Ástin á götunni Giggs ætlar að komast í liðið Ryan Giggs hefur þvertekið fyrir að hann sé í fýlu yfir því að komast ekki í byrjunarlið Manchester United og segir að sinn tími muni koma fljótlega. Giggs hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna á ferlinum með liðinu og segir það aldrei hafa komið til greina að yfirgefa félagið. Sport 23.10.2005 14:58 Woodgate er klár í slaginn í kvöld Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hjá Real Madrid segist vera klár í slaginn á sál og líkama og vonast til að fá að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld, þegar Real mætir Atletic Bilbao. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:55 og verður sýndur síðar um kvöldið á Sýn. Sport 17.10.2005 23:48 Martröð hjá Jonathan Woodgate Jonathan Woodgate er nú rétt í þessu að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Real Madrid, eftir að hafa verið meira og minna frá keppni í eitt og hálft ár vegna meiðsla. Ekki er hægt að segja að Woodgate hefji endurkomu sína með stæl, því nú rétt áðan kom hann liðið Atletic Bilbao yfir með því að skora sjálfsmark á 25. mínútu leiksins. Sport 23.10.2005 14:58 Tony Pulis á leið til Plymouth Knattspyrnustjórinn Tony Pulis er sagður vera kominn á fremsta hlunn með að skrifa undir samning um að þjálfa Plymouth Argyle, lið Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni. Sport 17.10.2005 23:48 Davíð Þór til Reading Davíð Þór Viðarsson, knattspyrnumaður hjá FH, er á leið til enska félagsins Reading sem leikur í ensku 1.deildinni en hann fer til liðsins í október og verður þar til reynslu í óákveðinn tíma. Sport 23.10.2005 14:58 Real lagði Bilbao Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn. Sport 23.10.2005 14:58 Pálmi til reynslu í Svíþjóð Pálmi Rafn Pálmason, knattspyrnumaður hjá 1.deildarliðinu KA, fer til Svíþjóðar á morgun þar sem hann verður til reynslu hjá sænska liðinu GAIS. Pálmi verður laus allra mála hjá KA um áramótin en þá rennur samningur hans við Akureyrarfélagið út. Sport 23.10.2005 14:58 Allardyce reiður Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, brást harðlega við þegar lið hans var gagnrýnt í fjölmiðlum í Englandi fyrir að spila ekki nógu skemmtilegan fótbolta og segir að menn eins og Arsene Wenger ættu að líta í eigin barm áður en þeir fara að gagnrýna liðið sitt. Sport 23.10.2005 14:58 Kári og Sölvi í úrslitin Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen komust í gær í úrslit sænsku bikarkeppninnar þegar lið þeirra, Djurgården, sigraði Elfsborg 2-1 í undanúrslitunum.Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Djurgården og stóð sig vel í leiknum en Sölvi Geir sat allan tímann á varamannabekknum. Sport 23.10.2005 14:58 Verðum að vinna næstu tvo leiki Paul Scholes hjá Manchester United gaf út þá yfirlýsingu í dag að ef Manchester United vinnur ekki sigur á Blackburn og Fulham í næstu tveimur deildarleikjum sínum, geti liðið einfaldlega gleymt því að stríða Chelsea eitthvað í titilslagnum í vetur. Sport 17.10.2005 23:48 Gravesen til United? Tomas Gravesen, leikmaður Real Madrid er orðaður við óvænta endurkomu í enska boltann í janúar. Talið er Manchester United hafi augastað á Dananum knáa sem á ekki sjö dagana sæla í herbúðum Real Madrid þessa dagana. Spænsku risarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og Gravesen dottinn út úr liðinu. Sport 17.10.2005 23:48 Enn dramatík í enska bikarnum Dramatíkin hélt áfram í enska bikarnum í kvöld, en Manchester City varð nýjasta liðið til að hljóta grimm örlög og falla úr keppni, þegar liðið tapaði fyrir Doncaster í vítakeppni. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Fulham sem marði Lincoln 5-4. Sport 17.10.2005 23:47 Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. Sport 17.10.2005 23:47 Neyðarfundur vegna stöðu deildar Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna minnkandi aðsóknar, lítils skemmtanagildis, minni spennu og hækkandi miðaverðs. Stjórnarformenn liða í úrvalsdeildinni hittast í nóvember næstkomandi. Í ítarlegri úttekt <em>BBC</em> kemur m.a. fram að of margar beinar útsendingar í sjónvarpi, hækkun miðaverðs og varfærni í leikskipulagi liða sé hugsanleg ástæða minnkandi aðsóknar. Sport 17.10.2005 23:46 Carrick frá í tvær vikur Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham verður frá keppni í um það bil tvær vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla í leik liðsins við Grimsby í deildarbikarnum í gærkvöldi, en það er leikur sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst eins og aðrir leikmenn liðsins. Sport 17.10.2005 23:47 Jafnt hjá Barcelona og Valencia Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin. Sport 17.10.2005 23:47 Jol skammaði leikmenn sína Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi. Sport 17.10.2005 23:47 Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hamburger komst í annað sæti deildarinnar með góðum útisigri á Stuttgart. Leverkusen sigraði Cologne 2-1, Hertha sigraði Duisburg 3-2 og Nurnberg og