Ástin á götunni

Fréttamynd

Ensk lið á höttunum eftir Helguera

Nú er talið líklegt að spænski landsliðsmaðurinn Ivan Helguera, sem verið hefur á mála hjá Real Madrid undanfarin ár, gangi jafnvel til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar um áramótin.

Sport
Fréttamynd

Didier Deschamps hættur hjá Mónakó

Didier Deschamps er hættur sem knattspyrnustjóri hjá franska úrvalsdeildarliðinu Mónakó en liðinu hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð. Eftir 2-0 tap gegn Rennes um helgina ákvað Deschamps að segja af sér.

Sport
Fréttamynd

Fjórtan sigrar hjá Bayern í röð

Bayern München setti met í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið vann fjórtánda leik sinn í röð. Þeir unnu níu síðustu leik sína á síðustu leiktíð og hafa unnið alla fimm til þessa. Bæjarar lögðu Hannover að velli 1-0 með marki Martins Demichelis. Werder Bremen er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Bayern, með 13 stig eftir 3-2 sigur á Borussia Dortmund.

Sport
Fréttamynd

Roy Keane fótbrotinn

Áföllin koma í halarófu hjá Manchester United í upphafi leiktíðar í ensku úralsdeildinni í knattspyrnu en fyrirliði liðsins, Roy Keane fótbrotnaði í leik liðsins gegn Liverpool í dag. Framristarbein brotnaði og er búist við að Keane verði frá í 2 mánuði.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Inter á Lecce

Inter Milan vann auðveldan sigur á Lecce með þremur mörkum gegn engu í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta í gær og Parma marði 1-0 sigur á Empoli. Inter er efst í deildinni með sjö stig en það gæti breyst í dag þegar þriðju umferðinni lýkur.

Sport
Fréttamynd

Borgvardt kom inn fyrir Østenstad

Allan Borgvardt lék síðustu 5 mínúturnar með Viking sem tapaði 1-0 fyrir Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú síðdegis. Allan kom inn á sem varamaður fyrir Egil Østenstad. Stefán Gíslason lék allan tímann í liði Lyn sem tapaði fyrir Ham Kam 1-0. Við hlið Stefáns á miðjunni lék John Obi Mikel.

Sport
Fréttamynd

Óvænt tap hjá AC Milan

AC Milan tapaði óvænt fyrir Sampdoria í ítalska fótboltanum í dag, 2-1 þar sem nýliðinn Alberto Gilardino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan. Leikurinn markaði tvöföld tímamót fyrir fyrirliðann Paolo Maldini sem var að leika sinn 800. leik fyrir félagið auk þess sem hann jafnaði leikjamet Dino Zoff sem lék 570 leiki í efstu deild á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Hearts óvænt efst í Skotlandi

Í Skotlandi hefur Hearts óvænta forystu en liðið vann Inverness 0-1 á útivelli í gær. Hearts hefur unnið alla sjö leiki sína til þessa í deildinni og er með átta stiga forskot á Celtic og Rangers. Rangers bar sigurorð á Kilmarnock 3-0 í gær en Celtic leikur í dag gegn Hibernian.

Sport
Fréttamynd

Sigurmark Bolton á 94. mínútu

Bolton tryggði sér ótrúlegan sigur á Man City, 0-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú síðdegis þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu þegar 4 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Þá gerðu nýliðar Wigan 1-1 jafntefli við Middlesbrough.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur skoraði fyrir Malmö

Ásthildur Helgadóttir skoraði eitt marka Malmö sem burstaði Gautaborg 5-1 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Malmö er í 2. sæti deildarinnar með 52 stig, þremur stigum á eftir Umeå sem valtaði yfir AIK, 6-0 í gær. Djurgården/Älvsjö sem stal 2-1 sigri gegn Val í Evrópukeppni félagsliða í síðustu viku er í 3. sæti deildarinnar með 36 stig.

Sport
Fréttamynd

Loks sigur hjá Newcastle

Newcastle vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Blackburn á útivelli, 0-3. Alan Shearer, Michael Owen og Charles N Zogbia skoruðu mörk gestanna sem fyrir leikinn höfðu aðeins landað tveimur stigum í fimm leikjum. Fyrr í dag gerðu Liverpool og Man Utd markalaust jafntefli á Anfield í tíðindalitlum leik.

