Spánn

Fréttamynd

Linda Pé fann ástina á Spáni

Fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur fundið ástina í faðmi spænska folans, Jaime. Parið kynntist á Spáni.

Lífið
Fréttamynd

Sækist eftir að sitja áfram á Spáni

Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, segist ætla að biðja neðri deild þingsins um að leggja blessun sína yfir nýja minnihlutastjórn í kjölfar þingkosningana í síðasta mánuði. Hvorug blokkin í spænskum stjórnmálum náði hreinum meirihluta og stjórnarmyndun gengur treglega.

Erlent
Fréttamynd

Nóg vatn fyrir golfvelli en ekki fyrir fólk

Á sama tíma og fimmtungur spænsku þjóðarinnar býr við vatnsskömmtun vegna hita, er ekkert lát á vökvun golfvalla í landinu. Golfvellirnir í Andalúsíu nota jafn mikið vatn árlega og rúmlega ein milljón manna.

Erlent
Fréttamynd

Hver á lottómiða og 750 milljónir króna?

Tveir bræður á Norðvestur-Spáni eru sakaðir um að hafa stolið lottómiða sem á hafði fallið fyrsti vinningur að andvirði 750 milljónum króna í spænska lottóinu. Saksóknari krefst sex ára fangelsis yfir bræðrunum.

Erlent
Fréttamynd

Allt í hnút í spænskum stjórn­málum

Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt.

Erlent
Fréttamynd

Vill finna fórnar­lömb fingra­langra flug­vallar­starfs­manna

Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni

Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær.

Erlent
Fréttamynd

Æsispennandi kosningabarátta á Spáni

Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna.

Erlent
Fréttamynd

Hitinn ó­bæri­legur á göngu­leiðinni hjá Sturlu

Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni.

Fréttir
Fréttamynd

Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu

Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 

Erlent
Fréttamynd

Fundu lík barns í fjöru

Líkamsleifar ungs barns fundust í fjöru við Miðjarðarhafið í morgun. Talið er að barnið hafi verið tveggja til þriggja ára en líkamsleifarnar eru taldar hafa verið í nokkurn tíma í sjónum.

Erlent