Ástin á götunni Ronaldinho hjá Barcelona til 2010 Knattspyrnumaður ársins árið 2004, Ronaldinho hefur skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við Barcelona til ársins 2010. Hinn 24 ára gamli Brasilíumaður fylgir þar með í fótspor þeirra Eto´o, Xavi, Deco og Victor Valdez sem allir höfðu samið við félagið til 2010. Sport 14.10.2005 06:40 Poom til Arsenal Eistneski markvörðurinn, Mart Poom er genginn til liðs við bikarmeistara Arsenal frá Sunderland. Jens Lehmann aðalmarkvörður Arsenal verður í banni fyrstu tvo leikina í Meistaradeild Evrópu. Poom er 33 ára. Sport 14.10.2005 06:39 Sabrosa til Liverpool Vængmaðurinn Simao Sabrosa er genginn til lið við Liverpool frá portúgölsku meisturunum í Benfica fyrir 10 milljónir punda. Portúgalinn sem eitt sinn spilaði með Barcelona er núna staddur í Liverpool borg í læknisskoðun. Sport 14.10.2005 06:39 Shearer bauð Owen teyjunúmer sítt Alan Shearer var svo ákveðinn í að fá Michael Owen til liðs við Newcastle að hann bauð honum meira að segja að fá númerið sitt, níuna frægu. Owen, sem gekk til liðs við Newcastle í gær frá Real Madrid, þáði boð Shearers hins vegar ekki og verður í treyju númer tíu. Sport 14.10.2005 06:39 Potillo til Club Brugge Það er ekki bara Michael Owen sem sér að tækifærin til að spila með Real Madrid verða ekki mörg. Javier Portillo hefur verið lánaður út þessa leiktíð til belgísku meistaranna í Club Brugge en hinn 23 ára Portillo ákvað að taka tilboði Belganna eftir að Real Madríd keypti brasilísku sóknarmennina Julio Babtista og Robinho. Sport 14.10.2005 06:40 Shearer bauð Owen númerið sitt Alan Shearer, fyrirliði Newcastle var ein af aðalástæðum þess að Michael Owen ákvað að ganga til liðs við félagið í gær, en fyrirliðinn hafði verið mjög ötull við að reyna að lokka Owen til liðsins. Sport 14.10.2005 06:39 Breytingar á U21 liðinu Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á KR-vellinum í undankeppni EM á föstudag í knattspyrnu. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður, og Viktor Bjarki Arnarsson, báðir leikmenn Fylkis, geta ekki tekið þátt í leiknum. Sport 14.10.2005 06:40 van der Meyde til Everton Everton hafa gengið frá fjögurra ára samningi við Hollendinginn Andy van der Meyde fyrrum leikmann Inter Milan. Lengi vel leit út fyrir að leikmaður kæmi ekki til Everton vegna meiðsla en hann fór í læknisskoðun hjá Everton í dag og gáfu læknar leikmanninum grænt ljós. Kaupverðið er ekki gefið upp. Sport 14.10.2005 06:39 Edman til Rennes Franska liðið Rennes heldur því fram á heimasíðu sinni í morgun að það hafi gert þriggja ára samning við vinstri bakvörðinn Erik Edman hjá Tottenham, en hann er sænskur landsliðsmaður. Sport 14.10.2005 06:39 Solano á leið heim Nolberto Solano er á leiðinni "heim" til Newcastle frá Aston Villa en Solano lék um árabil með Newcastle en fór þaðan til Villa fyrir 18 mánúðum síðan. Gangi félagskiptin eftir fær Aston Villa James Milner frá Newcastle í skiptum fyrir Solano. Sport 14.10.2005 06:40 Mourinho hefur ekki áhuga á enskum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið það út að hann hafi engan áhuga á að taka við enska landsliðinu, en segist þó upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við stöðuna. Sport 14.10.2005 06:39 Þrír á síðasta séns Þrír leikmenn A landsliðs karla í knattspyrnu eru á gulu spjaldi í undankeppni HM og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar. Leikmenn þurfa aðeins að hljóta tvö gul spjöld til að fara bann. Fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Gylfi Einarsson hafa allir fengið eitt gult spjald í keppninni hingað til. Sport 14.10.2005 06:39 Aðgangur bannaður Mikil spenna ríkir fyrir leik Tyrkja og Dana í undankeppni HM en liðin mætast í Istanbúl á laugardag. Nú hefur Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana ákveðið að enginn