Erlent Ísraelsher tryggir sér svæði Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að Ísraelar ætli sér upp á eigin spýtur að ákvarða "öryggissvæði" syðst í Líbanon á landræmu meðfram landamærum Ísraels. Þeir ætla sér að verja þetta svæði þangað til annað hvort alþjóðlegar gæslusveitir verða sendar þangað eða samið verður um að skæruliðar Hizbollah-hreyfingarinnar fari frá ísraelsku landamærunum. Erlent 25.7.2006 21:26 Fimm þúsund bílar sukku Tuttugu og þriggja manna áhöfn var í gær bjargað um borð í þyrlur af sökkvandi flutningaskipi skammt frá Aleuteyjum, suður af Alaska. Um borð í skipinu eru fimm þúsund nýjar bifreiðar sem átti að flytja frá Japan til Kanada. Erlent 25.7.2006 21:26 Danir vilja hluta gróðans Danir og Grænlendingar deila nú um það hvort tekjur af olíu, sem hugsanlega finnst út af ströndum Grænlands, eigi að falla Grænlendingum óskiptar í skaut eða dragast frá árlegum greiðslum frá Danmörku til grænlensku landstjórnarinnar. Erlent 25.7.2006 21:26 Ríki heims einblína á tvíhliða viðræður Allt útlit er fyrir að ríki heims einblíni í auknum mæli á tvíhliða viðræður í alþjóðaviðskiptum eftir að fimm ára löngum Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar lauk í gær með vonbrigðum og ásökunum um ósveigjanleika á báða bóga. Erlent 25.7.2006 21:26 Johnny Htoo gefur sig fram Johnny Htoo, fyrrverandi uppreisnarforingi karen-þjóðflokksins í Mjanmar, hefur gefið sig fram við herstjórnina þar í landi ásamt átta félögum sínum. Erlent 25.7.2006 21:26 Vissu um múturnar Sænsku ríkisstjórninni var þegar árið 2000 kunnugt um að múta þyrfti ráðamönnum í Írak til að ná samningum í áætlun Sameinuðu þjóðanna sem kölluð var „bensín fyrir brauð“ en hún leyfði Írökum, undir eftirliti SÞ, að versla lyf, matvæli og vissar iðnaðarvörur fyrir tekjur af olíusölu. Erlent 25.7.2006 21:26 Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. Erlent 25.7.2006 21:47 Studdu gjaldþrot Yukos Meirihluti lánadrottna rússneska olíufyrirtækisins Yukos voru fylgjandi því á fundi þeirra í dag að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Líkur eru á að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í gríðarmiklar skuldir Yukos við rússneska ríkið og ríkisolíufyrirtækið Rosneft. Viðskipti erlent 25.7.2006 14:51 Aukinn hagnaður hjá BP Breska olíufélagið BP hagnaðist um 6,1 milljarð punda, jafnvirði rúmra 829 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er 500 milljón pundum, eða tæpum 68 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili á síðasta ári og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um 1,4 milljónir punda, 190 milljónir króna, á hverri klukkustund á fyrstu sex mánuðum ársins. Viðskipti erlent 25.7.2006 13:13 Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Fulltrúar Rauða krossins þar segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. Erlent 25.7.2006 12:26 Indverjar hækka stýrivexti Indverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta. Þetta er þriðja vaxtahækkun bankans á síðastliðnum fjórum mánuðum og standa vextirnir í 6 prósentum. Viðskipti erlent 25.7.2006 11:08 Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn girt af Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn var girt af í morgun eftir að danska lögreglan handtók mann með bakpoka sem í var grunsamlegur pakki. Öryggisverðir sendiráðsins veittu manninum athygli fyrir utan bygginguna en hann virtist ringlaður. Erlent 25.7.2006 10:27 Starfsmenn Rauða krossins segjast hafa orðið fyrir árásum Starfsmenn líbanska Rauða krossins segja Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndir sem starfsmenn Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Erlent 25.7.2006 10:19 Lánadrottnar ræða örlög Rosneft Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Viðskipti erlent 25.7.2006 10:08 Egeland