Skoðanir

Fréttamynd

Félag ábyrgra hundaeigenda

Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkjan kostar lítið

Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðasjóður íþróttafélaganna

Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Staðreyndir um löggæslu á Íslandi

Ríkið heldur úti starfsemi lögreglunnar segir í 1. gr. lögreglulaga, til þess að tryggja öryggi borgaranna, segir í 2. gr. Það þarf fjárveitingar og lagaleg úrræði til þess að tryggja þessa lagaskyldu.

Skoðun
Fréttamynd

Poki og Íslandssagan

Fyrst ætlaði ég að byrja við ártalið þúsund en hikaði. Trúmál eru alltaf viðkvæm, svo að kristnitakan gerði mig afhuga þeirri hugmynd. Leifur var reyndar að leita fyrir sér í vestrinu en hví að rifja upp stór mistök?

Bakþankar
Fréttamynd

Tvöfaldur trúnaðarbrestur

Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandið (ASÍ) ræða nú saman um forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hvort til greina komi að segja þeim upp í janúar, eins og heimilt er að gera. Fyrir liggur að ýmsar forsendur kjarasamninganna hafa ekki staðizt. Kaupmáttur hefur aukizt lítillega en forsendur um verðbólgu, gengi krónunnar og fjárfestingar í atvinnulífinu hafa ekki haldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lokasenna að Landsbankamáli

Þegar þar var komið sögu, að klíkumenn Framsóknar bjuggust um rammlega í Landsbankanum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar hans, þótti þeim fýsilegt að Halldór Guðbjarnason yrði einn bankastjóri við einkavæðinguna. Þessu var honum lofað, en seinna svikið. Honum var bætt tjónið með því að gera hann að framkvæmdastjóra Visa-Ísland. Þar tókst honum svo vel upp að fyrirtækið var sektað um kr. 385 milljónir. Fyrir þá upphæð hefði mátt kaupa veiðileyfi í Hrútafjarðará í 400 – fjögur hundruð – ár, á verðlagi sem gilti þegar þau kaup fóru fram af hálfu bankans.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsvandinn kallar á þátttöku kvenna

Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósendur axli ábyrgð

Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Sorgarsaga

Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin.

Skoðun
Fréttamynd

Já, þú varst að vekja mig

Ég lærði nýtt hugtak í dag, póstfeminískt „móðurhlutverksblæti“. Ég er 36 ára og er að ljúka mínu þriðja, og vonandi síðasta, fæðingarorlofi. Eftir að dóttir mín fæddist í maí á þessu ári hafa tilfinningar og hugsanir um samfélagslegar væntingar til móðurhlutverksins orðið sífellt ásæknari.

Skoðun
Fréttamynd

Er Reykjavík ljót, döpur, leiðinleg og vanþroskuð?

Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann.

Skoðun
Fréttamynd

Fræðsla á milli menningarheima

Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár.

Skoðun
Fréttamynd

ESB ákveður leyfilegan heildarafla

Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkja og kylfingar

Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar.

Skoðun
Fréttamynd

Ja, mikið óskaplega ertu nú góð

„Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki,“ sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar viðskipti verða fjárfesting

Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum.

Skoðun
Fréttamynd

Er of dýrt að skipta um peru?

Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós.

Skoðun
Fréttamynd

Gjöf þings til þjóðar

Þegar ríkisstjórn vinstri flokkanna eftirlét þjóðinni stjórnarskrána komst loks skriður á málið. Stjórnlaganefnd var skipuð og blásið til þjóðfundar. Afraksturinn varð svo veganesti stjórnlagaráðs sem fullgerði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var afhent Alþingi síðsumars 2011 og sent stjórnlagaráði aftur til lokayfirferðar í mars 2012. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið lá svo fyrir þann 21. október sl. Hún var ótvíræð: Þjóðin þáði hina nýju stjórnarskrá með þökkum. Valdastéttir

Skoðun
Fréttamynd

Eimskip og endurreisn Íslands

Eimskipafélag Íslands, okkar elsta skipafélag, var stofnað 17. janúar 1914.. Var almennt álitið að með stofnun þess væri stigið eitt stærsta heillaspor í sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mættu á fimmta hundrað manns í Fríkirkjuna í Reykjavík að fagna fæðingu þessa „óskabarns þjóðarinnar“ og hefur það nafn loðað við fyrirtækið síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Bráðdrepandi byssumenning

Fjöldamorðin í Sandy Hook í Newtown í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem tuttugu lítil börn og sex fullorðnir létu lífið, gætu orðið vendipunktur í umræðum um byssueign vestra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Persson og Skarphéðinsson

Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: "Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd.“

Skoðun
Fréttamynd

Listin að gera sig að fífli

Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Ranghugmyndir yfirvalda um rjúpnaveiði

Nú er rjúpnaveiðitímabili þessa árs lokið, og full ástæða er til að fjalla um þá afleitu stöðu sem komin er upp varðandi rjúpnaveiðar eftir að umhverfisráðherra setti á nýja reglugerð fyrir tveimur árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárfestingar á Íslandi

Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu.

Skoðun
Fréttamynd

Alls konar skatta- og gjaldskrárhækkanir

Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Að æfa sig í foreldrahlutverkinu

Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn“.

Skoðun
Fréttamynd

Liðleskjur og aumingjar!

Um hátíðir minnumst við hinna látnu, ástvina og maka, fjölskyldumeðlima og vina. Heimsókn í kirkjugarðinn tilheyrir hátíðunum og það eru tregafull spor á stundum að ganga að leiði ástvinar. Það að missa einhvern náinn er sár sem aldrei grær að fullu, sérstaklega þegar sá sem frá hverfur er í blóma lífsins. Hvert okkar tekst á við slíkt á sinn eigin hátt, minningarnar eru margar og tilfinningarnar geta verið miklar, sveiflast mikið og varað lengi. Því þykir okkur flestum ákveðin huggun í því að votta hinum látnu virðingu okkar með heimsókn til þeirra og jafnvel kveikja á kerti og leggja niður skreytingu til marks um það að viðkomandi var hluti af lífi okkar sem við munum ekki gleyma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til hjálpar lögreglunni

Miðlarnir voru að segja frá fjárhagsvandræðum lögreglunnar sem eins og aðrir hefur komið hart niður í harðindunum. Og nú sé svo komið að hún sjái sér ekki fært að gegna jafnvel brýnustu skyldum, hvað þá ef eitthvað óvænt kæmi upp á.

Skoðun
Fréttamynd

Vonbrigði og mikið ósætti við Seðlabankann

Fyrr í þessum mánuði ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti. Íslendingar eru orðnir svo vanir slíkum tíðindum að þau vekja ekki meiri hughrif og umræðu en tilkynningar Veðurstofunnar um umhleypinga. Munurinn er þó sá að umhleypingarnir ráðast af lögmálum náttúrunnar en vextirnir eru afleiðing mannlegrar breytni.

Fastir pennar