Innlent Nýtt skipulag Fréttablaðsins Nýtt starfsskipulag tekur gildi á ritstjórn Fréttablaðsins í dag. Í nýju skipulagi felst að starfsemi ritstjórnar er skipt í tvö höfuðsvið undir stjórn tveggja aðstoðarritstjóra. Þá taka fréttastjórar við daglegri yfirstjórn frétta. Innlent 13.7.2006 22:03 Ekki vitað um vitorðsmenn Parið sem gripið var í Leifsstöð í síðustu viku er þau reyndu að smygla einu kílói af kókaíni inn til landsins í skónum sínum, hafa ekki áður komist í kast við lögin. Innlent 13.7.2006 22:03 Stuðningur við bágstadda Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 7,5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til aðstoðar íbúum á Austur-Tímor. Innlent 13.7.2006 22:03 Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar stefna á að selja hlut sinn í Landsvirkjun fyrir árslok. Verðhugmyndin er svipuð og síðast. Þá hætti R-listinn við að selja vegna ósamstöðu. Akureyrarbær og borgin standa ekki saman að v Innlent 13.7.2006 22:03 Skútu hvolfdi við Geldingarnes Tveimur mönnum var bjargað á giftusamlegan hátt eftir að bát þeirra hvolfdi við Geldingarnes nú skömmu fyrir fréttir. Mennirnir voru kaldir og þjakaðir. Innlent 13.7.2006 22:41 Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni. Innlent 13.7.2006 22:19 Dick Cheney stefnt Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar. Erlent 13.7.2006 22:05 Tilraunir til innflutnings á fíkniefnum stöðvaðar Lögreglan hefur komið upp um sjö tilraunir til innflutnings á fíkniefnum undanfarnar sex vikur. Samtals hefur verið lagt hald á rúmlega fjórtán kíló af hvítu efnunum, kókaíni og amfetamíni, á tímabilinu. Innlent 13.7.2006 19:14 Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu. Innlent 13.7.2006 18:01 5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. Innlent 13.7.2006 17:28 Guðni vill varaformennsku Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum. Innlent 13.7.2006 16:02 300 ábendingar í fegrunarátaki í Breiðholti Breiðhyltingar tóku vel kalli borgarstjóra vegna samráðs um fegrun Breiðholts því þeir fylltu hátíðarsal Breiðholtsskóla í gærkvöldi og komu með um 300 ábendingar um hvað mætti betur fara. Fundurinn var undanfari umhverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Um það bil 200 fundargestir virtust ánægðir með framtakið. Innlent 13.7.2006 15:25 Íslendingar í Beirút Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til. Innlent 13.7.2006 15:08 Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Innlent 13.7.2006 14:46 Engin grein gerð fyrir hvaðan íbúar nýrra hverfa eiga að koma Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn ætla að kalla eftir gögnum um fyrirætlanir nýs meirihluta um að hraða útþennslu borgarinnar, á fundi borgarráðs í dag. Innlent 13.7.2006 13:55 Verð á fiskimörkuðum Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað. Innlent 13.7.2006 13:49 Net- og símakerfi óvirkt hjá tveimur ráðuneytum Net- og símakerfi liggja nú niðri tímabundið, í samgönguráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu, vegna viðgerða á ljósleiðara. Ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur. Innlent 13.7.2006 13:40 Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi. Innlent 13.7.2006 12:54 Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja ekki að samið verði við Landsflug Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vilja ekki undir neinum kringumstæðum að heilbrigðisráðuneytið semji aftur við Landsflug um sjúkraflug, ef ástæða þykir til að bjóða flugið út á ný. Innlent 13.7.2006 12:46 2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Innlent 13.7.2006 11:50 Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum. Innlent 13.7.2006 11:16 Getur átt von á dauðarefsingu Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Innlent 13.7.2006 11:12 Evrópusambandið með áætlun um lækkun reikigjalda farsíma Evrópusambandið hefur kynnt áætlun sem miðar að því að lækka reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis um allt að 70 prósent. Innlent 13.7.2006 11:11 Pokasjóður ÁTVR veitir Umhverfisstofnun styrk Í Umhverfisráðuneytinu, í dag kl. 13:30, mun Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra taka við framlagi, frá pokasjóði ÁTVR, til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss. Innlent 13.7.2006 10:53 Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur. Innlent 13.7.2006 10:30 Atlantsolía opnar bensínstöð Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins. Innlent 13.7.2006 09:55 Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína. Innlent 13.7.2006 09:46 Umhverfis- og fegrunarátak "Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi. Innlent 13.7.2006 09:38 Ofsaakstur Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Innlent 13.7.2006 09:41 Íslendingar fjárfesta grimmst erlendis Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra. Innlent 13.7.2006 09:30 « ‹ 326 327 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Nýtt skipulag Fréttablaðsins Nýtt starfsskipulag tekur gildi á ritstjórn Fréttablaðsins í dag. Í nýju skipulagi felst að starfsemi ritstjórnar er skipt í tvö höfuðsvið undir stjórn tveggja aðstoðarritstjóra. Þá taka fréttastjórar við daglegri yfirstjórn frétta. Innlent 13.7.2006 22:03
Ekki vitað um vitorðsmenn Parið sem gripið var í Leifsstöð í síðustu viku er þau reyndu að smygla einu kílói af kókaíni inn til landsins í skónum sínum, hafa ekki áður komist í kast við lögin. Innlent 13.7.2006 22:03
Stuðningur við bágstadda Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 7,5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til aðstoðar íbúum á Austur-Tímor. Innlent 13.7.2006 22:03
Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar stefna á að selja hlut sinn í Landsvirkjun fyrir árslok. Verðhugmyndin er svipuð og síðast. Þá hætti R-listinn við að selja vegna ósamstöðu. Akureyrarbær og borgin standa ekki saman að v Innlent 13.7.2006 22:03
Skútu hvolfdi við Geldingarnes Tveimur mönnum var bjargað á giftusamlegan hátt eftir að bát þeirra hvolfdi við Geldingarnes nú skömmu fyrir fréttir. Mennirnir voru kaldir og þjakaðir. Innlent 13.7.2006 22:41
Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni. Innlent 13.7.2006 22:19
Dick Cheney stefnt Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar. Erlent 13.7.2006 22:05
Tilraunir til innflutnings á fíkniefnum stöðvaðar Lögreglan hefur komið upp um sjö tilraunir til innflutnings á fíkniefnum undanfarnar sex vikur. Samtals hefur verið lagt hald á rúmlega fjórtán kíló af hvítu efnunum, kókaíni og amfetamíni, á tímabilinu. Innlent 13.7.2006 19:14
Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu. Innlent 13.7.2006 18:01
5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. Innlent 13.7.2006 17:28
Guðni vill varaformennsku Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum. Innlent 13.7.2006 16:02
300 ábendingar í fegrunarátaki í Breiðholti Breiðhyltingar tóku vel kalli borgarstjóra vegna samráðs um fegrun Breiðholts því þeir fylltu hátíðarsal Breiðholtsskóla í gærkvöldi og komu með um 300 ábendingar um hvað mætti betur fara. Fundurinn var undanfari umhverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Um það bil 200 fundargestir virtust ánægðir með framtakið. Innlent 13.7.2006 15:25
Íslendingar í Beirút Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til. Innlent 13.7.2006 15:08
Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Innlent 13.7.2006 14:46
Engin grein gerð fyrir hvaðan íbúar nýrra hverfa eiga að koma Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn ætla að kalla eftir gögnum um fyrirætlanir nýs meirihluta um að hraða útþennslu borgarinnar, á fundi borgarráðs í dag. Innlent 13.7.2006 13:55
Verð á fiskimörkuðum Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað. Innlent 13.7.2006 13:49
Net- og símakerfi óvirkt hjá tveimur ráðuneytum Net- og símakerfi liggja nú niðri tímabundið, í samgönguráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu, vegna viðgerða á ljósleiðara. Ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur. Innlent 13.7.2006 13:40
Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi. Innlent 13.7.2006 12:54
Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja ekki að samið verði við Landsflug Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vilja ekki undir neinum kringumstæðum að heilbrigðisráðuneytið semji aftur við Landsflug um sjúkraflug, ef ástæða þykir til að bjóða flugið út á ný. Innlent 13.7.2006 12:46
2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Innlent 13.7.2006 11:50
Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum. Innlent 13.7.2006 11:16
Getur átt von á dauðarefsingu Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Innlent 13.7.2006 11:12
Evrópusambandið með áætlun um lækkun reikigjalda farsíma Evrópusambandið hefur kynnt áætlun sem miðar að því að lækka reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis um allt að 70 prósent. Innlent 13.7.2006 11:11
Pokasjóður ÁTVR veitir Umhverfisstofnun styrk Í Umhverfisráðuneytinu, í dag kl. 13:30, mun Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra taka við framlagi, frá pokasjóði ÁTVR, til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss. Innlent 13.7.2006 10:53
Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur. Innlent 13.7.2006 10:30
Atlantsolía opnar bensínstöð Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins. Innlent 13.7.2006 09:55
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína. Innlent 13.7.2006 09:46
Umhverfis- og fegrunarátak "Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi. Innlent 13.7.2006 09:38
Ofsaakstur Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Innlent 13.7.2006 09:41
Íslendingar fjárfesta grimmst erlendis Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra. Innlent 13.7.2006 09:30
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið