Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Messi segist sakna Barcelona

Lionel Messi mætti ekki á 125 ára afmælishátíð Barcelona en nýtt viðtal við hann var aftur á móti sýnt á hátíðinni í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur aldrei áður á stjóraferlinum upplifað jafnslæmt gengi eins og hjá City liðinu síðustu vikur. Næst á dagskrá er síðan leikur á móti toppliðinu og að koma í veg fyrir að missa Liverpool ellefu stigum frá sér.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn

Sænska knattspyrnusambandið ætlar ekki að setja sig á móti því að HM 2034 fari fram í Sádi-Arabíu, þegar kosið verður þann 11. desember, þrátt fyrir gagnrýni á landið vegna mannréttindabrota.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn

Liverpool og Manchester City mætast í sannkölluðum risaleik á sunnudag í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nú er orðið ljóst að einn af fastamönnum í byrjunarliði Liverpool verður frá keppni næstu vikurnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jenas missir annað starf

Jermaine Jenas, sem var rekinn frá BBC fyrir að senda samstarfskonum óviðeigandi skilaboð, hefur misst annað starf. Jenas mun nefnilega ekki lengur kynna Formúlu E.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimaleikur Ís­lands fer fram á Spáni

Heimaleikur Íslands í umspili B-deildar Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó verður leikinn á Estadio Enrique Roca í Murcia á Spáni þann 23. mars næstkomandi. Þetta staðfestir KSÍ í yfirlýsingu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“

Rúben Amorim fagnaði sínum fyrsta sigri sem knattspyrnustjóri Manchester United þegar liðið lagði Bodø/Glimt að velli, 3-2, í Evrópudeildinni í kvöld. Portúgalinn var ánægður með viðtökurnar sem hann fékk í fyrsta leik sínum á Old Trafford.

Fótbolti
Fréttamynd

Erfitt kvöld hjá Íslendingunum

Elías Rafn Ólafsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Andri Lucas Guðjohnsen þurftu allir að sætta sig við töp í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld.

Fótbolti