fái að fylgjast með æfingum danska landsliðsins. Danskir íþróttafréttamenn þurfa að sætta sig við þessa ákörðun Olsens. Sport 14.10.2005 06:40 Beckham farinn að æfa David Beckham er byrjaður að æfa á fullu með enska landsliðinu eftir að hafa fengið grænt ljós frá læknum, en Steven Gerrard er enn í meðferð hjá læknum og vonast eftir að verða klár í slaginn fyrir slaginn gegn Wales á laugardaginn. Sport 14.10.2005 06:39 Tottenham kaupir Jermaine Jenas Tottenham Hotspur gekk í morgun frá kaupum enska landsliðsmanninum Jermaine Jenas frá Newcastle fyrir um 8 milljónir punda og þá hefur Suður-Kóreumaðurinn Lee Young-Pyo einnig bæst í hóp liðsins frá PSV Eindhoven, en hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi. Sport 14.10.2005 06:39 Loksins sigur hjá Brann Brann sigraði Fredrikstad með fjórum mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í gær, en Brann vann síðast sigur í deildinni í byrjun júlí. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn með Brann sem er í sjöta sæti í deildinni með 29 stig. Sport 13.10.2005 19:46 Líkur Gylfa aukast hjá Leeds Helsti keppinautur landsliðsmannsins Gylfa Einarssonar um stöðu miðjumanns hjá enska 1. deildarliðinu Leeds Utd, hinn norski Eirik Bakke er að öllum líkindum á förum til enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa. Þetta sagði Gylfi í viðtali í Fótboltavikunni á Talstöðinni í dag en Bakke hélt Gylfa á varamannabekknum þar til hann meiddist á dögunum. Sport 13.10.2005 19:46 Jafnt hjá Landskrona og Halmstad Landskrona og Halmstad markalaust jafntefli í sænku úrvalsdeildinni í gær. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad. Örgryte tapaði á heimavelli fyrir Gautaborg 2-1. Jóhann B. Guðmundsson var í liði Örgryte en Hjálmar Jónsson sat á varamannabekknum hjá Gautaborg. Kalmar sigraði Helsingborg 1-0 og Hammarby og Elfsborg gerðu markalaust jafntefli. Sport 13.10.2005 19:46 Rekinn eftir einn leik Attilio Tesser komst ekki á spjöld sögunnar sem þjálfari Cagliari í ítölsku knattspyrnunni, því í gær var hann rekinn úr starfi sínu eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins einum leik. Sport 13.10.2005 19:46 Meiðsli hjá enska landsliðinu Sven-Göran Eriksson bíður nú milli vonar og ótta eftir því hvort þeir John Terry, Steven Gerrard og Shaun Wright-Phillips verði búnir að ná sér af meiðslum fyrir landsleik Englendinga og Wales um helgina. Sport 13.10.2005 19:46 Bouma til Villa Enska úrvaldsdeildaliðið Aston Villa hefur fegnið varnarmanninn Wilfried Bouma frá PSV Eindhoven í Hollandi. Villa borgaði 3.5 milljónir punda fyrir Hollendinginn sem er 27 ára gamall landsliðsmaður. Bouma var hjartað í vörn PSV sem fór í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:46 Owen kýs Newcastle Michael Owen samþykkti í morgun að ganga til liðs við Newcastle United og fer í læknisskoðun hjá liðinu í dag. Hann mun því væntanlega skrifa undir samning við norðanliðið fljótlega, en hann verður um leið dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Sport 13.10.2005 19:46 Grétar Rafn orðaður við AZ Alkmaar Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er sterklega orðaður við AZ Alkmaar toppliðið í hollensku úrvalsdeildinni. Grétar Rafn sem er leikmaður Young Boys frá Sviss hefur hlotið verðskuldaða athygli að undanförnu í leikjum sínum með íslenska landsliðinu. Hann er nú staddur í Hollandi að skoða aðstæður. Sport 13.10.2005 19:46 Rúrik færist nær Charlton Rúrik Gíslason, 17 ára leikmaður HK í 1.deild, er staddur í London í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildaliðinu Charlton. Sóknarmaðurinn ungi hefur leikið 12 leiki með HK í 1.deild og gert eitt mark. