Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur

Ólafur Stefánsson lét óvenju lítið að sér kveða í leiknum og þegar hann er ekki betri en hann var í gær á Ísland litla möguleika á að leggja Rússa.

Sport
Fréttamynd

Okkur lá of mikið á, sagði Dagur

"Við lögðum mikið á okkur en vorum að gera einföld mistök, skjóta of snemma og fengum hraðaupphlaup í bakið á okkur og það gengur ekki," sagði landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson súr á svipinn.

Sport
Fréttamynd

Aftur á byrjunarreit, sagði Viggó

Þau voru þung sporin hjá landsliðsþjálfaranum Viggó Sigurðssyni eftir leikinn enda ljóst að hann nær ekki því markmiði í Túnis að lenda í einu af sex efstu sætunum.

Sport
Fréttamynd

Sjö marka tap gegn Rússum

Íslendingar töpuðu fyrir Rússum, 29-22, í leik liðanna sem var að ljúka á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis. Staðan var jöfn, 12-12, í hálfleik og Rússar sigu svo fram úr eftir því sem á leið seinni hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Túnisar og Frakkar skildu jafnir

Heimamenn í Túnis gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli við Frakka 26-26 í A-riðli á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Frakkar eru í 4. sæti í riðlinum þegar þremur leikjum er lokið. Í C-riðli unnu Spánverjar Svía 33-26 eftir að Svíar höfðu haft átta marka forystu í hálfleik, 14-6. Þá máttu Norðmenn þola ósigur í gærkvöldi, töpuðu með eins marks mun fyrir Serbum, 24-25.

Sport
Fréttamynd

9 marka sigur Íslendinga

Íslendingar unnu níu marka sigur, 31-22, á Kúveit á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Íslenska liðið spilaði ekki nógu vel í leiknum, forystan var þó alltaf um 4-5 mörk, en undir lokin fór íslenska liðið í gang og unnu með níu mörkum.

Sport
Fréttamynd

Æfingabúðir fyrir rusldómara

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari fékk sitt þriðja gula spjald á HM í gær en hann var afar ósáttur við frammistöðu pólsku dómarana.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar yfir í hálfleik

Íslendingar eru yfir í hálfleik gegn Kúveit á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Staðan er 17-12. Einar Hólmgeirsson hefur verið lang atkvæðamestur í íslenska liðinu og gert sjö mörk. Guðjón Valur hefur gert 3 mörk og Markús Máni tvö.

Sport
Fréttamynd

Rússneski björninn aldrei veikari

Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur.

Sport
Fréttamynd

Danir gjörsigruðu Kanadamenn

Í kvöld fóru fram fjórir leikir á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Íslendingar sigruðu Kúveit 31-22, Spánverjar sigruðu Svía örugglega 33-26, Serbía/Svartfjallaland sigraði Norðmenn 25-24 og Danir unnu stórsigur á Kanada 52-18

Sport
Fréttamynd

HM í handbolta

Átta leikjum á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis er lokið í dag. Slóvenar sigruðu Alsíringa og Rússar sigruðu Tékka, en þessi lið eru með okkur Íslendingum í riðli.

Sport
Fréttamynd

Erfiðustu leikirnir, sagði Guðjón

"Ég veit ekki hvort fólk trúir því eða ekki en þetta eru erfiðustu leikirnir á svona stórmótum," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir leikinn en hann var líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins í lítilli sigurvímu.

Sport
Fréttamynd

Grikkir unnu Frakka óvænt

Óvænt úrslit urðu í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik þegar Grikkir unnu Frakka 20-19. Danir burstuðu Angolamenn 47-19 og Túnisar skelltu Kanadamönnum 42-20. Túnis og Danmörk eru með 4 stig eftir tvo leiki í riðlinum, Grikkir og Frakkar hafa 2 stig en Angólamenn og Kanadamenn eru án stiga.