vill koma á vopnahléi milli Ísrael og Líbanon Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Erlent 25.7.2006 08:14 Tuttugu og tveir látast vegna hitabylgju Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 25.7.2006 07:46 Kærði sjálfan sig til lögreglu Tvítugur norskur ökumaður tók upp á því aðfaranótt sunnudags að hringja í lögreglu og tilkynna að hann æki undir áhrifum áfengis. Að því loknu beið hann í bílnum eftir lögreglu. Maðurinn var einnig með útrunnið ökuskírteini og á óskráðum bíl. Erlent 24.7.2006 21:34 Mótmæli fyrir utan ísraelska sendiráðið í París Um hundrað og fimmtíu manns mótmæltu innrás Ísraela í Líbanon fyrir utan ísraelska sendiráðið í París höfuðborg Frakklands í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Erlent 25.7.2006 07:53 Litlar líkur á samkomulagi Forystumenn Serbíu og albanskra íbúa í Kosovo hittust í gær í Vínarborg í Austurríki til þess að finna lausn á ágreiningi þeirra um framtíð Kosovo. Líkur á samkomulagi þykja þó litlar. Erlent 24.7.2006 21:35 Rice fundar með Olmert í dag Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú komin til Ísraels en hún hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær í Beirút, höfuðborg Líbanons. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. Erlent 25.7.2006 07:30 Kynlíf veldur vandræðum Sífellt fleiri dönsk pör kjósa að flytja kynlífið úr svefnherberginu út á sólarstrendur landsins yfir sumartímann en sífellt fjölgar kvörtunum sem lögregla fær vegna fólks er stundar kynlíf á almenningsströndum fyrir allra sjónum. Erlent 24.7.2006 21:35 Rice á stormasömum fundi Condoleezza Rice kynnti ráðamönnum í Líbanon í gær tillögur um að líbanskar og alþjóðlegar hersveitir gæti friðar eftir að vopnahlé kemst á. Hizbollah sýnir hugmyndum um vopnahlé engan áhuga. Erlent 24.7.2006 21:35 Hundruð mót-mælenda áreitt Meira en 500 manns, sem mótmæltu leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Pétursborg í síðasta mánuði, urðu fyrir margvíslegu áreiti af hálfu rússnesku lögreglunnar. Erlent 24.7.2006 21:35 Verða sendir í endurhæfingu Vopnaðir íslamistar handtóku tuttugu manns í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku fyrir að horfa á klámmyndband. Þetta er eitt af mörgum málum sem hafa komið upp í kjölfar valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem vilja bæta siði landsmanna. Erlent 24.7.2006 21:35 Kýpur óskar eftir hjálp Utanríkisráðherra Kýpur hefur óskað eftir hjálp Evrópusambandsins við móttöku flóttamanna frá Líbanon, en um 25 þúsund manns hafa flúið frá landinu til Kýpur og búist er við að sú tala þrefaldist. Evrópusambandið mun senda hjálparteymi til Kýpur til að flýta fyrir flutningi erlendra ríkisborgara til síns heima, en fólksfjöldinn hefur aukið álag á hótel og flugvöllinn í Nicosiu til muna. Erlent 24.7.2006 21:35 Heitasti júlímánuðurinn Erlent 24.7.2006 21:35 Aðframkomnir í eyðimörk Erlent 24.7.2006 21:35 Skilyrði Bandaríkjamanna óásættanlega Yfirmaður viðskiptamála hjá Evrópusambandinu segir Bandaríkjamenn ábyrga fyrir því að Doha-samningaviðræðurnar skuli hafa runnið út í sandinn enn á ný. Hann segir skilyrði sem Bandaríkjamenn settu fyrir því að lækka innflutningstolla á landbúnaðarafurðum vera algjörlega óásættanleg. Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar segir nú fullvíst að samningalotan muni ekki klárast í ár eins og flestir höfðu vonast til. Erlent 24.7.2006 22:32 Hitabylgja veldur dauða Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 24.7.2006 22:26 Stjórnendur vinna lengur en aðrir Eigendur og framkvæmdastjórar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vinna oft frameftir á virkum dögum til að eiga frí um helgar. Í fyrra unnu þeir að meðaltali í um 61,1 klukkustund í hverri viku en það er 23,7 klukkustundum meira en meðal Breti vann á sama tíma. Viðskipti erlent 24.7.2006 18:24 « ‹ 304 305 306 307 308 309 310 311 312 … 334 ›