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Rúrik en standist hann læknisskoðun má búast við því að gengið verði frá samningi í dag. Sport 13.10.2005 19:46 Baros ætlar að skora grimmt Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa ætlar að vera iðinn við kolann í markaskorun fyrir nýja liðið sitt og segir að leikstíll liðsins muni hjálpa sér að skora miklu meira en hann gerði þegar hann var hjá Liverpool. Sport 14.10.2005 06:39 Stoke sigruðu Norwich 3-1 Fjöldi leikja fór fram í dag í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Hæst ber 3-1 sigur Stoke City á Norwich og 4-0 útisigur Preston á Ipswich. Sjá úrslit úr Championship deildinni. Sport 14.10.2005 06:39 Kuyt fer hvergi Dirk Kuyt, framherjinn knái hjá Feyenoord, hefur ákveðið að vera um kyrrt hjá félaginu þrátt fyrir mikinn áhuga ýmissa knattspyrnufélaga á honum. Kuyt lék frábærlega með Feyenoord í fyrra og var talið líklegt að hann myndi fara til einhvers stórliðs í Evrópu en á endanum ákvað Kuyt að vera áfram í Hollandi. Sport 14.10.2005 06:39 Enn eitt áfallið fyrir Newcastle Newcastle United á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, enda situr liðið í fallsæti í byrjun tímabilsins og hefur aðeins hlotið eitt stig það sem af er. Um helgina þurfti Kieron Dyer svo að fara meiddur af leikvelli gegn Manchester United og talið er að hann verði frá í nokkurn tíma. Sport 14.10.2005 06:39 Pyo á leið til Tottenham Suður-Kóreumaðurinn Lee-Young Pyo er á leið til Tottenham Hotspur frá PSV Eindhoven, ef marka má orð forráðamanna félagsins í morgun. Pyo hefur fyrir löngu sagt að hann vildi fara til Lundúnaliðsins, en fram að þessu hefur hollenska liðið ekki viljað láta hann fara. Sport 14.10.2005 06:39 Tudor ekki til Bolton? Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, hefur að undanförnu unnið að því að öturlega að fá króatíska landsliðsmanninn Igor Tudor til liðs við sig en hann gerði garðinn frægan hjá Juventus á árum áður. Allardyce óttast að hann muni ekki fá Tudor þar sem hann hefur ekki gengið frá samningi ennþá. Sport 14.10.2005 06:39 « ‹ 307 308 309 310 311 312 313 314 315 … 334 ›
Ronaldinho hjá Barcelona til 2010 Knattspyrnumaður ársins árið 2004, Ronaldinho hefur skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við Barcelona til ársins 2010. Hinn 24 ára gamli Brasilíumaður fylgir þar með í fótspor þeirra Eto´o, Xavi, Deco og Victor Valdez sem allir höfðu samið við félagið til 2010. Sport 14.10.2005 06:40
Poom til Arsenal Eistneski markvörðurinn, Mart Poom er genginn til liðs við bikarmeistara Arsenal frá Sunderland. Jens Lehmann aðalmarkvörður Arsenal verður í banni fyrstu tvo leikina í Meistaradeild Evrópu. Poom er 33 ára. Sport 14.10.2005 06:39
Sabrosa til Liverpool Vængmaðurinn Simao Sabrosa er genginn til lið við Liverpool frá portúgölsku meisturunum í Benfica fyrir 10 milljónir punda. Portúgalinn sem eitt sinn spilaði með Barcelona er núna staddur í Liverpool borg í læknisskoðun. Sport 14.10.2005 06:39
Shearer bauð Owen teyjunúmer sítt Alan Shearer var svo ákveðinn í að fá Michael Owen til liðs við Newcastle að hann bauð honum meira að segja að fá númerið sitt, níuna frægu. Owen, sem gekk til liðs við Newcastle í gær frá Real Madrid, þáði boð Shearers hins vegar ekki og verður í treyju númer tíu. Sport 14.10.2005 06:39
Potillo til Club Brugge Það er ekki bara Michael Owen sem sér að tækifærin til að spila með Real Madrid verða ekki mörg. Javier Portillo hefur verið lánaður út þessa leiktíð til belgísku meistaranna í Club Brugge en hinn 23 ára Portillo ákvað að taka tilboði Belganna eftir að Real Madríd keypti brasilísku sóknarmennina Julio Babtista og Robinho. Sport 14.10.2005 06:40
Shearer bauð Owen númerið sitt Alan Shearer, fyrirliði Newcastle var ein af aðalástæðum þess að Michael Owen ákvað að ganga til liðs við félagið í gær, en fyrirliðinn hafði verið mjög ötull við að reyna að lokka Owen til liðsins. Sport 14.10.2005 06:39