Schalke skildu jöfn 1-1. Þá vann Mainz sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það lagði Kaiserslautern 2-0 á útivelli. Sport 17.10.2005 23:47 Keane ætlar í þjálfun Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eftir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undanförnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. Sport 17.10.2005 23:47 Campo frá í tvo mánuði Úrvaldseildarlið Bolton varð í dag fyrir því áfalli að spænski miðjumaðurinn Ivan Campo fótbrotnaði á æfingu og talið er víst að hann verði frá keppni í tvo mánuði fyrir vikið. Sport 17.10.2005 23:47 Pálmi á förum frá KA Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA í knattspyrnu sem þjálfarar og fyrirliðar 1.deildar karla völdu sem leikmann ársins í kjöri sem fótbolti.net stóð fyrir, er að öllum líkindum á förum frá félaginu. Sport 17.10.2005 23:47 Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46 Hörkuleikir á Sýn í kvöld Það verða tveir sannkallaðir stórleikir á Sýn í kvöld. Nú klukkan 18:50 verður á dagskrá leikur Barcelona og Valencia í spænska boltanum, en síðar um kvöldið verður leikur AC Milan og Lazio á dagskrá. Sá leikur er sýndur í beinni á Sýn Extra nú fljótlega á eftir. Sport 17.10.2005 23:47 Gilberto samdi við Arsenal Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2009. Sport 17.10.2005 23:46 Árni og félagar töpuðu Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga töpuðu 2-0 fyrir Lilleström í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Árni stóð í marki Valerenga allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna. Sport 17.10.2005 23:47 Rafa fer ekki fet Fregnir bárust af því í morgun að spænska stórveldið Real Madrid væri að íhuga að nálgast Rafael Benitez stjóra Liverpool, sem næsta knattspyrnustjóra liðsins, en spænska liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum. Sport 17.10.2005 23:45 Stórslagur í spænska í kvöld Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik. Sport 17.10.2005 23:45 Mido fær ekki lengra bann Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham verður leikfær með liði sínu í gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en hann klárar að taka út þriggja leikja bann sitt gegn Grimsby í bikarnum í kvöld. Sport 17.10.2005 23:45 Enskir vilja Mourinho sem þjálfara Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið. Sport 17.10.2005 23:45 Real íhugar að kæra Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins. Sport 17.10.2005 23:45 « ‹ 296 297 298 299 300 301 302 303 304 … 334 ›
Giggs ætlar að komast í liðið Ryan Giggs hefur þvertekið fyrir að hann sé í fýlu yfir því að komast ekki í byrjunarlið Manchester United og segir að sinn tími muni koma fljótlega. Giggs hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna á ferlinum með liðinu og segir það aldrei hafa komið til greina að yfirgefa félagið. Sport 23.10.2005 14:58
Woodgate er klár í slaginn í kvöld Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hjá Real Madrid segist vera klár í slaginn á sál og líkama og vonast til að fá að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld, þegar Real mætir Atletic Bilbao. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:55 og verður sýndur síðar um kvöldið á Sýn. Sport 17.10.2005 23:48
Martröð hjá Jonathan Woodgate Jonathan Woodgate er nú rétt í þessu að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Real Madrid, eftir að hafa verið meira og minna frá keppni í eitt og hálft ár vegna meiðsla. Ekki er hægt að segja að Woodgate hefji endurkomu sína með stæl, því nú rétt áðan kom hann liðið Atletic Bilbao yfir með því að skora sjálfsmark á 25. mínútu leiksins. Sport 23.10.2005 14:58
Tony Pulis á leið til Plymouth Knattspyrnustjórinn Tony Pulis er sagður vera kominn á fremsta hlunn með að skrifa undir samning um að þjálfa Plymouth Argyle, lið Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni. Sport 17.10.2005 23:48
Davíð Þór til Reading Davíð Þór Viðarsson, knattspyrnumaður hjá FH, er á leið til enska félagsins Reading sem leikur í ensku 1.deildinni en hann fer til liðsins í október og verður þar til reynslu í óákveðinn tíma. Sport 23.10.2005 14:58
Real lagði Bilbao Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn. Sport 23.10.2005 14:58
Pálmi til reynslu í Svíþjóð Pálmi Rafn Pálmason, knattspyrnumaður hjá 1.deildarliðinu KA, fer til Svíþjóðar á morgun þar sem hann verður til reynslu hjá sænska liðinu GAIS. Pálmi verður laus allra mála hjá KA um áramótin en þá rennur samningur hans við Akureyrarfélagið út. Sport 23.10.2005 14:58
Allardyce reiður Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, brást harðlega við þegar lið hans var gagnrýnt í fjölmiðlum í Englandi fyrir að spila ekki nógu skemmtilegan fótbolta og segir að menn eins og Arsene Wenger ættu að líta í eigin barm áður en þeir fara að gagnrýna liðið sitt. Sport 23.10.2005 14:58