Ísraelsher tryggir sér svæði Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að Ísraelar ætli sér upp á eigin spýtur að ákvarða "öryggissvæði" syðst í Líbanon á landræmu meðfram landamærum Ísraels. Þeir ætla sér að verja þetta svæði þangað til annað hvort alþjóðlegar gæslusveitir verða sendar þangað eða samið verður um að skæruliðar Hizbollah-hreyfingarinnar fari frá ísraelsku landamærunum. Erlent 25.7.2006 21:26
Fimm þúsund bílar sukku Tuttugu og þriggja manna áhöfn var í gær bjargað um borð í þyrlur af sökkvandi flutningaskipi skammt frá Aleuteyjum, suður af Alaska. Um borð í skipinu eru fimm þúsund nýjar bifreiðar sem átti að flytja frá Japan til Kanada. Erlent 25.7.2006 21:26
Danir vilja hluta gróðans Danir og Grænlendingar deila nú um það hvort tekjur af olíu, sem hugsanlega finnst út af ströndum Grænlands, eigi að falla Grænlendingum óskiptar í skaut eða dragast frá árlegum greiðslum frá Danmörku til grænlensku landstjórnarinnar. Erlent 25.7.2006 21:26
Ríki heims einblína á tvíhliða viðræður Allt útlit er fyrir að ríki heims einblíni í auknum mæli á tvíhliða viðræður í alþjóðaviðskiptum eftir að fimm ára löngum Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar lauk í gær með vonbrigðum og ásökunum um ósveigjanleika á báða bóga. Erlent 25.7.2006 21:26
Johnny Htoo gefur sig fram Johnny Htoo, fyrrverandi uppreisnarforingi karen-þjóðflokksins í Mjanmar, hefur gefið sig fram við herstjórnina þar í landi ásamt átta félögum sínum. Erlent 25.7.2006 21:26
Vissu um múturnar Sænsku ríkisstjórninni var þegar árið 2000 kunnugt um að múta þyrfti ráðamönnum í Írak til að ná samningum í áætlun Sameinuðu þjóðanna sem kölluð var „bensín fyrir brauð“ en hún leyfði Írökum, undir eftirliti SÞ, að versla lyf, matvæli og vissar iðnaðarvörur fyrir tekjur af olíusölu. Erlent 25.7.2006 21:26
Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. Erlent 25.7.2006 21:47
Studdu gjaldþrot Yukos Meirihluti lánadrottna rússneska olíufyrirtækisins Yukos voru fylgjandi því á fundi þeirra í dag að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Líkur eru á að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í gríðarmiklar skuldir Yukos við rússneska ríkið og ríkisolíufyrirtækið Rosneft. Viðskipti erlent 25.7.2006 14:51
Aukinn hagnaður hjá BP Breska olíufélagið BP hagnaðist um 6,1 milljarð punda, jafnvirði rúmra 829 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er 500 milljón pundum, eða tæpum 68 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili á síðasta ári og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um 1,4 milljónir punda, 190 milljónir króna, á hverri klukkustund á fyrstu sex mánuðum ársins. Viðskipti erlent 25.7.2006 13:13
Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Fulltrúar Rauða krossins þar segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. Erlent 25.7.2006 12:26
Indverjar hækka stýrivexti Indverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta. Þetta er þriðja vaxtahækkun bankans á síðastliðnum fjórum mánuðum og standa vextirnir í 6 prósentum. Viðskipti erlent 25.7.2006 11:08
Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn girt af Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn var girt af í morgun eftir að danska lögreglan handtók mann með bakpoka sem í var grunsamlegur pakki. Öryggisverðir sendiráðsins veittu manninum athygli fyrir utan bygginguna en hann virtist ringlaður. Erlent 25.7.2006 10:27
Starfsmenn Rauða krossins segjast hafa orðið fyrir árásum Starfsmenn líbanska Rauða krossins segja Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndir sem starfsmenn Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Erlent 25.7.2006 10:19