Breytingar á U21 liðinu Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á KR-vellinum í undankeppni EM á föstudag í knattspyrnu. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður, og Viktor Bjarki Arnarsson, báðir leikmenn Fylkis, geta ekki tekið þátt í leiknum. Sport 14.10.2005 06:40
van der Meyde til Everton Everton hafa gengið frá fjögurra ára samningi við Hollendinginn Andy van der Meyde fyrrum leikmann Inter Milan. Lengi vel leit út fyrir að leikmaður kæmi ekki til Everton vegna meiðsla en hann fór í læknisskoðun hjá Everton í dag og gáfu læknar leikmanninum grænt ljós. Kaupverðið er ekki gefið upp. Sport 14.10.2005 06:39
Edman til Rennes Franska liðið Rennes heldur því fram á heimasíðu sinni í morgun að það hafi gert þriggja ára samning við vinstri bakvörðinn Erik Edman hjá Tottenham, en hann er sænskur landsliðsmaður. Sport 14.10.2005 06:39
Solano á leið heim Nolberto Solano er á leiðinni "heim" til Newcastle frá Aston Villa en Solano lék um árabil með Newcastle en fór þaðan til Villa fyrir 18 mánúðum síðan. Gangi félagskiptin eftir fær Aston Villa James Milner frá Newcastle í skiptum fyrir Solano. Sport 14.10.2005 06:40
Mourinho hefur ekki áhuga á enskum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið það út að hann hafi engan áhuga á að taka við enska landsliðinu, en segist þó upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við stöðuna. Sport 14.10.2005 06:39
Þrír á síðasta séns Þrír leikmenn A landsliðs karla í knattspyrnu eru á gulu spjaldi í undankeppni HM og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar. Leikmenn þurfa aðeins að hljóta tvö gul spjöld til að fara bann. Fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Gylfi Einarsson hafa allir fengið eitt gult spjald í keppninni hingað til. Sport 14.10.2005 06:39
Aðgangur bannaður Mikil spenna ríkir fyrir leik Tyrkja og Dana í undankeppni HM en liðin mætast í Istanbúl á laugardag. Nú hefur Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana ákveðið að enginn fái að fylgjast með æfingum danska landsliðsins. Danskir íþróttafréttamenn þurfa að sætta sig við þessa ákörðun Olsens. Sport 14.10.2005 06:40
Beckham farinn að æfa David Beckham er byrjaður að æfa á fullu með enska landsliðinu eftir að hafa fengið grænt ljós frá læknum, en Steven Gerrard er enn í meðferð hjá læknum og vonast eftir að verða klár í slaginn fyrir slaginn gegn Wales á laugardaginn. Sport 14.10.2005 06:39
Tottenham kaupir Jermaine Jenas Tottenham Hotspur gekk í morgun frá kaupum enska landsliðsmanninum Jermaine Jenas frá Newcastle fyrir um 8 milljónir punda og þá hefur Suður-Kóreumaðurinn Lee Young-Pyo einnig bæst í hóp liðsins frá PSV Eindhoven, en hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi. Sport 14.10.2005 06:39
Loksins sigur hjá Brann Brann sigraði Fredrikstad með fjórum mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í gær, en Brann vann síðast sigur í deildinni í byrjun júlí. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn með Brann sem er í sjöta sæti í deildinni með 29 stig. Sport 13.10.2005 19:46
Líkur Gylfa aukast hjá Leeds Helsti keppinautur landsliðsmannsins Gylfa Einarssonar um stöðu miðjumanns hjá enska 1. deildarliðinu Leeds Utd, hinn norski Eirik Bakke er að öllum líkindum á förum til enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa. Þetta sagði Gylfi í viðtali í Fótboltavikunni á Talstöðinni í dag en Bakke hélt Gylfa á varamannabekknum þar til hann meiddist á dögunum. Sport 13.10.2005 19:46
Jafnt hjá Landskrona og Halmstad Landskrona og Halmstad markalaust jafntefli í sænku úrvalsdeildinni í gær. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad. Örgryte tapaði á heimavelli fyrir Gautaborg 2-1. Jóhann B. Guðmundsson var í liði Örgryte en Hjálmar Jónsson sat á varamannabekknum hjá Gautaborg. Kalmar sigraði Helsingborg 1-0 og Hammarby og Elfsborg gerðu markalaust jafntefli. Sport 13.10.2005 19:46
