Bretland

Fréttamynd

Spacey laus gegn tryggingu

Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Siðaráðgjafi Johnson segir af sér

Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur og Katrín flytja úr höll í „lítil­fjör­legt“ hús

Vilhjálmur Prins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið hvert þau hyggjast flytja næst. Þau ætla að flytja frá Kensington höll inn í „lítilfjörlegt“ fjögurra svefnherbergja hús á Windsor-landareigninni til að vera nær drottningunni og tryggja börnum sínum góða skólagöngu.

Lífið
Fréttamynd

Spacey fyrir dómara á fimmtudag

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey á að mæta fyrir dómara í Westminster í Bretlandi á fimmtudag. Þar á hann að svara til saka fyrir fjórar ákærur vegna kynferðisbrota gegn þremur karlmönnum.

Erlent
Fréttamynd

Bresk stjórn­völd eyddu háum fjár­hæðum í gallaðan hlífðar­búnað

Bresk stjórnvöld ætluðu að brenna hlífðarbúnað að andvirði fjögurra milljarða punda sem var ýmist gallaður eða stóðst ekki kröfur stjórnvalda. Þetta segir eftirlitsnefnd breska þingsins um ríkisútgjöld sem kannar nú hvernig stendur á því að ríkið hafi eytt eins miklu og raun ber vitni í ónothæfan búnað.

Erlent
Fréttamynd

Hefur nú setið á valda­stóli næst­lengst allra þjóð­höfðingja

Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er fúlt“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum

Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé.

Innlent
Fréttamynd

„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“

Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök.

Erlent
Fréttamynd

Mega ákæra Weinstein í London

Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996.

Erlent
Fréttamynd

Hvergi nærri öruggur í em­bætti

Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC.

Erlent
Fréttamynd

Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson

Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 

Erlent
Fréttamynd

Nýr örlagavaldur á Ástareyjunni

Raunveruleikaþættirnir Love Island hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Þar leita þátttakendur í sífellu að ástinni og hafa hingað til fengið að ákveða sjálfir með hverjum þeir stinga saman nefjum, en nú verður breyting á. 

Lífið
Fréttamynd

Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga

Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning.

Erlent
Fréttamynd

Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu

Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri.

Erlent