Lánadrottnar ræða örlög Rosneft Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Viðskipti erlent 25.7.2006 10:08
Egeland vill koma á vopnahléi milli Ísrael og Líbanon Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Erlent 25.7.2006 08:14
Tuttugu og tveir látast vegna hitabylgju Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 25.7.2006 07:46
Kærði sjálfan sig til lögreglu Tvítugur norskur ökumaður tók upp á því aðfaranótt sunnudags að hringja í lögreglu og tilkynna að hann æki undir áhrifum áfengis. Að því loknu beið hann í bílnum eftir lögreglu. Maðurinn var einnig með útrunnið ökuskírteini og á óskráðum bíl. Erlent 24.7.2006 21:34
Mótmæli fyrir utan ísraelska sendiráðið í París Um hundrað og fimmtíu manns mótmæltu innrás Ísraela í Líbanon fyrir utan ísraelska sendiráðið í París höfuðborg Frakklands í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Erlent 25.7.2006 07:53
Litlar líkur á samkomulagi Forystumenn Serbíu og albanskra íbúa í Kosovo hittust í gær í Vínarborg í Austurríki til þess að finna lausn á ágreiningi þeirra um framtíð Kosovo. Líkur á samkomulagi þykja þó litlar. Erlent 24.7.2006 21:35
Rice fundar með Olmert í dag Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú komin til Ísraels en hún hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær í Beirút, höfuðborg Líbanons. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. Erlent 25.7.2006 07:30
Kynlíf veldur vandræðum Sífellt fleiri dönsk pör kjósa að flytja kynlífið úr svefnherberginu út á sólarstrendur landsins yfir sumartímann en sífellt fjölgar kvörtunum sem lögregla fær vegna fólks er stundar kynlíf á almenningsströndum fyrir allra sjónum. Erlent 24.7.2006 21:35
Rice á stormasömum fundi Condoleezza Rice kynnti ráðamönnum í Líbanon í gær tillögur um að líbanskar og alþjóðlegar hersveitir gæti friðar eftir að vopnahlé kemst á. Hizbollah sýnir hugmyndum um vopnahlé engan áhuga. Erlent 24.7.2006 21:35
Hundruð mót-mælenda áreitt Meira en 500 manns, sem mótmæltu leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Pétursborg í síðasta mánuði, urðu fyrir margvíslegu áreiti af hálfu rússnesku lögreglunnar. Erlent 24.7.2006 21:35
Verða sendir í endurhæfingu Vopnaðir íslamistar handtóku tuttugu manns í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku fyrir að horfa á klámmyndband. Þetta er eitt af mörgum málum sem hafa komið upp í kjölfar valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem vilja bæta siði landsmanna. Erlent 24.7.2006 21:35
Kýpur óskar eftir hjálp Utanríkisráðherra Kýpur hefur óskað eftir hjálp Evrópusambandsins við móttöku flóttamanna frá Líbanon, en um 25 þúsund manns hafa flúið frá landinu til Kýpur og búist er við að sú tala þrefaldist. Evrópusambandið mun senda hjálparteymi til Kýpur til að flýta fyrir flutningi erlendra ríkisborgara til síns heima, en fólksfjöldinn hefur aukið álag á hótel og flugvöllinn í Nicosiu til muna. Erlent 24.7.2006 21:35
Skilyrði Bandaríkjamanna óásættanlega Yfirmaður viðskiptamála hjá Evrópusambandinu segir Bandaríkjamenn ábyrga fyrir því að Doha-samningaviðræðurnar skuli hafa runnið út í sandinn enn á ný. Hann segir skilyrði sem Bandaríkjamenn settu fyrir því að lækka innflutningstolla á landbúnaðarafurðum vera algjörlega óásættanleg. Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar segir nú fullvíst að samningalotan muni ekki klárast í ár eins og flestir höfðu vonast til. Erlent 24.7.2006 22:32
Hitabylgja veldur dauða Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 24.7.2006 22:26
Stjórnendur vinna lengur en aðrir Eigendur og framkvæmdastjórar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vinna oft frameftir á virkum dögum til að eiga frí um helgar. Í fyrra unnu þeir að meðaltali í um 61,1 klukkustund í hverri viku en það er 23,7 klukkustundum meira en meðal Breti vann á sama tíma. Viðskipti erlent 24.7.2006 18:24