Erlent

Fréttamynd

Búast við svari frá Íransstjórn

Bandaríkin, Rússland og önnur iðnríki í hópi átta stærstu iðnríkja heims sögðust í gær vænta þess að írönsk stjórnvöld veiti svar í næstu viku við tilboði stórveldanna til lausnar deilunni um kjarnorkuáform Írana.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar handtaka Palestínuþingmenn

Ísraelsher hélt áfram hörðum hernaðaraðgerðum á Gaza-strönd í gær. Tugir palestínskra þingmanna voru handteknir til að auka þrýsting á Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Fetaostsmyglari flýr tollverði

Tuttugu og átta ára gamall maður, sem reyndi að smygla tveimur tonnum af fetaosti inn í Noreg, lagði á flótta þegar tollverðir gáfu honum merki um að stöðva flutningabíl sinn.

Erlent
Fréttamynd

Myrtir vegna Tétsníu

Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur staðfest að fjórir sendiráðsstarfsmenn Rússlands í Írak hafi verið myrtir af lítt þekktum hópi uppreisnarmanna sem talinn er tengjast al-Kaída-hryðjuverkanetinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjallar um hlýnun jarðar

Bandaríkjanna samþykkti á mánudag að taka til meðferðar mál, sem snýst um það hvort ríkisstjórn Bandaríkjanna beri skylda til að setja hömlur á losun gróðurhúsa­loft­tegunda.

Erlent
Fréttamynd

Verstu flóð áratugum saman

Flóðgarðar sem byggðir hafa verið í kringum Susquehanna-ána í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum héldu í gær, og urðu til þess að yfirvöld afturkölluðu fyrirskipanir um brottflutning um tvö hundruð þúsund manns úr Wilkes-Barre-borg.

Erlent
Fréttamynd

Sitja sem fastast í ræðustól

Þingmenn stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Úkra­ínu hafa undanfarna daga hindrað störf þingsins með því að sitja sem fastast um ræðustól þingsins, stól þingforsetans og stóla sem ætlaðir eru ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Stakk mann sinn á hol

Hin 25 ára gamla Tang Xiaowan frá Sjanghæ í Kína hefur æft skylmingar frá blautu barnsbeini. En nýverið kom vopnið henni í bobba þegar hungrið tók að sverfa að henni.

Erlent
Fréttamynd

Hollenska ríkisstjórnin segir af sér

Forsetisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í dag að ríkisstjórn sín ætli að segja af sér eftir að þrír ráðherrar samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni. Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að Rita Verdonk, innflytjendaráðherra svipti fyrrverandi þingkonuna Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992 en sú ákvörðun var dregin til baka í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Maður lét lífið í hagli

Einn maður lét lífið og rúmlega hundrað manns slösuðust þegar mikil haglél féllu í Suðvestur-Þýskalandi. Haglið var á stærð við tennisbolta og olli miklum skemmdum á bílum og húsum. Bóndi á sjötugsaldri drukknaði þegar hann var að reka kýr inn í hús. Hann lenti í flóði þegar lækjarspræna varð að stórfljóti á augabragði. Talið er að tjón á mannvirkjum nemi hundruðum milljóna króna.

Erlent
Fréttamynd

Varaforsætisráðherra heimastjórnarinnar í haldi

Ísraelskar herþyrlur skutu flugskeyti að bíl herskárra Palestínumanna í Gaza-borg í dag. Vitni segja að flugskeytið hafi þó geigað. Ísraelar hafa handtekið ráðherra og þingmenn Hamas-samtakanna til að knýja um að nítján ára ísraelskum hermanni, Gilad Shalit, verði sleppt úr haldi herskárra Palestínumanna. Meðal þeirra ráðherra sem Ísarelsmenn hafa handtekið er Nasser Shaer, vara-forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Spænsk stjórnvöld ræða við ETA

Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að hefja friðarviðræður við Frelsissamtök Baska, ETA. (LUM) Zapatero, forsætisráðherra Spánar tilkynnti um þetta í dag. Hann varaði við því að viðræðurnar ættu eftir að taka langan tíma og án efa reynast erfiðar. Innanríkisráðherra landsins verður síðan falið að upplýsa þing Spánar um framgang viðræðnanna. ETA tilkynnti í mars að samtökin ætluðu að leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt. Baskar vilja stofna sjálfstætt ríki í Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi. Síðan 1968 hafa 850 manns týnt lífi í hryðjuverkum sem ETA hefur staðið fyrir og átökum þeim tengdum.

Erlent
Fréttamynd

Herréttur í málum Guantanamo-fanga ólöglegur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi ekki vald til að láta herrétt taka fyrir mál gegn meintun hryðjuverkamönnum. Rétturinn segir þá ákvörðun brjóta gegn Genfar-sáttmálanum um meðferð stríðsfanga.

