Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Undanúrslit í bikarnum

Í dag verður leikið til undanúrslita í SS-bikarnum í handknattleik. Klukkan 13.30 mætast í Austurbergi í Breiðholti ÍR og ÍBV og klukkan 16.15 Grótta/KR og HK á Seltjarnarnesi. Liðin sem sigra í dag mætast í bikarúrslitum í Laugardalshöll 26. febrúar.

Sport
Fréttamynd

Einar með tvö í sigurleik

Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk þegar Wallau Massenheim sigraði Hamborg 33-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Wallau er í níunda sæti deildarinnar með 19 stig en Hamborg í 5. sæti með 27 stig.

Sport
Fréttamynd

Dagur með tvö í sigurleik

Dagur Sigurðsson skoraði tvö mörk þegar Bregenz sigraði Innsbruck, 33-24, í austurrísku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Bregenz, sem Dagur leikur með og þjálfar, er í efsta sæti í deildinni með 30 stig, fimm stigum á undan Kremz sem er í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Lið ÍBV kostar tugi milljóna

Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum.

Sport
Fréttamynd

Þór vann Val

Í úrvalsdeild karla í handknattleik bar Þór Akureyri sigurorð af Val fyrir norðan í gær, 30-26, en Valur hafði eins marks forystu í hálfleik. Sindri Haraldsson var markahæstur norðanmanna með 10 mörk en hjá Val skoraði Heimir Örn Árnason 8 og Baldvin Þorsteinsson skoraði. 6.

Sport
Fréttamynd

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki

Ísland er í fyrsta styrkleikaflokki af þremur þegar dregið verður í undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik síðar í þessum mánuði. Mestar líkur eru á því að Íslandi dragist gegn Bosníu og Hersegóvínu, Hvíta-Rússlandi, Ísrael, Póllandi, Portúgal eða Rúmeníu. Ísland gæti einnig dregist gegn Austurríki, Ungverjalandi, Litháen, Makedóníu, Slóvakíu og Úkraínu.

Sport
Fréttamynd

Þórsarar sigruðu Valsmenn

Valmönnum tókst ekki að komast í efsta sætið í úrvaldsdeild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn fóru norður til Akureyrar og spiluðu við Þórsara og fóru heimamenn með sigur, 30-26.

Sport
Fréttamynd

Jónatan skoðar Ossweil

KA-maðurinn Jónatan Magnússon heldur til Þýskalands um páskana þar sem hann mun skoða aðstæður hjá þýska 2. deildarfélaginu TSG Ossweil. KA lék æfingaleik gegn þessu liði fyrir tímabilið og frammistaða Jónatans í þeim leik vakti áhuga Þjóðverjanna að því er fram kemur á heimasíðu KA.

Sport
Fréttamynd

Jónatan líklega til Þýskalands

Enn einn KA-maðurinn er líklega á leið í atvinnumennsku í Þýskalandi, en Jónatan Magnússon, fyrirliði KA í handknattleik, hyggst semja við þýska 2. deildarliðið TSG Ossweil. KA lék gegn TSG Ossweil í æfingamóti síðastliðið haust og hrifust forráðamenn þýska liðsins mjög af frammistöðu Jónatans.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur KA

KA-menn koma greinilega vel undan vetrarfríinu en þeir sigruðu ÍR-inga örugglega á heimavelli í DHL-deild karla í kvöld, 31-27. Þá unnu Eyjamenn góðan útisigur á Íslandsmeisturum Hauka, 32-36 og HK vann Víking 31-28. Einn leikur fór fram í 1. deild karla, Stjarnan sigraði Fram á útivelli  23-28.

Sport
Fréttamynd

Róbert semur við Gummesbach

Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska liðið Gummersbach. Róbert staðfesti þetta við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í morgun. Róbert hefur átt í samningaviðræðum við Gummersbach undanfarnar vikur en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu með danska liðinu Århus en Róbert er markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Úrvalsdeildin að byrja á ný

Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan og Grótta/KR í úrslit

Stjarnan mætir Gróttu/KR í úrslitum SS-bikarkeppni kvenna. Stjarnan vann öruggan sigur á Valsstúlkum, 23-18, þar sem sterk liðsheild skóp sigurinn. Grótta/KR, sem er í neðsta sæti í úrvalsdeildinni, kom síðan skemmtilega á óvart með 32-30 sigri á útivelli gegn sterku liði Eyjastúlkna. Grótta/KR hafði eins marks forystu í hálfleik, 15-14.

