Ítalski boltinn

Fréttamynd

Pirlo meiddur

Leiktíðin hefur ekki byrjað glæsilega hjá ítalska stórveldinu AC Milan og í morgun bárust slæm tíðindi úr herbúðum liðsins. Miðjumaðurinn Andrea Pirlo meiddist á læri og mun væntanlega missa af leik liðsins í Evrópukeppninni á fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hitnar undir Ancelotti

Það er orðið ansi heitt undir Carlo Ancelotti, þjálfara AC Milan. Byrjun liðsins á tímabilinu hefur verið afleit en liðið hefur tapað fyrir Bologna og Genoa í fyrstu tveimur leikjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn tapar AC Milan

AC Milan hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni í ítölsku úrvalsdeildinni. Í dag tapaði liðið fyrir Genoa á útivelli, 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Inter

Inter vann í gær sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ítölsku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri á Catania í umdeildum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho nálgast 100 heimaleiki án taps

Jose Mourinho og hans menn í Inter Milan eru taldir afar sigurstranglegir þegar þeir taka á móti Catania í ítölsku A-deildinni á morgun. Mourinho stefnir þar á 99. deildarleikinn í röð án taps á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Fangaklefar á fótboltavöllum

Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu hafa þurft að horfa upp á áframhaldandi uppþot í kring um leiki í deildinni þrátt fyrir að öryggisgæsla hafi verið hert til muna síðustu misseri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mutu áfrýjar úrskurði FIFA

Rúmenski knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu áfrýjaði í dag úrskurði FIFA til íþróttadómstóla eftir að honum var á dögunum gert að greiða fyrrum félagi sínu Chelsea tvo milljarða í miskabætur.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndi fórna golfinu fyrir Evrópubikarinn

Tékkinn Pavel Nedved hjá Juventus hefur átt sigursælan feril sem knattspyrnumaður. Hann hefur þó enn ekki náð að sigra í Meistaradeild Evrópu og segist vera tilbúinn að fórna ýmsu til að hljóta þann heiður.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti með nýjan samning á borðinu

Svo gæti farið að Francesco Totti næði þeim sjaldgæfa áfanga að vera samningsbundinn félagi sínu í aldarfjórðung. Sú verður líklega raunin ef hann skrifar undir nýjan samning sem sagður er liggja á borðinu fyrir hann hjá Roma á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Quaresma var efstur á óskalistanum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, er himinlifandi með að hafa gengið frá kaupunum á portúgalska vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto. Mourinho segir að Quaresma hafi verið efstur á óskalista sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta að hætta?

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag að svo gæti farið að ítalski miðvörðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kerlon til liðs við Chievo

Ein athyglisverðustu leikmannakaup dagsins eru kaup ítalska liðsins Chievo á hinum brasilíska Kerlon. Þessi tvítugi sóknarmaður er frægur fyrir boltatækni sína og þá sérstaklega fyrir hæfileika sinn í að hlaupa með boltann á hausnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho er stórkostlegur

Forráðamenn AC Milan héldu ekki vatni yfir frumraun Brasilíumannsins Ronaldinho með liðinu um helgina þrátt fyrir að Milan tapaði opnunarleik sínum í A-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Quaresma til Inter

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en liðið hefur loksins gengið frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Quaresma.

Fótbolti
Fréttamynd

Abramovich setur Real Madrid afarkosti

Eftir því sem spænska dagblaðið Marca heldur fram í dag er þolinmæði Roman Abramovich, eiganda Chelsea, senn á þrotum hvað varðar áhuga félagsins á Robinho, leikmanni Real Madrid.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bianchi til Torino

Rolando Bianchi er farinn frá Manchester City og hefur skrifað undir fimm ára samning við Torino á Ítalíu. Hann var keyptur til City í fyrra en átti ekki fast sæti og var lánaður til Lazio seinni hluta síðasta tímabils.

Fótbolti