Pistlar

Fréttamynd

Algjörlega siðlaust

Síðast þegar þetta gerðist fór Davíð Oddsson í KB-banka og tók út spariféð sitt. Lét þau orð falla að þetta væri algjörlega siðlaust. Bankastjórarnir komu herptir í framan í sjónvarpið, hættu við að taka við peningunum – svona í bili...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að leika á kerfið

Hér er fjallað um örorkuvæðingu, aðbúnað geðsjúkra, Gísla Martein og David Cameron, meinta fundi Halldórs og Ingibjargar Sólrúnar, kvótaþráhyggju og frekju í útgerðarmönnum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Borgríkið Ísland

Ágúst hvetur meðal annars til þess að Íslendingar verði þrjár milljónir sem allra fyrst, segir að við höfum yfir að ráða þeim auðlindum sem eru að verða eftirsóttastar: Landrými, vatni og orku...

Fastir pennar
Fréttamynd

Gömlu dagana gefðu mér

Var að horfa á Dalalíf eftir Þráin Bertelsson í sjónvarpinu, frá sirka 1983. Þetta er stórkostleg heimild, allavega fyrir okkur sem lifðum þennan tíma. Þarna er veitingahúsið Óðal með sínum kúrekainnréttingum, gamla flugstöðin í Keflavík, Sveinbjörn Beinteinsson...

Fastir pennar
Fréttamynd

Úr einu í annað

Hér birtist sundurlaus pistill þar sem er fjallað um Asterix, Dodda, svartálfa, gallgrip sem heitir Dúi, grísinn Benna, raunveruleikaþætti, Andy Warhol, spurningakeppnir og menntun þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nokkrar grillur

Einhver þrálátasta og kannski með varasamari samtímans er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum – þeir séu allir siðlausir og sjálfsdýrkandi eiginhagsmunaseggir...

Fastir pennar
Fréttamynd

Rétt verð?

Fyrir venjulegt fólk úti í bæ virka kaup Flugleiða á Sterling gjörsamlega óskiljanlega. Það hafa heldur ekki verið veittar neinar almennilegar skýringar á því hvers vegna fyrirtæki sem er keypt á 4 milljarða er stuttu síðar selt á 15 milljarða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kvennafrí - Jeppamenning

Ég hitti margar konur í gær sem voru sáróánægðar vegna þess að þær komust ekki á fundinn á Ingólfstorgi. Reyndu að troðast um göturnar, en gáfust svo upp. Svo hitti ég reyndar aðrar sem sögðust hafa komist á fundinn en kvörtuðu undan því að hann hefði verið leiðinlegur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt fyrir frægðina

Helstu trúarbrögðin eru aumkunarverð dýrkun á frægðarfólki, <i>celebrities</i>. Allir vilja eignast sína frægð – það er slegist um að komast í raunveruleikasjónvarpsþætti þar sem fólk vonast eftir því að verða uppgötvað eða eiga þó ekki nema sínar 15 mínútur. Þá er betra að verða sér til skammar, líta út eins og asni, en að komast ekki í sjónvarpið...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skólapistill

Það er varasamt þegar verið er að rugla skólastarfið með misskildum pólitískum rétttrúnaði. Skólum fer vel að vera íhaldssamir. Hvað með rétt þeirra sem geta lært, eiga framtíð sína undir því að fá almennilega menntun en venjast ekki á sluks - þeirra sem geta tileinkað sé svo miklu meira en er boðið upp á í skólunum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjálpum þeim!

Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa...

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftir landsfundinn

Samþykktir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gætu verið ávísun á meiri ófrið í samfélaginu þrátt fyrir að menn telji að verði friðvænlegra eftir brotthvarf Davíðs. En það fer auðvitað eftir því hvað ný forysta flokksins gerir með ályktanirnar – það væri svosem ekki alveg nýtt að ekki sé farið nákvæmlega eftir því sem landsfundur segir...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að neita að svara

Hér er fjallað um David Cameron, frambjóðanda í formannskjöri hjá íhaldinu breska, en hann á í vandræðum sökum þess að hann neitar að svara spurningum um fíkniefnaneyslu, félagsskapinn Vini einkabílsins sem tekur að bífreiðaeigendur séu ofsóttir á Íslandi, vinsælar heimildarmyndir, linnulausan fréttaflutning, embættisveitingar Georges W. Bush og eintak af ræðu Davíðs sem fór á þvæling...