Sport
Fréttamynd

Tvær vikur í undirbúning

Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar heimsmeistarar

Það er óhætt að segja að varnarleikurinn hafi verið víðsfjarri í úrslitaleik Spánverja og Króata á heimsmeistaramótinu í handbolta í Rades í Túnis í gær.

Sport
Fréttamynd

Hmam markahæstur á HM

Stórskyttan Wissen Hmam frá Túnis varð markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins í handbolta í Túnis sem lauk í gær.

Sport
Fréttamynd

Dagur Sigurðsson sýknaður

Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á síðasta ári.

Sport
Fréttamynd

Norðmenn í 7. sæti á HM

Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Rússa 30-27 í leik um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Túnis í morgun. Frammistaða Norðmanna á HM kom mjög á óvart enda er þetta besti árangur sem þeir hafa náð á heimsmeistaramóti.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar yfir í hálfleik

Spánverjar hafa yfir gegn heimamönnum í Túnis í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik, 18-16. Leikurinn er fyrri undanúrslitaleikur dagsins, en í hinum eigast Króatía og Frakkland við.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar í úrslit

Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Túnis með sigri á heimamönnum, 33-30, eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Leikurinn var lengstum í járnum en Spánverjar sigu fram úr á síðasta fjórðungi leiksins er leikur Túnisa hrundi. Spánverjar mæta annaðhvort Króötum eða Frökkum í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Eyjastúlkur sigruðu á Nesinu

Eyjastúlkur gerðu góð ferð á Seltjarnesið í dag þegar þær lögðu Gróttu/KR með 27 mörkum gegn 24 í DHL-deildinni í handknattleik. Markahæstar í liði ÍBV voru Sofia Pastor og Anastacia Patsion með 6 mörk en Tatjana Zukovska setti 5. Hjá Gróttu/KR var Arna Gunnarsdóttir með 9 mörk, Eva Kristinsdóttir með 5 mörk og Anna Guðmundsdóttir með 3.

Sport
Fréttamynd

Dagur féll á lyfjaprófi

Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður.

Sport
Fréttamynd

Króatar í úrslit

Heims- og Ólympíumeistarar Króata komust nú fyrir stundu í úrslit á Heimsmeistaramótinu í Túnis með því að leggja Frakka af velli, nokkuð örugglega, 35-32. Eftir slæma byrjun komust Króatar á skrið og náðu forystu um miðjan fyrri hálfleik sem þeir létu aldrei af hendi. Króatar mæta Spánverjum í úrslitum á morgun.

Sport
Fréttamynd

Króatar yfir í hálfleik

Heims- og Ólympíumeistarar Króata hafa eins marks forystu í leikhléi í undanúrslitaleik þeirra gegn Frökkum á HM í Túnis, 15-14. Anquetil er markahæstur hjá Frökkum með 4 mörk en leikstjórnandinn snjalli Ivano Balic hefur sett 6 fyrir Króata. Liðið sem sigrar mætir Spánverjum í úrslitaleik mótsins.

Sport
Fréttamynd

Júlíus Jónasson ósáttur

Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær

Sport
Fréttamynd

Heimamenn í undanúrslit

Það verða annars vegar Túnis og Spánn og hins vegar Frakkar og heimsmeistarar Króata sem mætast í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Gestgjafarnir Túnisar burstuðu Rússa 35-24 í lokaumferð í milliriðlunum og Spánverjar skelltu Norðmönnum 31-24.

Sport
Fréttamynd

Árni Þór til Göppingen

Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Þórs í handknattleik, er á leið til þýska liðsins Göppingen en forráðamenn liðsðins hafa sýnt Árna mikinn áhuga.

Sport
Fréttamynd

Skortir grunnþekkingu varnarleiks

Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn.

Sport
Fréttamynd

Túnis og Króatía í undanúrslit

Síðustu tveim leikjunum dagsins í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið. Í milliriðli 1 burstuðu Túnisar Rússa 35-24 og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Í milliriðli 2 sigraði Króatía Serba og Svartfellinga með eins marks mun, 24-23, og eru einnig komnir í undanúrslit.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar lögðu Svía

Tveimur leikjum í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið. Í milliriðli 2 lögðu Þjóðverjar Svía, 27-22, og Tékkar höfðu betur gegn Grikkjum, 31-29, í milliriðli 1. Nú er hálfleikur í leik Túnis og Rússa og hafa Túnisar átta marka forskot, 19-11.

Sport