Erlent Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu Palestínskur þingmaður Hamas-samtakanna lagði í gær á flótta undan mótmælendum, sem líklega aðhyllast Fatah-samtökin. Ósætti milli hreyfinganna eykst daglega. Sló í brýnu milli manna í þinghúsinu. Erlent 14.6.2006 21:31 7 tonn af grasi Mexíkóskir hermenn fundu á þriðjudag nærri sjö tonn af marijúana í tankbíl við landamæri Bandaríkjanna. Bíllinn var stöðvaður við venjubundið eftirlit á þjóðvegi. Erlent 14.6.2006 21:31 Harmleikur í uppsiglingu Leikarinn Robert Redford hélt tölu síðstliðinn mánudag á fundi frjálslyndra stjórnmálasamtaka sem kallast Baráttan fyrir framtíð Bandaríkjanna. Erlent 14.6.2006 21:31 Engar refsiaðgerðir í bili Evrópusambandið hefur langtímaáætlun um lýðræðisþróun á Kúbu í smíðum og lýstu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna 25 yfir djúpstæðum áhyggjum af bágri stöðu mannréttindamála í eyríkinu á mánudag. Erlent 14.6.2006 21:31 Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna Stuðningur almennings í fimmtán löndum heims við stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum hefur dvínað til muna á síðasta ári. Sífellt fleiri Evrópubúar vantreysta George W. Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 14.6.2006 21:31 Vitnaleiðslum verjenda lokið Aðaldómarinn í réttarhöldum yfir Saddam Hussein úrskurðaði á þriðjudag að vitnaleiðslum verjenda væri lokið og að ákærendur myndu flytja lokaræðu sína í næstu viku. Erlent 14.6.2006 21:31 Löglegt á ný að selja byssur Dómari í Kaliforníu hefur komist að því að lögbann á sölu skammbyssna, sem samþykkt var af 58 prósentum borgarbúa í San Francisco í nóvember, standist ekki nánari skoðun. Erlent 14.6.2006 21:31 Börn horfa mikið á klám Dönsk börn og unglingar milli tólf ára og tvítugs horfa mikið á klám samkvæmt nýlegri rannsókn í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í dönskum fjölmiðlum í vikunni. Erlent 14.6.2006 21:31 Sjúkdómar gætu breiðst út Miklar deilur eru um áætlun Bush-stjórnarinnar um að staðsetja rannsóknarstöð banvænna veira á þéttbýlu svæði við San Fransiskó-flóa. Erlent 14.6.2006 21:31 Upplýst um yfirheyrsluaðferðir Bandaríska varnarmálaráðuneytið ætlar að láta undan miklum þrýstingi frá bandarískum þingmönnum og mannréttindasamtökum og svipta alveg hulunni af tilsögn um hvernig skuli staðið að yfirheyrslum. Erlent 14.6.2006 21:31 Guevara malar gull í Bólivíu Minningu byltingarforingjans Che Guevara á að nýta í anda einkaframtaks og markaðshyggju. Á heimasíðu Reuters-fréttastofunnar er greint frá því að í Bólivíu ætli frumkvöðlar í ferðamannaþjónustu að sækja inn á markað "vinstri-túrisma" með því að leggja vegarslóða sem kenndur verður við dvöl Guevaras í Bólivíu. Erlent 14.6.2006 21:31 Dæmdir fyrir hryðjuverk Þrír menn voru dæmdir í gær fyrir að undirbúa hryðjuverk og ráðast á kjörstað í Svíþjóð. Þetta er önnur sakfellingin síðan ný hryðjuverkalög voru sett á þar í landi árið 2003. Erlent 14.6.2006 21:31 Pakistan Pakistanskir vígamenn eru sagðir hafa hálshöggvið afganskan mann, sem þeir grunuðu um að njósna fyrir Bandaríkjastjórn, og hóta að aðrir sem slíkt geri hljóti sömu örlög. Erlent 14.6.2006 21:31 Neitar að loka Guantanamo Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, neitaði í gær að loka Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, en þar segja mannréttindasamtök að fari fram pyntingar og mönnum sé haldið án dóms og laga. Erlent 14.6.2006 21:31 ESB stuðli ekki að pyntingum Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt leiðtoga þjóða Evrópusambandsins til að taka