Kári og Sölvi í úrslitin Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen komust í gær í úrslit sænsku bikarkeppninnar þegar lið þeirra, Djurgården, sigraði Elfsborg 2-1 í undanúrslitunum.Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Djurgården og stóð sig vel í leiknum en Sölvi Geir sat allan tímann á varamannabekknum. Sport 23.10.2005 14:58
Verðum að vinna næstu tvo leiki Paul Scholes hjá Manchester United gaf út þá yfirlýsingu í dag að ef Manchester United vinnur ekki sigur á Blackburn og Fulham í næstu tveimur deildarleikjum sínum, geti liðið einfaldlega gleymt því að stríða Chelsea eitthvað í titilslagnum í vetur. Sport 17.10.2005 23:48
Gravesen til United? Tomas Gravesen, leikmaður Real Madrid er orðaður við óvænta endurkomu í enska boltann í janúar. Talið er Manchester United hafi augastað á Dananum knáa sem á ekki sjö dagana sæla í herbúðum Real Madrid þessa dagana. Spænsku risarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og Gravesen dottinn út úr liðinu. Sport 17.10.2005 23:48
Enn dramatík í enska bikarnum Dramatíkin hélt áfram í enska bikarnum í kvöld, en Manchester City varð nýjasta liðið til að hljóta grimm örlög og falla úr keppni, þegar liðið tapaði fyrir Doncaster í vítakeppni. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Fulham sem marði Lincoln 5-4. Sport 17.10.2005 23:47
Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. Sport 17.10.2005 23:47
Neyðarfundur vegna stöðu deildar Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna minnkandi aðsóknar, lítils skemmtanagildis, minni spennu og hækkandi miðaverðs. Stjórnarformenn liða í úrvalsdeildinni hittast í nóvember næstkomandi. Í ítarlegri úttekt <em>BBC</em> kemur m.a. fram að of margar beinar útsendingar í sjónvarpi, hækkun miðaverðs og varfærni í leikskipulagi liða sé hugsanleg ástæða minnkandi aðsóknar. Sport 17.10.2005 23:46
Carrick frá í tvær vikur Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham verður frá keppni í um það bil tvær vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla í leik liðsins við Grimsby í deildarbikarnum í gærkvöldi, en það er leikur sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst eins og aðrir leikmenn liðsins. Sport 17.10.2005 23:47
Jafnt hjá Barcelona og Valencia Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin. Sport 17.10.2005 23:47
Jol skammaði leikmenn sína Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi. Sport 17.10.2005 23:47
Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hamburger komst í annað sæti deildarinnar með góðum útisigri á Stuttgart. Leverkusen sigraði Cologne 2-1, Hertha sigraði Duisburg 3-2 og Nurnberg og Schalke skildu jöfn 1-1. Þá vann Mainz sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það lagði Kaiserslautern 2-0 á útivelli. Sport 17.10.2005 23:47
Keane ætlar í þjálfun Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eftir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undanförnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. Sport 17.10.2005 23:47
Campo frá í tvo mánuði Úrvaldseildarlið Bolton varð í dag fyrir því áfalli að spænski miðjumaðurinn Ivan Campo fótbrotnaði á æfingu og talið er víst að hann verði frá keppni í tvo mánuði fyrir vikið. Sport 17.10.2005 23:47
Pálmi á förum frá KA Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA í knattspyrnu sem þjálfarar og fyrirliðar 1.deildar karla völdu sem leikmann ársins í kjöri sem fótbolti.net stóð fyrir, er að öllum líkindum á förum frá félaginu. Sport 17.10.2005 23:47
Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46
Hörkuleikir á Sýn í kvöld Það verða tveir sannkallaðir stórleikir á Sýn í kvöld. Nú klukkan 18:50 verður á dagskrá leikur Barcelona og Valencia í spænska boltanum, en síðar um kvöldið verður leikur AC Milan og Lazio á dagskrá. Sá leikur er sýndur í beinni á Sýn Extra nú fljótlega á eftir. Sport 17.10.2005 23:47
Gilberto samdi við Arsenal Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2009. Sport 17.10.2005 23:46
Árni og félagar töpuðu Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga töpuðu 2-0 fyrir Lilleström í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Árni stóð í marki Valerenga allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna. Sport 17.10.2005 23:47
Rafa fer ekki fet Fregnir bárust af því í morgun að spænska stórveldið Real Madrid væri að íhuga að nálgast Rafael Benitez stjóra Liverpool, sem næsta knattspyrnustjóra liðsins, en spænska liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum. Sport 17.10.2005 23:45
Stórslagur í spænska í kvöld Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik. Sport 17.10.2005 23:45
Mido fær ekki lengra bann Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham verður leikfær með liði sínu í gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en hann klárar að taka út þriggja leikja bann sitt gegn Grimsby í bikarnum í kvöld. Sport 17.10.2005 23:45
Enskir vilja Mourinho sem þjálfara Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið. Sport 17.10.2005 23:45
Real íhugar að kæra Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins. Sport 17.10.2005 23:45