Grindavík Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. Innlent 22.8.2024 22:23 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna eldgossins sem hófst á tíunda tímanum í kvöld, við Sundhnúkagíga. Innlent 22.8.2024 22:08 Vaktin: Eldgos hafið Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar. Innlent 22.8.2024 21:13 Færri skjálftar en síðustu daga Um fimmtíu skjálftar mældust á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring, sem er ívið minna en mælst hefur síðustu daga. Innlent 22.8.2024 06:44 Hafa áhyggjur af því að hraun muni ná inn fyrir varnargarða Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík í næsta eldgosi. Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, sem er óbreytt frá síðustu viku. Innlent 21.8.2024 11:20 Aðstæður svipaðar og dagana fyrir síðasta gos Um 110 skjálftar mældust í gær við kvikuganginn í Sundhnúksgígaröðinni. Það er umtalsverð fjölgun skjálfta en í síðustu viku voru þeir sextíu til níutíu á sólarhring. Innlent 19.8.2024 10:11 Aukning í skjálftavirkni heldur áfram Áframhaldandi aukning er í skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðinni líkt og verið hefur síðustu daga. Innlent 19.8.2024 07:40 Öllu starfsfólki kollagenvinnslu í Grindavík sagt upp Öllu starfsfólki Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Í janúargosinu opnaðist stór sprunga á lóð fyrirtækisins en húsnæðið hafði verið óstarfhæft alveg síðan 10. nóvember. Viðskipti innlent 18.8.2024 13:30 Reykur í hrauni ekki eldgos Reykur sést stíga upp úr hrauni á vefmyndavél RÚV á fjallinu Þorbirni. Veðurstofan segir eldgos ekki hafið heldur að líklega sé um vatnsgufu að ræða. Innlent 18.8.2024 09:16 Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. Innlent 17.8.2024 22:09 Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Innlent 17.8.2024 13:09 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. Innlent 15.8.2024 08:33 Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. Innlent 14.8.2024 19:23 Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. Innlent 14.8.2024 12:09 Fyrrum húsnæðiseigendur í Grindavík fá að leigja hús Grindvíkingum sem hafa selt hús sín fasteignafélaginu Þórkötlu stendur til boða að gera leigusamning um húsnæðið eða svokallaða hollvinasamninga. Nú hefur verið gengið frá kaupum á fasteignum 93 prósent þeirra sem sóttu um þau. Innlent 12.8.2024 10:13 Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Innlent 8.8.2024 20:01 Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Innlent 8.8.2024 19:41 Setja 470 milljónir í viðgerð í Grindavík Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Innlent 8.8.2024 16:04 Alvarlegt vinnuslys í Grindavík Alvarlegt vinnuslys varð í Ægi sjávarfangi í Grindavík á ellefta tímanum í morgun. Starfsmaður festi hönd í vinnuvél. Innlent 7.8.2024 13:44 Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkað um tæpan þriðjung Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkaði um 1.172 frá því í nóvember í fyrra þar til í lok júnímánaðar, þegar íbúar bæjarins töldu 2.570 manns. Innlent 1.8.2024 10:25 Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Innlent 31.7.2024 12:13 Segist ekki geta ábyrgst öryggi þeirra sem dvelja næturlangt í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann ítrekar meðal annars að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Innlent 31.7.2024 08:40 Skjálfti að stærð 3 á Reykjanestá Klukkan 21:11 í kvöld varð skjálfti á Reykjanestá að stærð 3. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 30.7.2024 22:57 „Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. Innlent 30.7.2024 19:32 Gæti gosið á næstu dögum Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur. Innlent 30.7.2024 11:58 Ólafur skrifar undir nýjan samning: „Með verkefni sem við þurfum að klára“ Fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í Bónus deildinni í körfubolta, Ólafur Ólafsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Grindavík laut í lægra haldi gegn Val í úrslitaeinvígi deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur segir Grindavík vera með verkefni í höndunum sem þurfi að klára. Körfubolti 26.7.2024 15:01 Ný líkön sýna umfang hraunsins Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur mælt rúmmál og flatarmál hraunsins við Grindavík og birti í gær myndir á síðu sinni á Facebook þar sem hægt er að sjá flæði og magn hraunsins. Innlent 26.7.2024 11:22 Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. Innlent 25.7.2024 18:53 Fyrirvari fyrir næsta gos gæti verið nokkrar mínútur Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Innlent 24.7.2024 23:36 Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. Innlent 24.7.2024 17:46 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 74 ›
Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. Innlent 22.8.2024 22:23
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna eldgossins sem hófst á tíunda tímanum í kvöld, við Sundhnúkagíga. Innlent 22.8.2024 22:08
Vaktin: Eldgos hafið Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar. Innlent 22.8.2024 21:13
Færri skjálftar en síðustu daga Um fimmtíu skjálftar mældust á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring, sem er ívið minna en mælst hefur síðustu daga. Innlent 22.8.2024 06:44
Hafa áhyggjur af því að hraun muni ná inn fyrir varnargarða Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík í næsta eldgosi. Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, sem er óbreytt frá síðustu viku. Innlent 21.8.2024 11:20
Aðstæður svipaðar og dagana fyrir síðasta gos Um 110 skjálftar mældust í gær við kvikuganginn í Sundhnúksgígaröðinni. Það er umtalsverð fjölgun skjálfta en í síðustu viku voru þeir sextíu til níutíu á sólarhring. Innlent 19.8.2024 10:11
Aukning í skjálftavirkni heldur áfram Áframhaldandi aukning er í skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðinni líkt og verið hefur síðustu daga. Innlent 19.8.2024 07:40
Öllu starfsfólki kollagenvinnslu í Grindavík sagt upp Öllu starfsfólki Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Í janúargosinu opnaðist stór sprunga á lóð fyrirtækisins en húsnæðið hafði verið óstarfhæft alveg síðan 10. nóvember. Viðskipti innlent 18.8.2024 13:30
Reykur í hrauni ekki eldgos Reykur sést stíga upp úr hrauni á vefmyndavél RÚV á fjallinu Þorbirni. Veðurstofan segir eldgos ekki hafið heldur að líklega sé um vatnsgufu að ræða. Innlent 18.8.2024 09:16
Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. Innlent 17.8.2024 22:09
Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Innlent 17.8.2024 13:09
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. Innlent 15.8.2024 08:33
Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. Innlent 14.8.2024 19:23
Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. Innlent 14.8.2024 12:09
Fyrrum húsnæðiseigendur í Grindavík fá að leigja hús Grindvíkingum sem hafa selt hús sín fasteignafélaginu Þórkötlu stendur til boða að gera leigusamning um húsnæðið eða svokallaða hollvinasamninga. Nú hefur verið gengið frá kaupum á fasteignum 93 prósent þeirra sem sóttu um þau. Innlent 12.8.2024 10:13
Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Innlent 8.8.2024 20:01
Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Innlent 8.8.2024 19:41
Setja 470 milljónir í viðgerð í Grindavík Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Innlent 8.8.2024 16:04
Alvarlegt vinnuslys í Grindavík Alvarlegt vinnuslys varð í Ægi sjávarfangi í Grindavík á ellefta tímanum í morgun. Starfsmaður festi hönd í vinnuvél. Innlent 7.8.2024 13:44
Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkað um tæpan þriðjung Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkaði um 1.172 frá því í nóvember í fyrra þar til í lok júnímánaðar, þegar íbúar bæjarins töldu 2.570 manns. Innlent 1.8.2024 10:25
Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Innlent 31.7.2024 12:13
Segist ekki geta ábyrgst öryggi þeirra sem dvelja næturlangt í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann ítrekar meðal annars að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Innlent 31.7.2024 08:40
Skjálfti að stærð 3 á Reykjanestá Klukkan 21:11 í kvöld varð skjálfti á Reykjanestá að stærð 3. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 30.7.2024 22:57
„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. Innlent 30.7.2024 19:32
Gæti gosið á næstu dögum Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur. Innlent 30.7.2024 11:58
Ólafur skrifar undir nýjan samning: „Með verkefni sem við þurfum að klára“ Fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í Bónus deildinni í körfubolta, Ólafur Ólafsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Grindavík laut í lægra haldi gegn Val í úrslitaeinvígi deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur segir Grindavík vera með verkefni í höndunum sem þurfi að klára. Körfubolti 26.7.2024 15:01
Ný líkön sýna umfang hraunsins Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur mælt rúmmál og flatarmál hraunsins við Grindavík og birti í gær myndir á síðu sinni á Facebook þar sem hægt er að sjá flæði og magn hraunsins. Innlent 26.7.2024 11:22
Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. Innlent 25.7.2024 18:53
Fyrirvari fyrir næsta gos gæti verið nokkrar mínútur Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Innlent 24.7.2024 23:36
Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. Innlent 24.7.2024 17:46