höndum saman gegn ólöglegum fangaflutningum og pyntingum CIA á grunuðum hryðjuverkamönnum. Erlent 14.6.2006 21:31 Líkið flutt Jarðneskar leifar Maríu, konu Alexanders III Rússakeisara, verða fluttar til greftrunar í St. Pétursborg í september. Þær hafa hvílt í Danmörku síðan keisarafrúin lést árið 1928. María flúði Rússland í byltingunni 1917, en 17. júlí 1918 var sonur hennar ásamt fjölskyldu sinni drepinn af bolsévikum. Erlent 14.6.2006 21:31 Loka ber fangabúðunum strax Fimm mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kölluðu í gær eftir tafarlausri lokun fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirlýsing þeirra var birt á vef Sameinuðu þjóðanna. Erlent 14.6.2006 21:31 Útgöngubann á miðnætti Útgöngubann tekur gildi í Írak á miðnætti. Írakska stjórnin hefur boðað hertar aðgerðir gegn ofbeldisverkum í helstu borgum landsins og taka yfir fjörutíu þúsund hermenn þátt í aðgerðinni. Erlent 14.6.2006 15:09 Merck selur hlut sinn í Schering Þýska lyfjafyrirtækið Merck hefur samþykkt að selja þýska lyfjaframleiðandanum Bayer AG 21,8 prósenta hlut sinn í Schering og auðvelda yfirtöku Bayer á Schering. Merck keypti óvænt bréf í Schering skömmu fyrir lokun markaða á föstudag í síðustu viku og hefði getað hindrað yfirtökuferlið. Viðskipti erlent 14.6.2006 13:02 Síamstvíburar aðskildir Læknar á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum hófu í morgun aðgerð til að aðskilja símastvíbura. Stúlkurnar heita Regina og Renatta og hófst aðgerðin á þeim nú fyrir hádegið. Erlent 14.6.2006 09:56 Reynt að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í Bagdad Tug þúsund íraskir öryggissveitarmenn tóku í morgun þátt í aðgerðum í höfuðborginni, Bagdad, sem miða að því að koma í veg fyrir frekari árásir og hryðjuverk þar. Erlent 14.6.2006 09:40 Tíu ára öku-maður tekinn Erlent 13.6.2006 21:19 Færir liðinu gæfu Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel. Erlent 13.6.2006 21:19 Hert áætlun til að koma á friði Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka. Erlent 13.6.2006 21:19 Karl Rove ekki ákærður Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins. Erlent 13.6.2006 21:19 Bush kom óvænt til Írak George Bush Bandaríkjaforseti flaug óvænt til Íraks í gær, en hann hvetur aðrar þjóðir til að standa við gefin loforð um fjárframlög til hernaðarins. Erlent 13.6.2006 21:19 Á móti brottför hersins frá Írak Öldungadeildarþingkonan Hillary Clinton var gagnrýnd harkalega í gær af friðarsinnum eftir að hún lagðist gegn því að ákveðin yrði dagsetning fyrir brottför bandaríska hersins frá Írak. Í ræðu sinni hvatti hún demókrata til að vinna sigur í þingkosningunum í nóvember. Erlent 13.6.2006 21:19 Leyniskytta skýtur dómara Dómari í borginni Reno í Nevada Bandaríkjanna var skotinn úr launsátri síðastliðinn mánudag. Dómarinn stóð við glugga á skrifstofu sinni, sem er á þriðju hæð í skrifstofubyggingu, þegar hann var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á spítala og ástand hans talið alvarlegt en var hann þó með meðvitund. Erlent 13.6.2006 21:19 Engin þörf er fyrir varnarlið á Íslandi Yfirmaður NATO í Bandaríkjunum segir ástæðulaust að hafa herflugvélar á Íslandi þar sem þær komi að ekki að notum. Geir Haarde segir íslensk stjórnvöld taka undir að allar forsendur séu breyttar. Erlent 13.6.2006 21:19 Albert varð ekki að fellibyl Íbúar Flórídaríkis búa sig undir að hitabeltisstormurinn Albert gangi á land. Búist er við mikilli úrkomu tengdri óveðrinu en líkurnar á að það verði að fyrsta fellibyl ársins eru sagðar dvínandi. Erlent 13.6.2006 17:32 « ‹ 326 327 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu Palestínskur þingmaður Hamas-samtakanna lagði í gær á flótta undan mótmælendum, sem líklega aðhyllast Fatah-samtökin. Ósætti milli hreyfinganna eykst daglega. Sló í brýnu milli manna í þinghúsinu. Erlent 14.6.2006 21:31
