Ítalski boltinn

Fréttamynd

Giuly á leið til Roma

Franski útherjinn Ludovic Giuly hjá Barcelona er við það að ganga til liðs við Roma á Ítalíu. Þetta tilkynnti yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona í dag. Giuly varð tvisvar Spánarmeistari með Barcelona en var settur á sölulista hjá félaginu í vor. Hjá Roma fær hann aftur tækifæri til að spila í Meistaradeildinni þar sem liðið hafnaði í öðru sæti í A-deildinni á síðustu leiktíð. Kaupverðið er sagt 4,5 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter kaupir tvo leikmenn

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa styrkt hóp sinn enn frekar fyrir næstu leiktíð og nú hafa tveir Suður-Ameríkumenn bæst í hópinn sem er nú við æfingar í fjöllunum á Norður-Ítalíu. Þetta eru sóknartengiliðurinn Luis Jimenez frá Lazio sem er landsliðsmaður Chile og kólumbíski varnarmaðurinn Nelson Rivas frá River Plate í Argentínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chivu verður áfram hjá Roma

Rúmenski landsliðsmaðurinn Cristian Chivu verður áfram hjá ítalska félaginu Roma eftir að varnarmanninum tókst ekki að semja við Real Madrid sem samþykkti að greiða fyrir hann 20 milljónir evra. Það er því ljóst að Chivu verður með lausa samninga hjá Roma á næstu leiktíð og getur þá farið frá félaginu án greiðslu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nedved áfram hjá Juventus

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur samþykkt að vera eitt ár í viðbót hjá Juventus ef marka má fregnir frá Tórínó í dag. Nedved er 34 ára gamall og sagðist líklega leggja skóna á hilluna í sumar ef hann fengi ekki veglega kauphækkun fyrir næsta ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn kært í Ítalíuskandalnum

37 manns voru í dag ákærðir fyrir þátt sinn í Ítalíuskandalnum fræga frá því í fyrra þegar enn einn dómurinn féll í málinu. Nokkrir af þeim sem kærðir hafa verið nú hafa þegar fengið refsingu og einn þeirra er Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus. Hann fékk fimm ára bann í upphaflegu réttarhöldunum en gæti nú verið að horfa á fangelsisvist.

Fótbolti
Fréttamynd

Lippi liggur enn undir feldi

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM fyrir nákvæmlega ári síðan, liggur enn undir feldi og hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína. Hann segir 10 félög hafa sett sig í samband við sig og boðið sér starf.

Fótbolti
Fréttamynd

Collina ráðinn yfirdómari á Ítalíu

Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum knattspyrnudómarann Pierluigi Collina í sérstakt embætti þar sem honum verður falið að hafa umsjón með öllum dómurum í landinu. Er þetta tilraun Ítala til að fegra ímynd sambandsins eftir skandalinn ljóta þar í landi í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter hætt við að kaupa Chivu

Inter Milan hefur hætt við að kaupa rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu frá Roma. Forráðamenn Inter segja verðmiðann á leikmanninum einfaldlega of háan en Roma vill fá 18 milljónir evra fyrir hann. Real Madrid og Barcelona eru einnig sögð hafa áhuga á varnarmanninum en ljóst er að hann fer ekki til Inter í bráð.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus ekki á eftir Lampard

Claudio Ranieri segir Juventus ekki vera á höttunum eftir miðjumanninum Frank Lampard hjá Chelsea eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Hann segir að þó Lampard sé frábær leikmaður, vanti Juventus aðeins miðvörð í leikmannahóp sinn fyrir átökin á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaká að biðja um að vera seldur til Real Madrid?

Samkvæmt spænska dagblaðinu AN hefur brasilíski snillingurinn Kaká biðlað til AC Milan um að vera seldur til Real Madrid. Samkvæmt blaðinu hafði Kaká samband við Silvio Berlusconi rétt áður en hann fór í sumarfrí til New York.

