Ítalski boltinn

Fréttamynd

Del Piero með þrennu í stórsigri Juventus

Gamla brýnið Alessandro del Piero var í miklu stuði hjá Juventus í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Crotone. Juventus er nú komið með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þó tekið sé mið af þeim níu stigum sem dregin voru af liðinu í upphafi leiktíðar vegna spillingarmálsins á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum

Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Materazzi: Við verðum meistarar

Marco Materazzi, hinn umdeildi varnarmaður Inter Milan, er sannfærður um að lið sitt hampi meistaratitlinum þar í landi í ár. Hann segir að 2-3 sigrar í viðbót muni fara langt með að tryggja meistaratitilinn, en Inter hefur unnið 15 leiki í röð í deildinni til þessa.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verður að öllum líkindum í byrjunarliði AC Milan í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti Siena í ítölsku A-deildinni á morgun. Þjálfarinn Carlo Ancelotti segir að Ronaldo sé óðum að komast í gott form og sé í nægilega góðu ástandi til að vera í byrjunarliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta vill framlengja við Milan

Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist ólmur vilja framlengja samning sinn við AC Milan á Ítalíu, sem þó rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Nesta hefur verið orðaður við önnur lið í Evrópu undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Gangið í lið með mér eða látið lífið

Claudio Ranieri byrjaði ekki glæsilega í þjálfarastarfi sínu hjá ítalska liðinu Parma, því í dag var hann látinn biðjast afsökunar á harkalegum yfirlýsingum sínum á blaðamannafundinum þegar hann tók við liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Catania fær þunga refsingu

Ítalska liðið Catana þarf að spila síðustu heimaleiki sína í ár fyrir luktum dyrum á hlutlausum velli og þá hefur félagið verið sektað um rúmlega 33 þúsund evrur. Þetta var niðurstaða ítalska knattspyrnusambandsins í dag eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum fyrir utan Massimo-völlinn í byrjun mánaðarins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri tekinn við Parma

Claudio Ranieri var í dag skipaður þjálfari ítalska A-deildarliðsins Parma, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Valencia fyrir tveimur árum. Ranieri stýrði áður liði Chelsea en tekur nú við starfi Stefano Pioli sem var rekinn frá Parma á dögunum. Liðið er í bullandi fallbaráttu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 sigra í 22 leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eins og að horfa á U2 tónleika með 10 áhorfendum

Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini vill flauta tímabilið af

Roberto Mancini vill að keppni í ítölsku A-deildinni verði flautuð af og látin hefjast á ný næsta haust á meðan unnið verður að því að koma öryggismálum í lag á Ítalíu. Lið hans Inter er eitt þeirra sem þarf að spila fyrir luktum dyrum um þessar mundir og því vill Mancini að liðið sem er í efsta sæti i dag verið sæmt meistaratitlinum og mótið flautað af.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti ánægður með Ronaldo

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var mjög ánægður með frammistöðu brasilíska framherjans Ronaldo sem lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið í dag eftir að hafa komið frá Real Madrid í síðasta mánuði. Ronaldo þótti frískur þann tæpa hálftíma sem hann spilaði og gladdi auga þjálfara síns.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert lát á sigurgöngu Inter

Mörk frá Adriano og Hernan Crespo tryggðu Inter Milan auðveldan sigur á Chievo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en um var að ræða 15. sigur liðsins í deildinni í röð. Engir áhorfendur voru á leiknum, frekar en í þremur öðrum leikjum á Ítalíu í dag. Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Getum ekki verið án stuðningsmannanna verið

Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan í ítalska boltanum, er ekki sammála yfirvöldum þar í landi sem fyrr í vikunni ákváðu að ákveðnir leikvangar fengju ekki að taka á móti áhorfendum í leikjum helgarinnar. Gattuso segir að leikmenn og stuðningsmenn geti ekki þrifist án hvors annars.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex leikvangar opnir fyrir áhorfendur um helgina

Nú stefnir í að aðeins sex af þeim tíu viðureignum sem fyrirhugaðar eru í ítölsku A-deildinni um helgina verði fyrir framan áhorfendur, en í dag var birtur listi yfir heimavelli sem standast nýjar og hertar öryggiskröfur. Þetta eru leikvangar í Róm, Genoa, Siena, Cagliari, Tórínó og Palermo á Sikiley.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil ólga á Ítalíu í kjölfar lokunar leikvanga

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag verður mikill fjöldi leikja í ítalska boltanum á næstunni spilaður fyrir luktum dyrum eftir að öryggisreglur voru hertar gríðarlega á Ítalíu í dag. Kostnaðurinn við hvern dag sem leikjum er frestað er talinn vera um 15 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Aðeins fimm heimavellir í A-deildinni standast kröfur

Aðeins fimm leikvangar í A deildinni á Ítalíu eru sagðir standast hertar öryggiskröfur sem tilkynntar verða þar í landi í dag í kjölfar harmleiksins á leik Catania og Palermo á dögunum. Þetta eru Ólympíuleikvangurinn í Róm, heimavöllur Roma og Lazio, Ólympíuleikvangurinn í Tórínó, heimavöllur Juventus og Torino, Renzo Berbera (Palermo), Luigi Ferraris (Sampdoria) og San Filippo (Messina).