7 tonn af grasi Mexíkóskir hermenn fundu á þriðjudag nærri sjö tonn af marijúana í tankbíl við landamæri Bandaríkjanna. Bíllinn var stöðvaður við venjubundið eftirlit á þjóðvegi. Erlent 14.6.2006 21:31
Harmleikur í uppsiglingu Leikarinn Robert Redford hélt tölu síðstliðinn mánudag á fundi frjálslyndra stjórnmálasamtaka sem kallast Baráttan fyrir framtíð Bandaríkjanna. Erlent 14.6.2006 21:31
Engar refsiaðgerðir í bili Evrópusambandið hefur langtímaáætlun um lýðræðisþróun á Kúbu í smíðum og lýstu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna 25 yfir djúpstæðum áhyggjum af bágri stöðu mannréttindamála í eyríkinu á mánudag. Erlent 14.6.2006 21:31
Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna Stuðningur almennings í fimmtán löndum heims við stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum hefur dvínað til muna á síðasta ári. Sífellt fleiri Evrópubúar vantreysta George W. Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 14.6.2006 21:31
Vitnaleiðslum verjenda lokið Aðaldómarinn í réttarhöldum yfir Saddam Hussein úrskurðaði á þriðjudag að vitnaleiðslum verjenda væri lokið og að ákærendur myndu flytja lokaræðu sína í næstu viku. Erlent 14.6.2006 21:31
Löglegt á ný að selja byssur Dómari í Kaliforníu hefur komist að því að lögbann á sölu skammbyssna, sem samþykkt var af 58 prósentum borgarbúa í San Francisco í nóvember, standist ekki nánari skoðun. Erlent 14.6.2006 21:31
Börn horfa mikið á klám Dönsk börn og unglingar milli tólf ára og tvítugs horfa mikið á klám samkvæmt nýlegri rannsókn í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í dönskum fjölmiðlum í vikunni. Erlent 14.6.2006 21:31
Sjúkdómar gætu breiðst út Miklar deilur eru um áætlun Bush-stjórnarinnar um að staðsetja rannsóknarstöð banvænna veira á þéttbýlu svæði við San Fransiskó-flóa. Erlent 14.6.2006 21:31
Upplýst um yfirheyrsluaðferðir Bandaríska varnarmálaráðuneytið ætlar að láta undan miklum þrýstingi frá bandarískum þingmönnum og mannréttindasamtökum og svipta alveg hulunni af tilsögn um hvernig skuli staðið að yfirheyrslum. Erlent 14.6.2006 21:31
Guevara malar gull í Bólivíu Minningu byltingarforingjans Che Guevara á að nýta í anda einkaframtaks og markaðshyggju. Á heimasíðu Reuters-fréttastofunnar er greint frá því að í Bólivíu ætli frumkvöðlar í ferðamannaþjónustu að sækja inn á markað "vinstri-túrisma" með því að leggja vegarslóða sem kenndur verður við dvöl Guevaras í Bólivíu. Erlent 14.6.2006 21:31
Dæmdir fyrir hryðjuverk Þrír menn voru dæmdir í gær fyrir að undirbúa hryðjuverk og ráðast á kjörstað í Svíþjóð. Þetta er önnur sakfellingin síðan ný hryðjuverkalög voru sett á þar í landi árið 2003. Erlent 14.6.2006 21:31
Pakistan Pakistanskir vígamenn eru sagðir hafa hálshöggvið afganskan mann, sem þeir grunuðu um að njósna fyrir Bandaríkjastjórn, og hóta að aðrir sem slíkt geri hljóti sömu örlög. Erlent 14.6.2006 21:31
Neitar að loka Guantanamo Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, neitaði í gær að loka Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, en þar segja mannréttindasamtök að fari fram pyntingar og mönnum sé haldið án dóms og laga. Erlent 14.6.2006 21:31
ESB stuðli ekki að pyntingum Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt leiðtoga þjóða Evrópusambandsins til að taka höndum saman gegn ólöglegum fangaflutningum og pyntingum CIA á grunuðum hryðjuverkamönnum. Erlent 14.6.2006 21:31
