í nýrri kosningaspá Metils, sem tekur mið af nýjum fylgiskönnunum Maskínu og Prósent er Sjálfstæðisflokki spáð betra gengi en áður. Píratar næðu inn manni samkvæmt spánni, en ekki Vinstri græn eða Sósíalistaflokkur. 28.11.2024 22:47
Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut. 28.11.2024 17:23
Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Leiðtogar stjórnmálaflokkanna mættu í kappræður hjá Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2. 28.11.2024 13:05
Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Fjörlegar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu í þættinum Kappleikar. Frambjóðendum gekk aftur á móti illa í að svara spurningum sem tendgdust raunum ungs fólks. 27.11.2024 07:32