Franski boltinn

Fréttamynd

Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“

„Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas vill að tekið sé hart á kynþáttaníð á vellinum

Cesc Fabregas tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG keypti Icardi - Klásúla til að angra Juventus

Argentínski framherjinn Mauro Icardi var í dag kynntur sem fullgildur leikmaður PSG eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Inter Mílanó. Inter ákvað að selja hann en setti ákveðin skilyrði inn í samninginn til að styrkja sína stöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár

Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra

Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði.

Fótbolti