Rekinn eftir einn leik Attilio Tesser komst ekki á spjöld sögunnar sem þjálfari Cagliari í ítölsku knattspyrnunni, því í gær var hann rekinn úr starfi sínu eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins einum leik. Sport 13.10.2005 19:46
Meiðsli hjá enska landsliðinu Sven-Göran Eriksson bíður nú milli vonar og ótta eftir því hvort þeir John Terry, Steven Gerrard og Shaun Wright-Phillips verði búnir að ná sér af meiðslum fyrir landsleik Englendinga og Wales um helgina. Sport 13.10.2005 19:46
Bouma til Villa Enska úrvaldsdeildaliðið Aston Villa hefur fegnið varnarmanninn Wilfried Bouma frá PSV Eindhoven í Hollandi. Villa borgaði 3.5 milljónir punda fyrir Hollendinginn sem er 27 ára gamall landsliðsmaður. Bouma var hjartað í vörn PSV sem fór í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:46
Owen kýs Newcastle Michael Owen samþykkti í morgun að ganga til liðs við Newcastle United og fer í læknisskoðun hjá liðinu í dag. Hann mun því væntanlega skrifa undir samning við norðanliðið fljótlega, en hann verður um leið dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Sport 13.10.2005 19:46
Grétar Rafn orðaður við AZ Alkmaar Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er sterklega orðaður við AZ Alkmaar toppliðið í hollensku úrvalsdeildinni. Grétar Rafn sem er leikmaður Young Boys frá Sviss hefur hlotið verðskuldaða athygli að undanförnu í leikjum sínum með íslenska landsliðinu. Hann er nú staddur í Hollandi að skoða aðstæður. Sport 13.10.2005 19:46
Rúrik færist nær Charlton Rúrik Gíslason, 17 ára leikmaður HK í 1.deild, er staddur í London í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildaliðinu Charlton. Sóknarmaðurinn ungi hefur leikið 12 leiki með HK í 1.deild og gert eitt mark. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Rúrik en standist hann læknisskoðun má búast við því að gengið verði frá samningi í dag. Sport 13.10.2005 19:46
Baros ætlar að skora grimmt Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa ætlar að vera iðinn við kolann í markaskorun fyrir nýja liðið sitt og segir að leikstíll liðsins muni hjálpa sér að skora miklu meira en hann gerði þegar hann var hjá Liverpool. Sport 14.10.2005 06:39
Stoke sigruðu Norwich 3-1 Fjöldi leikja fór fram í dag í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Hæst ber 3-1 sigur Stoke City á Norwich og 4-0 útisigur Preston á Ipswich. Sjá úrslit úr Championship deildinni. Sport 14.10.2005 06:39
Kuyt fer hvergi Dirk Kuyt, framherjinn knái hjá Feyenoord, hefur ákveðið að vera um kyrrt hjá félaginu þrátt fyrir mikinn áhuga ýmissa knattspyrnufélaga á honum. Kuyt lék frábærlega með Feyenoord í fyrra og var talið líklegt að hann myndi fara til einhvers stórliðs í Evrópu en á endanum ákvað Kuyt að vera áfram í Hollandi. Sport 14.10.2005 06:39
Enn eitt áfallið fyrir Newcastle Newcastle United á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, enda situr liðið í fallsæti í byrjun tímabilsins og hefur aðeins hlotið eitt stig það sem af er. Um helgina þurfti Kieron Dyer svo að fara meiddur af leikvelli gegn Manchester United og talið er að hann verði frá í nokkurn tíma. Sport 14.10.2005 06:39
Pyo á leið til Tottenham Suður-Kóreumaðurinn Lee-Young Pyo er á leið til Tottenham Hotspur frá PSV Eindhoven, ef marka má orð forráðamanna félagsins í morgun. Pyo hefur fyrir löngu sagt að hann vildi fara til Lundúnaliðsins, en fram að þessu hefur hollenska liðið ekki viljað láta hann fara. Sport 14.10.2005 06:39
Tudor ekki til Bolton? Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, hefur að undanförnu unnið að því að öturlega að fá króatíska landsliðsmanninn Igor Tudor til liðs við sig en hann gerði garðinn frægan hjá Juventus á árum áður. Allardyce óttast að hann muni ekki fá Tudor þar sem hann hefur ekki gengið frá samningi ennþá. Sport 14.10.2005 06:39