Fótbolti
Fréttamynd

Trezeguet neitaði United og Liverpool

Franski markaskorarinn David Trezeguet hjá Juventus framlengdi samning sinn við ítalska félagið til ársins 2011 á dögunum en hann hefur nú gefið upp að hann hafi neitað tilboðum bæði Manchester United og Liverpool á Englandi og Barcelona á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Trezeguet framlengdi við Juventus

Franski framherjinn David Trezeguet framlengdi í gær samning sinn við ítalska liðið Juventus til ársins 2011 og batt þar með enda á sögusagnir um að hann væri á leið til Arsenal á Englandi. Trezeguet hafði lengi verið ósáttur í herbúðum Juventus og lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði ekki að spila aftur með liðinu. Hann dró þó í land þegar honum voru boðin betri kjör. Hann hefur skorað 145 mörk á sjö árum hjá Juve.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka keyptur til Real fyrir 6,7 milljarða?

Talsmaður miðjumannsins Kaka hjá AC Milan segir hann hreint ekki vera búinn að útiloka að ganga í raðir Real Madrid á Spáni í sumar. Hann segir leikmanninn kunna vel við sig í Mílanó, en segir spænska liðið þegar vera búið að gera Kaka tilboð "sem hann geti ekki hafnað."

Fótbolti
Fréttamynd

Suazo fer ekki til AC Milan

Sápuóperunni í kring um framherjann David Suazo virðist hvergi nærri lokið en í dag tilkynntu forráðamenn AC Milan að ekkert yrði af fyrirhuguðum kaupum félagsins á leikmanninum því hann hefði þegar verið búinn að skrifa undir samning við Inter áður en hann skrifaði undir samning hjá félaginu. Það er því útlit fyrir að framherjinn muni enda hjá Inter eftir allt saman.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter sýknað af símahlerunum

Inter Milan hefur verið hreinsað af ásökunum um að félagið hafi hlerað símtöl leikmanna og dómara. Þetta tilkynnti knattspyrnusamband Ítalíu í dag. Fyrrverandi leikmenn Inter, Christian Vieiri og Ronaldo voru meðal þeirra sem sögðu Inter hafa njósnað um sig, og einnig dómarinn Massimo De Santis.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan bregst harðlega við mynd af Kaka

Forráðamenn AC Milan á Ítalíu eru æfir vegna myndar sem birtist af leikmanni liðsins, Kaka, í spænska dagblaðinu AS um helgina. Kaka sést halda á eintaki af blaðinu með mynd af fagnaðarlátum Real Madrid þegar liðið vann meistaratitilinn á dögunum og þykir Ítölunum þetta vera beinn áróður spænska liðsins til að lokka miðjumanninn til Spánar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fenerbahce: Við erum að kaupa Ronaldo

Stjórnarformaður Fenerbahce í Tyrklandi segir að félagið sé við það að ganga frá kaupum á brasilíska framherjanum Ronaldo frá AC Milan. Félagið gekk frá kaupum á landa hans Roberto Carlos frá Real Madrid á dögunum og segir stjórnarformaðurinn það ekkert leyndarmál lengur að félagið sé að landa Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Camoranesi ósáttur hjá Juventus

Svo gæti farið að ítalski landsliðsmaðurinn Mauro Camoranesi færi frá Juventus í sumar eftir að slitnaði upp úr viðræðum umboðsmanns hans við félagið varðandi framlengingu á samningi leikmannsins. Leikmaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum en vildi bættari kjör eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr B-deildinni í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Suazo snerist hugur - Eto´o út úr myndinni

Framherjinn David Suazo skipti heldur betur um skoðun í gær þegar hann gerði samning við AC Milan. Suazo, sem er landsliðsmaður Hondúras, var fyrir helgina sagður hafa gengið í raðir Inter Milan frá Cagliari eftir frábært tímabil í vetur þar sem hann skoraði 14 mörk. Forráðamenn Cagliari tilkynntu fyrir helgi að Inter væri þegar búið að kaupa hann, en nú hefur hann gengið í raðir erkifjendanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti sáttur við sjálfan sig