Líkið flutt Jarðneskar leifar Maríu, konu Alexanders III Rússakeisara, verða fluttar til greftrunar í St. Pétursborg í september. Þær hafa hvílt í Danmörku síðan keisarafrúin lést árið 1928. María flúði Rússland í byltingunni 1917, en 17. júlí 1918 var sonur hennar ásamt fjölskyldu sinni drepinn af bolsévikum. Erlent 14.6.2006 21:31
Loka ber fangabúðunum strax Fimm mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kölluðu í gær eftir tafarlausri lokun fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirlýsing þeirra var birt á vef Sameinuðu þjóðanna. Erlent 14.6.2006 21:31
Útgöngubann á miðnætti Útgöngubann tekur gildi í Írak á miðnætti. Írakska stjórnin hefur boðað hertar aðgerðir gegn ofbeldisverkum í helstu borgum landsins og taka yfir fjörutíu þúsund hermenn þátt í aðgerðinni. Erlent 14.6.2006 15:09
Merck selur hlut sinn í Schering Þýska lyfjafyrirtækið Merck hefur samþykkt að selja þýska lyfjaframleiðandanum Bayer AG 21,8 prósenta hlut sinn í Schering og auðvelda yfirtöku Bayer á Schering. Merck keypti óvænt bréf í Schering skömmu fyrir lokun markaða á föstudag í síðustu viku og hefði getað hindrað yfirtökuferlið. Viðskipti erlent 14.6.2006 13:02
Síamstvíburar aðskildir Læknar á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum hófu í morgun aðgerð til að aðskilja símastvíbura. Stúlkurnar heita Regina og Renatta og hófst aðgerðin á þeim nú fyrir hádegið. Erlent 14.6.2006 09:56
Reynt að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í Bagdad Tug þúsund íraskir öryggissveitarmenn tóku í morgun þátt í aðgerðum í höfuðborginni, Bagdad, sem miða að því að koma í veg fyrir frekari árásir og hryðjuverk þar. Erlent 14.6.2006 09:40
Færir liðinu gæfu Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel. Erlent 13.6.2006 21:19
Hert áætlun til að koma á friði Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka. Erlent 13.6.2006 21:19
Karl Rove ekki ákærður Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins. Erlent 13.6.2006 21:19
Bush kom óvænt til Írak George Bush Bandaríkjaforseti flaug óvænt til Íraks í gær, en hann hvetur aðrar þjóðir til að standa við gefin loforð um fjárframlög til hernaðarins. Erlent 13.6.2006 21:19
Á móti brottför hersins frá Írak Öldungadeildarþingkonan Hillary Clinton var gagnrýnd harkalega í gær af friðarsinnum eftir að hún lagðist gegn því að ákveðin yrði dagsetning fyrir brottför bandaríska hersins frá Írak. Í ræðu sinni hvatti hún demókrata til að vinna sigur í þingkosningunum í nóvember. Erlent 13.6.2006 21:19
Leyniskytta skýtur dómara Dómari í borginni Reno í Nevada Bandaríkjanna var skotinn úr launsátri síðastliðinn mánudag. Dómarinn stóð við glugga á skrifstofu sinni, sem er á þriðju hæð í skrifstofubyggingu, þegar hann var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á spítala og ástand hans talið alvarlegt en var hann þó með meðvitund. Erlent 13.6.2006 21:19
Engin þörf er fyrir varnarlið á Íslandi Yfirmaður NATO í Bandaríkjunum segir ástæðulaust að hafa herflugvélar á Íslandi þar sem þær komi að ekki að notum. Geir Haarde segir íslensk stjórnvöld taka undir að allar forsendur séu breyttar. Erlent 13.6.2006 21:19
Albert varð ekki að fellibyl Íbúar Flórídaríkis búa sig undir að hitabeltisstormurinn Albert gangi á land. Búist er við mikilli úrkomu tengdri óveðrinu en líkurnar á að það verði að fyrsta fellibyl ársins eru sagðar dvínandi. Erlent 13.6.2006 17:32
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið