Breiðablik „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. Íslenski boltinn 27.10.2024 20:55 Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2024 eftir 3-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik. Sigur Blika var afar verðskuldaður en þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill félagsins og annar á síðustu þremur árum. Íslenski boltinn 27.10.2024 16:01 Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í knattspyrnu með 3-0 sigri gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar. Fótbolti 27.10.2024 20:40 Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er í fullum gangi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Blikar þurftu að gera breytingu eftir tuttugu mínútna leik vegna höfuðmeiðsla Kristins Jónssonar. Íslenski boltinn 27.10.2024 19:06 Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Það var heldur betur fjör hjá stuðningsmönnum Víkings og Breiðabliks fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þegar Nablinn og Aron Guðmundsson kíktu á stemmninguna fyrir leik. Íslenski boltinn 27.10.2024 18:31 Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Oliver Ekroth mættur aftur og Nikolaj Hansen byrjar Víkingi dugir jafntefli en Breiðablik þarf sigur í viðureign liðanna í kvöld, úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Halldór Árnason hafa skipað byrjunarliðin. Íslenski boltinn 27.10.2024 17:33 Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Stuðningsmenn Breiðabliks fóru inn á Víkingsvöll í nótt og máluðu hluta af brettunum sem eru notuð til að mynda áhorfendaaðstöðu græn. Tjón eiganda brettanna er mikið. Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Bestu deildar karla í kvöld. Íslenski boltinn 27.10.2024 14:00 Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni Þótt aðeins 250 stuðningsmenn Breiðabliks geti verið á Víkingsvelli þegar liðið sækir Víking heim í úrslitaleik Bestu deildar karla ætla Blikar að fjölmenna í Víkina í dag. Íslenski boltinn 27.10.2024 12:57 „Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli. Íslenski boltinn 27.10.2024 11:45 „Vona að þessi leikur verði epískur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld. Íslenski boltinn 27.10.2024 10:32 Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. Íslenski boltinn 27.10.2024 10:01 Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. Íslenski boltinn 27.10.2024 08:02 Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. Íslenski boltinn 26.10.2024 19:17 Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. Íslenski boltinn 26.10.2024 11:02 Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. Íslenski boltinn 26.10.2024 09:19 „Raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, grínaðist með það að allir væru búnir að bíða eftir úrslitaleik Breiðabliks og Víkings í þrjú ár. Íslenski boltinn 26.10.2024 09:01 „Undir niðri kraumar bullandi rígur“ Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma. Íslenski boltinn 25.10.2024 17:02 Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. Íslenski boltinn 25.10.2024 14:32 Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. Íslenski boltinn 25.10.2024 13:34 Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. Íslenski boltinn 25.10.2024 13:21 Svona var blaðamannafundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. Íslenski boltinn 25.10.2024 12:31 Blikarnir draga úr hópi þeirra sem óska eftir miðum á úrslitaleikinn Breiðablik hefur sent frá sér yfirlýsingu um hvað varð um þá 250 miða sem Blikar fengu í Víkina á sunnudaginn þegar félagið mætir Víkingum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 23.10.2024 17:46 Sjáðu boxið þar sem Arnar tekur út bann í úrslitaleiknum: „Þetta er erfitt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, mun ekki geta hvatt sína menn áfram frá hliðarlínunni í úrslitaleik Bestu deildarinnar gegn Breiðabliki um komandi helgi. Þess í stað verður hann í boxi í stúku Víkingsvallar og tekur út leikbann. Við ræddum við Arnar og litum við í boxinu fræga. Íslenski boltinn 23.10.2024 09:01 Stubbur hrundi vegna álags Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn. Íslenski boltinn 22.10.2024 13:40 Miðasala fyrir úrslitaleikinn í Víkinni fer fram á morgun Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja. Íslenski boltinn 21.10.2024 20:32 Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Íslenski boltinn 20.10.2024 10:31 Halldór: Forréttindi að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og tryggði sér draumaúrslitaleik gegn Víkingi í lokaumferðinni um Íslandsmeistaratitilinn. Halldór Árnason, þjálfari Blika, var afar ánægður með úrslitin. Sport 19.10.2024 19:38 Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Draumaúrslitaleikurinn verður að veruleika Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og draumaúrslitaleikurinn gegn Víkingi í lokaumferðinni verður að veruleika. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið og tryggði heimamönnum stigin þrjú. Íslenski boltinn 19.10.2024 16:16 Úrslitaleikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi. Íslenski boltinn 17.10.2024 09:01 Arnór Sveinn hættir að spila og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks Löngum leikmannaferli Arnórs Sveins Aðalsteinsson lýkur í haust. Hann fer í nýtt hlutverk hjá Breiðabliki en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Íslenski boltinn 14.10.2024 16:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 64 ›
„Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. Íslenski boltinn 27.10.2024 20:55
Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2024 eftir 3-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik. Sigur Blika var afar verðskuldaður en þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill félagsins og annar á síðustu þremur árum. Íslenski boltinn 27.10.2024 16:01
Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í knattspyrnu með 3-0 sigri gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar. Fótbolti 27.10.2024 20:40
Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er í fullum gangi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Blikar þurftu að gera breytingu eftir tuttugu mínútna leik vegna höfuðmeiðsla Kristins Jónssonar. Íslenski boltinn 27.10.2024 19:06
Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Það var heldur betur fjör hjá stuðningsmönnum Víkings og Breiðabliks fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þegar Nablinn og Aron Guðmundsson kíktu á stemmninguna fyrir leik. Íslenski boltinn 27.10.2024 18:31
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Oliver Ekroth mættur aftur og Nikolaj Hansen byrjar Víkingi dugir jafntefli en Breiðablik þarf sigur í viðureign liðanna í kvöld, úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Halldór Árnason hafa skipað byrjunarliðin. Íslenski boltinn 27.10.2024 17:33
Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Stuðningsmenn Breiðabliks fóru inn á Víkingsvöll í nótt og máluðu hluta af brettunum sem eru notuð til að mynda áhorfendaaðstöðu græn. Tjón eiganda brettanna er mikið. Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Bestu deildar karla í kvöld. Íslenski boltinn 27.10.2024 14:00
Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni Þótt aðeins 250 stuðningsmenn Breiðabliks geti verið á Víkingsvelli þegar liðið sækir Víking heim í úrslitaleik Bestu deildar karla ætla Blikar að fjölmenna í Víkina í dag. Íslenski boltinn 27.10.2024 12:57
„Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli. Íslenski boltinn 27.10.2024 11:45
„Vona að þessi leikur verði epískur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld. Íslenski boltinn 27.10.2024 10:32
Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. Íslenski boltinn 27.10.2024 10:01
Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. Íslenski boltinn 27.10.2024 08:02
Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. Íslenski boltinn 26.10.2024 19:17
Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. Íslenski boltinn 26.10.2024 11:02
Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. Íslenski boltinn 26.10.2024 09:19
„Raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, grínaðist með það að allir væru búnir að bíða eftir úrslitaleik Breiðabliks og Víkings í þrjú ár. Íslenski boltinn 26.10.2024 09:01
„Undir niðri kraumar bullandi rígur“ Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma. Íslenski boltinn 25.10.2024 17:02
Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. Íslenski boltinn 25.10.2024 14:32
Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. Íslenski boltinn 25.10.2024 13:34
Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. Íslenski boltinn 25.10.2024 13:21
Svona var blaðamannafundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. Íslenski boltinn 25.10.2024 12:31
Blikarnir draga úr hópi þeirra sem óska eftir miðum á úrslitaleikinn Breiðablik hefur sent frá sér yfirlýsingu um hvað varð um þá 250 miða sem Blikar fengu í Víkina á sunnudaginn þegar félagið mætir Víkingum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 23.10.2024 17:46
Sjáðu boxið þar sem Arnar tekur út bann í úrslitaleiknum: „Þetta er erfitt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, mun ekki geta hvatt sína menn áfram frá hliðarlínunni í úrslitaleik Bestu deildarinnar gegn Breiðabliki um komandi helgi. Þess í stað verður hann í boxi í stúku Víkingsvallar og tekur út leikbann. Við ræddum við Arnar og litum við í boxinu fræga. Íslenski boltinn 23.10.2024 09:01
Stubbur hrundi vegna álags Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn. Íslenski boltinn 22.10.2024 13:40
Miðasala fyrir úrslitaleikinn í Víkinni fer fram á morgun Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja. Íslenski boltinn 21.10.2024 20:32
Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Íslenski boltinn 20.10.2024 10:31
Halldór: Forréttindi að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og tryggði sér draumaúrslitaleik gegn Víkingi í lokaumferðinni um Íslandsmeistaratitilinn. Halldór Árnason, þjálfari Blika, var afar ánægður með úrslitin. Sport 19.10.2024 19:38
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Draumaúrslitaleikurinn verður að veruleika Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og draumaúrslitaleikurinn gegn Víkingi í lokaumferðinni verður að veruleika. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið og tryggði heimamönnum stigin þrjú. Íslenski boltinn 19.10.2024 16:16
Úrslitaleikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi. Íslenski boltinn 17.10.2024 09:01
Arnór Sveinn hættir að spila og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks Löngum leikmannaferli Arnórs Sveins Aðalsteinsson lýkur í haust. Hann fer í nýtt hlutverk hjá Breiðabliki en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Íslenski boltinn 14.10.2024 16:02