Fastir pennar
Fréttamynd

Verra en ekkert?

Hin eldlega ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið aðalumræðuefnið í dag. Formaðurinn fráfarandi var aldeilis ekki í friðar- eða sáttahug. Margir hefðu kannski búist við að heyra þennan skáldmælta mann, sem hefur fengið birta eftir sig sálma í blöðunum, tala á heimspekilegum nótum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Davíð kveður

Davíð er ekki af baki dottinn þótt tíminn sem hann á eftir í pólitík sé nú talinn í klukkustundum. Hann telur að nauðsyn sé að taka fjölmiðlamálið upp á nýjan leik og að það verði ekki gert á grundvelli fjölflokkaskýrslunnar – "það yrði verra en ekkert", segir hann...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver er munurinn?

Hér er fjallað um orð Björns Bjarnasonar og Halldórs Ásgrímssonar um áframhald Baugsmálsins fyrir dómstólum og spurt hver sé munurinn á þeim, sagt frá átaki atvinnumálaráðherra Bretlands til að koma öryrkjum á vinnumarkaðinn og rétt tæpt á umræðu um evruna sem er áberandi í viðskiptalífinu...>

Fastir pennar
Fréttamynd

Stagl

Hér er fjallað um klisjukenndar kvikmyndir um raðmorðingja sem gerast í ömurlegum smábæjum í Texas, íslenska "bachelorinn" sem reyndist vera smiður með of stóran bindishnút, myndlist og pólitík og Clint Eastwood sem fór og keypti sér málverk eftir íslenska listamenn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Kolkrabbinn styður Gísla

Hér er fjallað um auglýsingu sem birtist í blöðunum þar sem eldri sjálfstæðismenn lýsa yfir stuðningi við Gísla Martein, þar á meðal nokkrir gamlir karlar úr Kolkrabbanum, stuðningsmenn Vilhjálms Þ. utan af landi, tilgangsleysi flokkapólitíkur í Reykjavík, ritun sögu þingræðisins og orð forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslur...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skemmdarverk í Vatnsmýri

Hringbrautin lítur út eins og þarna hafi verið á ferðinni verkfræðingur á ógurlegu flippi. En það er svosem ekki nýtt að verkfræðilegur gígantismi stjórni skipulaginu hér í borginni. Þetta virkar ótrúlega klossað, gamaldags og óaðlaðandi. Nær ekki einu sinni því markmiði að flýta för akandi fólks...

Fastir pennar
Fréttamynd

Á flugi

Hér er fjallað um aðferð flugmanna við að tala við farþega sem sitja aftur í vél, flugvélamat sem er skorinn við nögl, forvalið hjá VG þar sem gamla Alþýðubandalagið sýnir styrk sinn, breska Íhaldsflokkinn sem er farinn að fjandskapast út í Bandaríkin og Austurríkismenn sem liggja á því lagi að stöðva Tyrki...

Fastir pennar
Fréttamynd

Davíð, Geir og utanríkisþjónustan

Geir er kominn í utanríkisráðuneytið. Tekur við af sjálfum Davíð sem hafði varla tíma til að setja mikið mark á embættið – gengdi því heldur ekki nema í ár. Og þó. Á einu sviði starfseminnar var Davíð mjög ötull. Hann stóð í ströngu við að raða vinum sínum, samstarfsmönnum og samherjum inn í utanríkisþjónustuna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá

Nú þegar er meira frelsi á flestum sviðum streyma inn ávextir sem maður kann varla að nefna. Spurningin er hins vegar hvers vegna svo mikið af því er óætt? Lélegt, skemmt, bragðlaust. Erlendis er mikið fjallað um hvernig súpermarkaðir fletja allt út – auka úrvalið en auka það að vissu leyti ekki...

Fastir pennar
Fréttamynd

Öldruðum baráttumanni hent út

Það hefur verið nefnt sem dæmi um að málfrelsi sé fyrir bí í Bretlandi að öldruðum manni – hinum 82 ára Walter Wolfgang, gyðingi og flóttamanni undan nasistum, félaga í Verkamannaflokknum í 57 ár – var vísað út af þingi Verkamannaflokksins í Brighton fyrir að grípa fram í ræðu Jacks Straw utanríkisráðherra...

Fastir pennar
Fréttamynd

Á skrifstofu Wiesenthals

Simon Wiesenthal var ungur arkitekt með bjartar framtíðarvonir. Svo dundi helförin yfir, hann bjargaðist úr morðvélinni og starfaði sem "nasistaveiðari", þótt ekki kærði hann sig um þessa nafnbót. Hann andaðist í síðustu viku, 96 ára að aldri. Það var næstum eins og hann vildi gæta þess að lifa alla sem áttu þátt í Helförinni...

Fastir pennar
Fréttamynd

Léleg sápa

Um helgina breyttist Baugsmálið endanlega í sápuóperu. Með forsíðufrétt DV um ástir Jónínu og Styrmis , einkaspæjaranum sem var sendur á Jón Gerald og síðan innkomu Arnþrúðar Karlsdóttir – sem stormaði upp á sjónvarp með tölvupóst þar sem Jónína á að heimta hvítan jeppa. Í dag finnst manni þetta bara vera endaleysa...

Fastir pennar
Fréttamynd

Ónefndi maðurinn

"Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Það eru þessi orð úr tölvupósti Styrmis Gunnarssonar sem maður staldrar lengst við. Er ekki alveg öruggt að ónefndi maðurinn er Davíð? Og er þá ekki ljóst að alla tíð frá því snemmsumars 2002 upplifir Styrmir það svo að þeir sem ætla leggja fram kæru gegn Baugi séu einhvern veginn í liði með þáverandi forsætisráðherra?

Fastir pennar
Fréttamynd

Rotinn fótbolti

Fótboltinn er að fá heldur óblíða útreið í breskum fjölmiðlum þessa dagana – íþróttin þykir gerspillt. Það er mikið fjallað um unga og ofdekraða fótboltastráka sem ganga sjálfala á ofurlaunum – frægasta dæmið er Wayne Rooney. Milljarðamæringa á borð við Roman Abramovits sem nota auðæfi sín til að kaupa bestu fótboltamenn í heimi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Miðjan tekur yfir Sjálfstæðisflokk

Valdaskiptin í Sjálfstæðisflokknum virðast ætla að ganga svo smurt fyrir sig að andstæðingar flokksins hljóta að hafa áhyggjur. Enn sem komið er fær maður ekki séð að neitt sé hæft í kenningum um að flokkurinn lendi í vandræðum þegar Davíð hættir, að hann hljóti gliðna í sundur þegar hins sterka leiðtoga nýtur ekki við...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fall gömlu símarisanna

Hér er fjallað um stóru símafyrirtækin sem Economist segir að séu á fallanda fæti, varnir gegn fuglaflensu, stöðuna í Baugsmálinu eftir að því var vísað úr héraðsdómi, hugsanlegt vanhæfi hæstaréttardóma og draum þar sem var farið að gjósa fram undan Skúlagötunni....

Fastir pennar
Fréttamynd

Stór samsteypa eða rauttgræntrautt

Eru kosningaúrslitin í Þýskalandi nokkuð annað en beiðni um vinstri stjórn? Vinstri flokkarnir þrír fá samanlagt um 52 prósent atkvæða. Hinir hefðbundnu samstarfsflokkar á hægri vængnum, CDU og FDP, eru hins vegar einungis með um 45 prósent. Er þá ekki eðlilegasta stjórnarmynstrið Rot-Grün-Rot? Er það ekki það sem Þjóðverjar eru að biðja um?

Fastir pennar