Sport
Fréttamynd

Þvílíkur klaufaskapur

Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Polakovic sendur heim

Valsmenn hafa sagt upp samningin við vinstrihandarskyttuna Pavol Polakovic frá Slóvakíu. Að mati Óskars B. Óskarssonar, þjálfara Vals, hefur hann ekki staðið undir væntingum og var því ákveðið að senda hann heim.

Sport
Fréttamynd

Hreiðar og Ingimundur hvíla

Sömu leikmenn og hvíldu gegn Tékkum munu hvíla í leik íslenska handknattleikslandsliðsins og Slóvena á heimsmeistaramótinu í Túnis í dag. Þetta eru ÍR-ingarnir Hreiðar Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar töpuðu gegn Slóvenum

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði í kvöld gegn Slóvenum, 34-33, á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Slóvenar skriðu framúr í lokin og stálu sigrinum.

Sport
Fréttamynd

Drullufúllt að tapa

Það var drullufúlt að tapa þessu enda finnst mér við vera með betra lið," sagði Markús Máni Michaelsson sem átti fínan leik og skoraði fjögur mörk.

Sport
Fréttamynd

Alsír náði jafntefli gegn Tékkum

Alsíringar gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli, 29-29 gegn Tékkum á Heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag, en þessi lið spila með okkur Íslendingum í riðli. Þá sigruðu Túnisbúar Kanadamenn örugglega 42-20

Sport
Fréttamynd

Svakalega sárt

Skyttan unga Arnór Atlason var ekki kát á svipinn eftir leikinn enda svekkelsið mikið.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið í handknattleik er yfir í hálfleik gegn Slóvenum, 16-14, á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Róbert Gunnarsson hefur verið atkvæðamestur í íslenska liðinu og skorað 4 mörk, Alexander Pettersson og Guðjón Valur hafa gert 3 mörk og Markús Máni Michaelsson 2.

Sport
Fréttamynd

Okkar klaufaskapur

"Eins og það var sætt í gær þá er það súrt í dag," sagði Einar Hólmgeirsson og glotti.

Sport
Fréttamynd

Dómararnir í aðalhlutverki

Viggó Sigurðsson var enn vel heitur skömmu eftir leik og greinilegt að hann átti erfitt með að kyngja tapinu. Hann vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar.

Sport
Fréttamynd

Grikkir sigruðu Frakka

Tveir leikir eru búnir í dag á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Rússar sigruðu Kúveit örugglega og Grikkir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Frakka.

Sport
Fréttamynd

Svíar hlógu að Áströlum

Svíar eru gapandi hissa á því að lið eins og Ástralía skuli vera þátttakandi í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta í Túnis. Svíar burstuðu Ástralíu 49-16 í C-riðli en þetta er stærsti sigur Svía á HM frá upphafi og gátu leikmenn Svía ekki annað en hlegið í leikslok.

Sport
Fréttamynd

Slóvenar eru brothættir

Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti.

Sport
Fréttamynd

32 marka sigur á Áströlum

Spánverjar sigruðu Ástrali með 32 marka mun, 19-51, á HM í handbolta í Túnis í dag en liðin leika í C-riðli. Króatar unnu öruggan sigur á Japan í sama riðli, 25-34 og Svíar lögðu rétt í þessu Argentínumenn, 23-30 en þetta er önnur umferð riðilsins. Í D-riðli Unnu Egyptar sigur á Serbíu og Svartfjallalandi og Þjóðverjar lögðu Brasilíu.

Sport
Fréttamynd

Tríóið sem tékkaði sig inn

Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Snorri á förum frá Großwallstadt

Þýska handknattleiksliðið Großwallstadt mun ekki framlengja samning sinn við Snorra Stein Guðjónsson sem leikur nú sitt annað tímabil með liðinu. Sama á við um tvo aðra leikmenn liðsins sem tilkynnti þetta með fréttatilkynningu í dag en í henni kemur einnig fram að þjálfaraskipti standi fyrir dyrum.

Sport