Francesco Totti hjá Roma var að vonum ánægður þegar hann var sæmdur gullskónum um helgina, en það eru verðlaun sem veitt eru markaskorara ársins í Evrópuknattspyrnunni. Totti gleymdi ekki að þakka sjálfum sér þegar hann var spurður út í heiðurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan: Eto´o er fyrsti kostur

Varaformaður AC Milan, Adriano Galliani, hefur nú tilkynnt að framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona sé fyrsti kostur félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Þetta sagði hann á heimasíðu félagsins. Hann var spurður út í ummæli forseta félagsins á dögunum þar sem hann sagði að félagið ætlaði að næla aftur í Andriy Shevchenko og saðgði þá; "Við forsetinn höfum aldrei verið ósammála á síðustu 30 árum. Hver veit hvað gerist?"

Fótbolti
Fréttamynd

Totti fær gullskó Evrópu

Ítalinn Francesco Totti hlaut gullskó Evrópu fyrir nýafstaðið tímabil. Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á tímabilinu, einu marki meira en Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan segist ekki ætla að selja Kaka

AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“

Fótbolti
Fréttamynd

Inter kaupir Suazo

Inter Milan var að ganga frá kaupum á framherjanum Davis Suazo frá Cagliari. Þessu greindi Massimo Cellino, forseti Cagliari, frá í dag. „Inter voru að gera frábær kaup, Suazo mun verða þeirra fyrsti kostur, hann er frábær leikmaður."

Fótbolti
Fréttamynd

Trezeguet: Ég spila ekki lengur hjá Juventus

Franski framherjinn David Trezeguet hjá Juventus segist ekki ætla að halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð þó það hafi tryggt sér sæti í A-deildinni á ný. "Það er ekki möguleiki á að ég verði áfram og viðræðum um það verður ekki haldið áfram," sagði Frakkinn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Figo framlengir við Inter

Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Inter Milan. Gamli samningurinn hans rennur út um næstu mánaðamót en hann hefur nú framlengt út næstu leiktíð. Figo er 34 ára gamall og fyrrum knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Hann gekk í raðir Inter frá Real Madrid árið 2005 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki hjá ítalska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Iaquinta á leið til Juventus

Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Udinese tilkynnti í dag að félagið hefði samþykkt tilboð Juventus í landsliðsframherjann Vincenzo Iaquinta. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir Udinese í sjö ár. "Ekki hefur verið gengið formlega frá kaupunum en þetta er allt klappað og klárt," sagði forseti Udinese í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Figo hefur ekki áhuga á Tottenham

Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan segist ekki vilja spila annarsstaðar í Evrópu og hafnar slúðri sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. "Ef ég held áfram að spila í Evrópu, verður það aðeins fyrir Inter og ég er ekki á leið til Portúgal eða Englands," sagði Figo, sem einnig hefur verið orðaður við lið í Saudi Arabíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan staðfestir áhuga sinn á Eto´o

Forráðamenn AC Milan staðfestu í dag að þeir hefðu mikinn áhuga á að kaupa sóknarmanninn Samuel Eto´o frá Barcelona í sumar. Þeir vísa hinsvegar á bug fregnum um að kaupin séu komin langt á veg og taka fram að ekkert verði gert í málinu fyrr en eftir að deildarkeppninni lýkur á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Gildardino er falur hjá AC Milan

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að framherjinn Alberto Gilardino sé falur fyrir 24 milljónir evra eða 2 milljarða króna. Gilardino skoraði 12 mörk fyrir Milan í A-deildinni í vetur en er ósáttur við hlutskipti sitt hjá liðinu og vill gjarnan breyta til.

Fótbolti