Spánn

Fréttamynd

Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000

Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

McAfee handtekinn í Barcelona

Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir.

Erlent
Fréttamynd

Grípa til harðra aðgerða í Madríd

Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Deilur milli ríkis og höfuð­borgar á Spáni

Höfuðborgin Madríd og níu aðliggjandi borgir og bæir hafa fengið fyrirskipun um að grípa til harðra aðgerða til að sporna við útbreiðslu veirunnar en hún er í mikilli útbreiðslu á þessu svæði um þessar mundir.

Erlent
Fréttamynd

Unglæknar krefjast endurbóta

Unglæknar í Barcelona fjölmenntu á götum borgarinnar í dag. Þar mótmæltu hundruð lækna vinnuaðstöðu þeirra, álagi og kjörum á meðan þau berjast við aðra bylgju nýju kórónuveirunnar sem herjar nú á Spánverja.

Erlent
Fréttamynd

Messi gæti fengið háa sekt

Lionel Messi gæti fengið rúmlega milljón punda sekt frá Barcelona eftir að hafa ekki mætt á fyrstu æfingar liðsins eftir sumarfrí.

Fótbolti
Fréttamynd

Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante

Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante og það á rafmagnsbíl.

Lífið
Fréttamynd

Á­höfn TF-SIF kom auga á bát með tæpt tonn af hassi

Spænska lögreglan handtók á dögunum fjóra og gerði 963 kíló af hassi upptæk eftir að áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar kom auga á hraðbát með torkennilegan varning um borð við landamæraeftirlit á vestanverðu Miðjarðarhafi.

Innlent