Sport
Fréttamynd

Lokeren lagði Sint Truden

Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson voru í byrjunarliði Lokeren sem vann Sint Truden 2-1 í belgísku fyrstu deildinni í fótbolta í gær. Lokeren er með 10 stig eftir fimm umferðir í sjötta sæti.

Sport
Fréttamynd

Barcelona og Real Madrid töpuðu

Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar stórveldin Barcelona og Real Madrid töpuðu leikjum sínum. Nýliðarnir tveir hjá Real Madrid, Julio Babtista (90mín) og Ramos Sergio (88. mín) voru báðir reknir af velli með rauðu spjaldi þegar liðið tapaði fyrir Espanyol 1-0 og var það því 9 manna lið Real sem lauk leiknum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Valencia og Deportivo

Valencia og Deportivo La Coruna gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Diego Tristan kom Depor yfir en David Villa og Miguel skoruðu fyrir Valencia en Sergio jafnaði metin fyrir Coruna-menn. Bæði lið misstu mann út af í leiknum með rautt spjald.

Sport
Fréttamynd

Hef séð það svartara

Vanderlei Luxemburgo, knattspyrnustjóri Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir enda gengur hvorki né rekur hjá liðinu. Farið er að hitna allverulega undir stólnum hans og margir sem spá því að hann verði látinn fjúka áður en langt um líður. Hann efast þó ekki um að liðið nái að rífa sig upp úr sleninu og biður menn að sýna stillingu.

Sport
Fréttamynd

Valskonur mæta Evrópumeisturunum

Kvennalið Vals mætir sjálfum Evrópumeisturunum í þýska liðinu Turbine Potsdam í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Valur mætir þýska liðinu í Reykjavík 8. október og ytra 19. október. Sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir annaðhvort Spörtu Prag frá Tékklandi eða Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir í enska í dag

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikirnir á Englandi hófust nú kl. 14. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem tekur á móti West Ham.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur í 8 liða úrslit

Valur tryggði sér í dag farseðilinn í 8 liða úrslit Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu þegar þær burstuðu Alma frá Kazakstan 8-0 í B-riðli 2. umferðar keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir tvö en Dóra Stefánsdóttir og Rakel Logadóttir eitt mark hvor.

Sport
Fréttamynd

Aukaæfingar fyrir Ronaldinho

Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Ívar skoraði sigurmark Reading

Ívar Ingimarsson var hetja Reading í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Crewe á 81. mínútu. Ívar lék að venju allan leikinn í liði Reading eins og Brynjar Björn Gunnarsson.

Sport
Fréttamynd

Chelsea vann toppslaginn

Chelsea lagði Charlton 2-0 í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eru Englandsmeistararnir því eina liðið með fullt hús stiga að loknum 6 leikjum. Hernan Crespo og Arjen Robben skoruðu mörkin. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í liði Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Van Persie fær eins leiks bann

Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun.

Sport
Fréttamynd

Gunnar skoraði gegn Lissabon

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Grétar Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Krylya Sovetov frá Rússlandi 5-3 á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Friedel ánægður með samninginn

Brad Friedel, markvörður Blackburn Rovers, hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við félagið og lofar að gefa liðinu "þrjú góð ár í viðbót", en hann hefur verið hjá Blackburn í fimm ár, en var áður hjá Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Kostic velur U-17 hópinn

Lúkas Kostic, þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið átján manna hóp sem tekur þátt í undankeppni EM. Riðill Íslands verður spilaður í Andorra dagana 23-27. og auk heimamanna verða Svíar og Tékkar í riðlinum. Liðið heldur utan 21. september og kemur aftur heim þann 28.

Sport
Fréttamynd

Bayern getur slegið met á morgun

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen geta slegið met sitt yfir flesta sigra í röð í þýsku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið mætir Hanover 96 á morgun, en með sigri vinnur liðið sitt 14. leik í röð, sem telur frá síðasta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar hækka um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 17. sæti listans og hafði sætaskipti við Holland.

Sport
Fréttamynd

Gríðarlegt áfall fyrir Man Utd

Manchester United varð fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt áðan þegar tilkynnt var að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze orðið frá út leiktíðinu vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Villareal í fyrrakvöld.

Sport
Fréttamynd

Allardyce sáttur við sigurinn

Sam Allardyce, stjóri Bolton, var mjög sáttur við að hans menn skildu ná að sigra Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í gær, en þó voru margir hlutir í leik liðsins sem hann gerði athugasemdir við.

Sport
Fréttamynd

McClaren ánægður með sína menn

Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0.

Sport