Fótbolti
Fréttamynd

Celtic mætir Milan á tómum San Siro

Ítalska knattspyrnusambandið mun í dag tilkynna úrskurð sinn í öryggismálum eftir óeirðirnar þar í landi sem kostuðu enn eitt mannslífið um daginn, en þegar hefur verið tilkynnt að 11 heimavellir í A-deildinni standist ekk nýja og stranga öryggisstaðla. fyrir luktum dyrum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalski boltinn gæti byrjað á ný á sunnudaginn

Keppni í ítalska boltanum gæti hafist á ný á sunnudag að sögn Luca Pancalli, formanns ítalska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn félaga í A og B deildunum þar í landi hafa fundað stíft síðustu daga vegna öryggismála á knattspyrnuvöllum þar í landi í kjölfar þess að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á dögunum og ákvörðunar er að vænta á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Ákvörðunar að vænta á morgun

Ítölsk íþróttamálayfirvöld munu ákveða á morgun hvort leika eigi knattspyrnu þar í landi fyrir luktum dyrum. Útför lögreglumannsins sem lést við skyldustörf á leik Catania og Palermo á föstudag var haldin í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Lögreglumaður lét lífið í óeirðum á Sikiley

Öllum leikjum í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á leik grannliðanna Catania og Palermo á Stadio Massimino. Þá hefur vináttuleik Ítala og Rúmena á miðvikudaginn einnig verið frestað.

Fótbolti
Fréttamynd

Gattuso framlengir við Milan

Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hefur framlengt samning sinn við ítalska stórliðið AC Milan til ársins 2011 og fetaði þar með í fótspor Clarence Seedorf félaga síns, en þeir koma til með að klára ferilinn hjá félaginu. Tveir lykilmanna AC Milan fóru hinsvegar á meiðslalistann í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo loksins farinn til Milan

AC Milan náði nú rétt í þessu samkomulagi við Real Madrid um kaup á brasilíska framherjanum Ronaldo og mun landi hans Ricardo Olivera fara til Spánar í staðinn. Talið er að Ronaldo hafi kostað ítalska félagið um 8 milljónir evra, en Olivera fer sem lánsmaður á Bernabeu út leiktíðina. Félögin hafa þráttað um kaupin síðan í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Carlo Ancelotti: Ronaldo er ekki feitur

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að nýjasti liðsmaður félagsins, brasilíski framherjinn Ronaldo, sé alls ekki feitur heldur aðeins vel í holdum. Ancelotti segir Ronaldo einungis skorta leikæfingu og að hann þurfi ekki að grennast.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvað er málið með Materazzi?

Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter vann 14. leikinn í röð

Inter Milan er áfram með 11 stiga forystu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu eftir að hafa unnið sinn 14. sigur í röð í gærkvöldi. Liðið vann þá Sampdoria, 2-0, en helstu keppinautarnir í Roma gera það sem þeir geta til að halda í við Inter og unnu 1-0 sigur á Siena um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Real Madrid var helvíti

Það er ekki hægt að segja að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo kveðji herbúðir Real Madrid með söknuði, því í samtali við ítalska fjölmiðla hefur hann lýst spænska stórveldinu sem helvíti og þjálfaranum Fabio Capello sem martröð. Fastlega er búist við því að Ronaldo skrifi undir samning við AC Milan um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan og Roma skildu jöfn

AC Milan og Roma skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í undanúrslitum ítalska bikarsins á San Siro í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum frá Olivera og Inzaghi, en gestirnir jöfnuðu með mikilli baráttu með mörkum frá Perotta og Pizarro.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo á enn eftir að standast læknisskoðun

Ekki er enn búið að setja stimpilinn á kaup AC Milan á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, þar sem leikmaðurinn á enn eftir að standast læknisskoðun. Forseti Milan segir að ekki komi til greina að ganga frá kaupunum nema Ronaldo sé í toppstandi, en sú hefur ekki alltaf verið raunin hjá Brassanum markheppna.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo farinn til Milan

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er genginn í raðir AC Milan og er kaupverðið sagt um 6 milljónir evra. Ronaldo lék áður með Inter á Ítalíu og er því öllum hnútum kunnugur í Mílanó. Hann er þrítugur og hafði átt erfitt uppdráttar hjá Real síðan Fabio Capello tók þar við stjórnartaumum.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan kaupir Massimo Oddo frá Lazio

AC Milan gekk í dag frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Massimo Oddo frá Lazio, sem fær miðjumanninn Pasquale Foggia í staðinn og 7,75 milljónir evra. Oddo er þrítugur og er uppalinn í yngri flokkum Milan, en hefur unnið sér inn landsliðssæti síðan hann gekk í raðir Lazio árið 2002. Oddo er hægri bakvörður og mun keppa um sæti í liði Milan við gamla brýnið Cafu.

Fótbolti