Erlent
Fréttamynd

EADS kærir dagblaðið Le Monde

EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um sérstakan herrétt yfir föngum í Guantanamo

Búist er við að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði öðru hvoru megin við helgina um lögmæti þess að sérstakur dómstóll hafi verið skipaður til að fara með mál grunaðra hryðjuverkamanna sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Réttarhlé hefst um mánaðamótin og á rétturinn eftir að taka fyrir mál Jemena sem hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í fjögur ár. Sá var eitt sinn bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hæstarétti Bandaríkjanna hefur verið falið að úrskurða um lögmæti þess að skipa eins konar hérrétt til að taka á málum fanganna en samkvæmt þeim dómstól mun föngungum ekki tryggð öll sú lagavernd sem þeir hefðu annars. Á fimmta hundrað meintra hryðjuverkamanna eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólgan skapar óvissu

Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ferð Discovery frestað

Líkur eru á að ekki verði hægt að skjóta Discovery-geimflauginni á loft, eins og fyrirhugað var, um helgina. Ætlun NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, var að koma flauginni út í geim síðdegis á laugardag en vegna skýjafars við Canaveral-höfða, þar sem geimskotið á að fara fram, eru um sextíu prósent líkur á því að fresta þurfi skotinu.

Erlent
Fréttamynd

Landadrykkjan drepur marga

Fjörutíu og tvö þúsund Rússar deyja árlega úr neyslu heimatilbúins landa, að því er Rashid Núrgalíeff, innanríkisráðherra Rússlands, greindi frá. Hann lét einnig hafa eftir sér að drykkjusýki Rússa væri "þjóðarharmleikur," sem hefði fækkað Rússum stórlega frá falli Sovétríkjanna. Á árunum 1991 til 2001 jókst áfengisneysla í Rússlandi um fjörutíu prósent, samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Líkin fundust við lestarteina

Belgíska lögreglan fann tvö barnslík í gær og staðfesti saksóknari síðar um daginn að þau væru af telpunum tveim sem saknað hafði verið í tæpar þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Ófriður á Gaza-strönd

Ísraelsher réðst inn á Gaza-svæðið í gær til að reyna að frelsa hermann sem er þar í gíslingu. Ísraelar hóta áframhaldandi árásum.

Erlent
Fréttamynd

Eldri borgarar deyja úr hita

Að minnsta kosti tveir eldri borgarar létu lífið í hitabylgju sem hefur gengið yfir norðurhluta Rúmeníu síðustu daga. Kona sem var að störfum við akuryrkju féll niður og lést úr hjartaáfalli og sömu sögu er að segja af áttatíu og átta ára gömlum manni sem var á leiðinni út í búð. Í einni borginni var hringt hundrað og fjörutíu sinnum á sjúkrabíl vegna ástandsins og hefur heilbrigðismálaráðneyti Rúmeníu varað fólk við uppþornun og ofreynslu í hitanum.

Erlent
Fréttamynd

Móðurmálið lykilatriði í lausn dæma

Fólk sem hefur ensku að móðurmáli leysir reikningsdæmi á annan hátt en það sem elst upp við kínversku. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á virkni heilahvela við lausn á reikningsdæmum.

Erlent
Fréttamynd

Einn handtekinn

Írösk stjórnvöld hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásinni á Gullnu moskuna í Samarra í febrúar. Hinn handtekni, sem er sagður vera frá Túnis, heitir Yousri Fakher Mohammed Ali en gengur einnig undir nafninu Abu Qudama.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hafa opið á sunnudögum

Á flestum stöðum í Frakklandi má ekki hafa verslarnir opnar á sunnudögum, en á verslunargötunni Champs-Elysées eru þó leyfðar undantekningar. Flókin reglugerð ræður ferð og tvær lögsóknir munu brátt skera úr um hvað má og hvað má ekki.

Erlent
Fréttamynd

Eiga engan rétt á upplýsingum

Bresk mannréttindasamtök hafa beðið stjórnir 32 landa, þar með talið Íslands, um að koma í veg fyrir að bandarísk yfirvöld fái aðgang að trúnaðarupplýsingum um millifærslur í gegnum belgísku fjármálastofnunina SWIFT.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn á spillingu hafin

Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hóf í gær rannsókn á samningum milli norska hersins og þýska fyrirtækisins Siemens. Óháð rannsóknar­nefnd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Siemens hefði vísvitandi sent norska hernum of háa reikninga fyrir verkefni, sem unnin voru á árunum 2000 til 2004.

Erlent
Fréttamynd

Varar við hættu á flóðbylgju

Samræmt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjuhættu við Indlandshaf er nú komið í gagnið, einu og hálfu ári eftir hamfaraflóðin sem urðu yfir 200 þúsundum að bana á annan í jólum 2004. 26 vaktstöðvar eru í landi og fylgjast með og vinna úr upplýsingum úr 25 jarðskjálftamælum, sem og þremur djúpsjávarmælum sem nema óeðlilegar hreyfingar á sjávaryfirborðinu. Slíkt kerfi hefur verið í gangi í 40 ár við Kyrrahafið og sambærileg viðvörunarkerfi eru í bígerð fyrir Atlantshafið, Miðjarðarhafið og Karíbahafið.UNESCO hafði yfirumsjón með uppsetningu kerfisins.

Erlent
Fréttamynd

Orkla Media selt

Örlög Orkla Media, sem íslendingar sóttust eftir að eignast á dögunum, eru ráðinn. Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt norska fjölmiðlarisann. Dagsbrún var í hópi sex fyrirtækja sem lýst höfðu áhuga á að kaupa Orkla Media en ekkert varð úr þeim áformum.

Erlent
Fréttamynd

Fíkniefnaneysla vex stöðugt

Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann.

Erlent